Mo Farah var seldur í mansal sem barn Bjarki Sigurðsson skrifar 11. júlí 2022 23:52 Mo Farah er margfaldur heims-, Evrópu- og Ólympíumeistari í fimm og tíu þúsund metra hlaupi. Getty/Nathan Stirk Langhlauparinn Sir Mo Farah var seldur í mansal sem barn en hann kom til Bretlands frá Sómalíu þegar hann var einungis níu ára gamall. Hann var látinn gera húsverk hjá fjölskyldu í Bretlandi og fékk ekki að fara í skóla fyrstu þrjú árin. Farah er fæddur og uppalinn í Sómalíu en var tekinn af heimili sínu þegar hann var níu ára gamall. Honum var sagt að hann væri að fara að heimsækja ættingja í Djibútí en þegar þangað var komið var hann settur beint í annað flug til Bretlands. Mátti ekki segja neinum hver hann væri Í heimildamynd BBC sem kemur út í heild sinni á miðvikudaginn segir Farah að hann hafi verið mjög spenntur að fara í flugvél en þegar hann kom til Bretlands áttaði sig hann á því að það væri eitthvað skrítið í gangi. Honum var sagt að segja fólki að hann héti Mohamed en upprunalegt nafn hans er Hussein Abdi Kahin. Fólkið sem kom honum til Bretlands fór með hann í íbúð í London og sögðu við hann að ef hann vildi fá að borða þyrfti hann að gera húsverk á heimili hjá annarri fjölskyldu. Hann mætti ekki segja neinum hver hann væri í raun og veru ef hann vildi hitta fjölskyldu sína í Sómalíu aftur. Fyrstu árin í Bretlandi fékk Farah ekki að fara í skóla og dvaldi ávallt á heimili þessarar fjölskyldu sem hann var seldur til. Það var ekki fyrr en hann var tólf ára sem hann fór í skóla. Þróaði gott samband með kennara sínum Hann átti það erfitt í skólanum en íþróttakennarinn hans tók eftir því að hann breyttist allur þegar hann hljóp í tímum hjá sér. Þeir urðu góðir vinir og að lokum sagði Farah kennaranum frá því hvernig hann hefði komið til Bretlands. Kennarinn hafði samband við yfirvöld og var hann settur í fóstur hjá sómalískri fjölskyldu í London. Farah fékk breskan ríkisborgararétt árið 2000 þegar hann var sautján ára gamall og hefur ávallt keppt á frjálsíþróttamótum undir fána Bretlands. Hann er margfaldur Ólympíumeistari í fimm og tíu þúsund metra hlaupi ásamt því að hafa unnið til fjölda verðlauna á heims- og Evrópumeistaramótum í sömu greinum. Bretland Sómalía Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sir Mo Farah og Sifan Hassan settu heimsmet í kvöld Sir Mo Farah og Sifan Hassan settu bæði heimsmet á Demantsmóti í frjálsum íþróttum í kvöld. 4. september 2020 23:30 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Skotárás á Times Square Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira
Farah er fæddur og uppalinn í Sómalíu en var tekinn af heimili sínu þegar hann var níu ára gamall. Honum var sagt að hann væri að fara að heimsækja ættingja í Djibútí en þegar þangað var komið var hann settur beint í annað flug til Bretlands. Mátti ekki segja neinum hver hann væri Í heimildamynd BBC sem kemur út í heild sinni á miðvikudaginn segir Farah að hann hafi verið mjög spenntur að fara í flugvél en þegar hann kom til Bretlands áttaði sig hann á því að það væri eitthvað skrítið í gangi. Honum var sagt að segja fólki að hann héti Mohamed en upprunalegt nafn hans er Hussein Abdi Kahin. Fólkið sem kom honum til Bretlands fór með hann í íbúð í London og sögðu við hann að ef hann vildi fá að borða þyrfti hann að gera húsverk á heimili hjá annarri fjölskyldu. Hann mætti ekki segja neinum hver hann væri í raun og veru ef hann vildi hitta fjölskyldu sína í Sómalíu aftur. Fyrstu árin í Bretlandi fékk Farah ekki að fara í skóla og dvaldi ávallt á heimili þessarar fjölskyldu sem hann var seldur til. Það var ekki fyrr en hann var tólf ára sem hann fór í skóla. Þróaði gott samband með kennara sínum Hann átti það erfitt í skólanum en íþróttakennarinn hans tók eftir því að hann breyttist allur þegar hann hljóp í tímum hjá sér. Þeir urðu góðir vinir og að lokum sagði Farah kennaranum frá því hvernig hann hefði komið til Bretlands. Kennarinn hafði samband við yfirvöld og var hann settur í fóstur hjá sómalískri fjölskyldu í London. Farah fékk breskan ríkisborgararétt árið 2000 þegar hann var sautján ára gamall og hefur ávallt keppt á frjálsíþróttamótum undir fána Bretlands. Hann er margfaldur Ólympíumeistari í fimm og tíu þúsund metra hlaupi ásamt því að hafa unnið til fjölda verðlauna á heims- og Evrópumeistaramótum í sömu greinum.
Bretland Sómalía Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sir Mo Farah og Sifan Hassan settu heimsmet í kvöld Sir Mo Farah og Sifan Hassan settu bæði heimsmet á Demantsmóti í frjálsum íþróttum í kvöld. 4. september 2020 23:30 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Skotárás á Times Square Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira
Sir Mo Farah og Sifan Hassan settu heimsmet í kvöld Sir Mo Farah og Sifan Hassan settu bæði heimsmet á Demantsmóti í frjálsum íþróttum í kvöld. 4. september 2020 23:30