Breytingaskeiðið er ekki sjúkdómur Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 11. júlí 2022 17:00 Þegar stúlkubörn fæðast þá eru þær með eggjastokka sem innihalda egg sem síðar geta frjóvgast og orðið að einstaklingi. Á unglingsaldri kemur kynþroskinn, þá byrja blæðingar og hormónaframleiðsla eggjastokka veldur því að hárvöxtur eykst og brjóstin stækka. Þetta er eðlilegur gangur lífsins. Þegar breytingaskeiðið sem nú hefur verið mikið í umræðunni gengur yfir, þá minnkar hormónaframleiðsla eggjastokkanna og því fylgir oft vanlíðan sem er breytileg eftir konum. Sumar finna hita/svitakóf og svefntruflanir. Skapbreytingar allt frá vanlíðan, pirringi eða jafnvel depurð og kvíða. Liðverkir og hjartsláttartruflanir hrjá sumar konur á meðan aðrar finna sáralítið fyrir þessu aldursskeiði. Kynhvötin minnkar sem er í sjálfu sér eðlilegt þegar frjósemi er ekki lengur til staðar. Þetta skýrist af minnkandi styrk testósteróns. Rannsóknir sýna að þær konur sem eru í kjörþyngd, hreyfa sig reglulega og huga að mataræði sínu fara auðveldar í gegnum breytingaskeiðið. Á tímum samfélagsmiðla hafa nú skapast miklar umræður um breytingaskeiðið, þar sem sjálfskipaðir sérfræðingar tjá sig og gefa ráð eins og þau séu glæný. Gefið er í skyn að hingað til hafi ekki verið hlustað á konur og meðferð við einkennum breytingaskeiðs sé ný af nálinni, hvaða hormón séu betri en önnur og hverjir séu bestir í að meðhöndla þessi einkenni. Jafnvel liggur við að segja að það sé verið að markaðsvæða eðlilegt aldursskeið kvenna. Í áratugi hafa heimilislæknar og kvensjúkdómalæknar hlustað á kvartanir kvenna um líðan þeirra. Metið þörfina fyrir hormónameðferð, hvaða tegund, skammta og áhættumat fyrir hverja konu á blóðtappa, brjóstakrabbameini ofl. eins og læknar jafnan gera þegar lyfjagjöf er hafin. Þess vegna er samtal hverrar konu við lækni mikilvægt og meðferð metin hverju sinni. Læknar fagna að sjálfsögðu allri fræðslu um kynheilbrigði og jákvæðri umræðu sem leiðir til góðs. Það sem veldur mér ugg i brjósti er að sjá færslur þar sem konur lýsa því að þær kaupi hormónalyf erlendis og fari langt yfir leyfilega skammta en líður ekkert betur þrátt fyrir það. Ekki jafnvel og vinkonum i saumaklúbbnum. Það er nefnilega ekki það einfalt að eitthvað eitt gildi fyrir alla. Hormónameðferð hefur verið notuð hérlendis með góðum árangri í langan tíma sem byggir á læknisfræðilegu mati á einkennum og áhættu á aukaverkunum af lyfjagjöf. Við notum samsetta uppbótarmeðferð hjá konum með leg í töfluformi, plástrum eða geli til að minnka einkenni sem trufla daglegt líf. Estrogen eingöngu má nota ef leg hefur verið fjarlægt eða ný hormónalykkja sé til staðar. Testosteron forðahylki voru notuð með góðum árangri til að auka kynhvöt en nú eru þau ófáanleg og þá er notað gel sem er borið á húðina. Þessi meðferð er hugsuð í nokkur ár og svo trappað niður. Margar enda svo á því að nota staðbundna meðferð í leggöng til að varna þurrki og vanlíðan. Mikilvægt er að hver kona hugi vel að heilsu sinni og hlusti á sinn kropp. Taki D vítamín og borði kalk til að viðhalda beinmassa og hindra beinþynningu. Geri styrktaræfingar og hugi að andlegri líðan. Mæti i skimun fyrir brjóstakrabbameini og þreifi brjóst sín reglulega. Leghálsskimun eftir boðun og risilspeglun er mikilvæg eftir 50 ára aldur. Á okkar tímum sem við lifum á þar sem æskudýrkun virðist skipta öllu máli og sjálfsmynd margra fer eftir tíðni kommenta á samfélagsmiðlunum, er mikilvægt að skilja gang lífsins. Það er eðlilegt að eldast og það má gera það fallega án lyfja. Gráu hárin, hrukkurnar og búkonuhárin fylgja þessum aldri og þess vegna kannski sjáum við ekki jafn vel og áður. Kynhvötin minnkar eðlilega en ekki hætta að stunda kynlíf kæru kynsystur. Brennslan minnkar og vöxturinn breytist og því þarf að huga vel að hollu mataræði. Tökum vel á móti gömlu konunni stelpur, fáum samtal og viðeigandi hormónameðferð hjá lækni ef þörf er á. Ekki trúa öllu sem sagt eða skrifað er, það sem virkar fyrir vinkonu þína virkar e.t.v ekki fyrir þig. Munum að margar konur geta ekki notað hormóna. Verum skynsamar og látum ekki sölumennsku eða múgsefjun stjórna okkur. Tökum upplýsta ákvörðun með okkar lækni ef þörf er á meðferð við einkennum breytingaskeiðs. Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar stúlkubörn fæðast þá eru þær með eggjastokka sem innihalda egg sem síðar geta frjóvgast og orðið að einstaklingi. Á unglingsaldri kemur kynþroskinn, þá byrja blæðingar og hormónaframleiðsla eggjastokka veldur því að hárvöxtur eykst og brjóstin stækka. Þetta er eðlilegur gangur lífsins. Þegar breytingaskeiðið sem nú hefur verið mikið í umræðunni gengur yfir, þá minnkar hormónaframleiðsla eggjastokkanna og því fylgir oft vanlíðan sem er breytileg eftir konum. Sumar finna hita/svitakóf og svefntruflanir. Skapbreytingar allt frá vanlíðan, pirringi eða jafnvel depurð og kvíða. Liðverkir og hjartsláttartruflanir hrjá sumar konur á meðan aðrar finna sáralítið fyrir þessu aldursskeiði. Kynhvötin minnkar sem er í sjálfu sér eðlilegt þegar frjósemi er ekki lengur til staðar. Þetta skýrist af minnkandi styrk testósteróns. Rannsóknir sýna að þær konur sem eru í kjörþyngd, hreyfa sig reglulega og huga að mataræði sínu fara auðveldar í gegnum breytingaskeiðið. Á tímum samfélagsmiðla hafa nú skapast miklar umræður um breytingaskeiðið, þar sem sjálfskipaðir sérfræðingar tjá sig og gefa ráð eins og þau séu glæný. Gefið er í skyn að hingað til hafi ekki verið hlustað á konur og meðferð við einkennum breytingaskeiðs sé ný af nálinni, hvaða hormón séu betri en önnur og hverjir séu bestir í að meðhöndla þessi einkenni. Jafnvel liggur við að segja að það sé verið að markaðsvæða eðlilegt aldursskeið kvenna. Í áratugi hafa heimilislæknar og kvensjúkdómalæknar hlustað á kvartanir kvenna um líðan þeirra. Metið þörfina fyrir hormónameðferð, hvaða tegund, skammta og áhættumat fyrir hverja konu á blóðtappa, brjóstakrabbameini ofl. eins og læknar jafnan gera þegar lyfjagjöf er hafin. Þess vegna er samtal hverrar konu við lækni mikilvægt og meðferð metin hverju sinni. Læknar fagna að sjálfsögðu allri fræðslu um kynheilbrigði og jákvæðri umræðu sem leiðir til góðs. Það sem veldur mér ugg i brjósti er að sjá færslur þar sem konur lýsa því að þær kaupi hormónalyf erlendis og fari langt yfir leyfilega skammta en líður ekkert betur þrátt fyrir það. Ekki jafnvel og vinkonum i saumaklúbbnum. Það er nefnilega ekki það einfalt að eitthvað eitt gildi fyrir alla. Hormónameðferð hefur verið notuð hérlendis með góðum árangri í langan tíma sem byggir á læknisfræðilegu mati á einkennum og áhættu á aukaverkunum af lyfjagjöf. Við notum samsetta uppbótarmeðferð hjá konum með leg í töfluformi, plástrum eða geli til að minnka einkenni sem trufla daglegt líf. Estrogen eingöngu má nota ef leg hefur verið fjarlægt eða ný hormónalykkja sé til staðar. Testosteron forðahylki voru notuð með góðum árangri til að auka kynhvöt en nú eru þau ófáanleg og þá er notað gel sem er borið á húðina. Þessi meðferð er hugsuð í nokkur ár og svo trappað niður. Margar enda svo á því að nota staðbundna meðferð í leggöng til að varna þurrki og vanlíðan. Mikilvægt er að hver kona hugi vel að heilsu sinni og hlusti á sinn kropp. Taki D vítamín og borði kalk til að viðhalda beinmassa og hindra beinþynningu. Geri styrktaræfingar og hugi að andlegri líðan. Mæti i skimun fyrir brjóstakrabbameini og þreifi brjóst sín reglulega. Leghálsskimun eftir boðun og risilspeglun er mikilvæg eftir 50 ára aldur. Á okkar tímum sem við lifum á þar sem æskudýrkun virðist skipta öllu máli og sjálfsmynd margra fer eftir tíðni kommenta á samfélagsmiðlunum, er mikilvægt að skilja gang lífsins. Það er eðlilegt að eldast og það má gera það fallega án lyfja. Gráu hárin, hrukkurnar og búkonuhárin fylgja þessum aldri og þess vegna kannski sjáum við ekki jafn vel og áður. Kynhvötin minnkar eðlilega en ekki hætta að stunda kynlíf kæru kynsystur. Brennslan minnkar og vöxturinn breytist og því þarf að huga vel að hollu mataræði. Tökum vel á móti gömlu konunni stelpur, fáum samtal og viðeigandi hormónameðferð hjá lækni ef þörf er á. Ekki trúa öllu sem sagt eða skrifað er, það sem virkar fyrir vinkonu þína virkar e.t.v ekki fyrir þig. Munum að margar konur geta ekki notað hormóna. Verum skynsamar og látum ekki sölumennsku eða múgsefjun stjórna okkur. Tökum upplýsta ákvörðun með okkar lækni ef þörf er á meðferð við einkennum breytingaskeiðs. Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun