Breytingaskeiðið er ekki sjúkdómur Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 11. júlí 2022 17:00 Þegar stúlkubörn fæðast þá eru þær með eggjastokka sem innihalda egg sem síðar geta frjóvgast og orðið að einstaklingi. Á unglingsaldri kemur kynþroskinn, þá byrja blæðingar og hormónaframleiðsla eggjastokka veldur því að hárvöxtur eykst og brjóstin stækka. Þetta er eðlilegur gangur lífsins. Þegar breytingaskeiðið sem nú hefur verið mikið í umræðunni gengur yfir, þá minnkar hormónaframleiðsla eggjastokkanna og því fylgir oft vanlíðan sem er breytileg eftir konum. Sumar finna hita/svitakóf og svefntruflanir. Skapbreytingar allt frá vanlíðan, pirringi eða jafnvel depurð og kvíða. Liðverkir og hjartsláttartruflanir hrjá sumar konur á meðan aðrar finna sáralítið fyrir þessu aldursskeiði. Kynhvötin minnkar sem er í sjálfu sér eðlilegt þegar frjósemi er ekki lengur til staðar. Þetta skýrist af minnkandi styrk testósteróns. Rannsóknir sýna að þær konur sem eru í kjörþyngd, hreyfa sig reglulega og huga að mataræði sínu fara auðveldar í gegnum breytingaskeiðið. Á tímum samfélagsmiðla hafa nú skapast miklar umræður um breytingaskeiðið, þar sem sjálfskipaðir sérfræðingar tjá sig og gefa ráð eins og þau séu glæný. Gefið er í skyn að hingað til hafi ekki verið hlustað á konur og meðferð við einkennum breytingaskeiðs sé ný af nálinni, hvaða hormón séu betri en önnur og hverjir séu bestir í að meðhöndla þessi einkenni. Jafnvel liggur við að segja að það sé verið að markaðsvæða eðlilegt aldursskeið kvenna. Í áratugi hafa heimilislæknar og kvensjúkdómalæknar hlustað á kvartanir kvenna um líðan þeirra. Metið þörfina fyrir hormónameðferð, hvaða tegund, skammta og áhættumat fyrir hverja konu á blóðtappa, brjóstakrabbameini ofl. eins og læknar jafnan gera þegar lyfjagjöf er hafin. Þess vegna er samtal hverrar konu við lækni mikilvægt og meðferð metin hverju sinni. Læknar fagna að sjálfsögðu allri fræðslu um kynheilbrigði og jákvæðri umræðu sem leiðir til góðs. Það sem veldur mér ugg i brjósti er að sjá færslur þar sem konur lýsa því að þær kaupi hormónalyf erlendis og fari langt yfir leyfilega skammta en líður ekkert betur þrátt fyrir það. Ekki jafnvel og vinkonum i saumaklúbbnum. Það er nefnilega ekki það einfalt að eitthvað eitt gildi fyrir alla. Hormónameðferð hefur verið notuð hérlendis með góðum árangri í langan tíma sem byggir á læknisfræðilegu mati á einkennum og áhættu á aukaverkunum af lyfjagjöf. Við notum samsetta uppbótarmeðferð hjá konum með leg í töfluformi, plástrum eða geli til að minnka einkenni sem trufla daglegt líf. Estrogen eingöngu má nota ef leg hefur verið fjarlægt eða ný hormónalykkja sé til staðar. Testosteron forðahylki voru notuð með góðum árangri til að auka kynhvöt en nú eru þau ófáanleg og þá er notað gel sem er borið á húðina. Þessi meðferð er hugsuð í nokkur ár og svo trappað niður. Margar enda svo á því að nota staðbundna meðferð í leggöng til að varna þurrki og vanlíðan. Mikilvægt er að hver kona hugi vel að heilsu sinni og hlusti á sinn kropp. Taki D vítamín og borði kalk til að viðhalda beinmassa og hindra beinþynningu. Geri styrktaræfingar og hugi að andlegri líðan. Mæti i skimun fyrir brjóstakrabbameini og þreifi brjóst sín reglulega. Leghálsskimun eftir boðun og risilspeglun er mikilvæg eftir 50 ára aldur. Á okkar tímum sem við lifum á þar sem æskudýrkun virðist skipta öllu máli og sjálfsmynd margra fer eftir tíðni kommenta á samfélagsmiðlunum, er mikilvægt að skilja gang lífsins. Það er eðlilegt að eldast og það má gera það fallega án lyfja. Gráu hárin, hrukkurnar og búkonuhárin fylgja þessum aldri og þess vegna kannski sjáum við ekki jafn vel og áður. Kynhvötin minnkar eðlilega en ekki hætta að stunda kynlíf kæru kynsystur. Brennslan minnkar og vöxturinn breytist og því þarf að huga vel að hollu mataræði. Tökum vel á móti gömlu konunni stelpur, fáum samtal og viðeigandi hormónameðferð hjá lækni ef þörf er á. Ekki trúa öllu sem sagt eða skrifað er, það sem virkar fyrir vinkonu þína virkar e.t.v ekki fyrir þig. Munum að margar konur geta ekki notað hormóna. Verum skynsamar og látum ekki sölumennsku eða múgsefjun stjórna okkur. Tökum upplýsta ákvörðun með okkar lækni ef þörf er á meðferð við einkennum breytingaskeiðs. Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar stúlkubörn fæðast þá eru þær með eggjastokka sem innihalda egg sem síðar geta frjóvgast og orðið að einstaklingi. Á unglingsaldri kemur kynþroskinn, þá byrja blæðingar og hormónaframleiðsla eggjastokka veldur því að hárvöxtur eykst og brjóstin stækka. Þetta er eðlilegur gangur lífsins. Þegar breytingaskeiðið sem nú hefur verið mikið í umræðunni gengur yfir, þá minnkar hormónaframleiðsla eggjastokkanna og því fylgir oft vanlíðan sem er breytileg eftir konum. Sumar finna hita/svitakóf og svefntruflanir. Skapbreytingar allt frá vanlíðan, pirringi eða jafnvel depurð og kvíða. Liðverkir og hjartsláttartruflanir hrjá sumar konur á meðan aðrar finna sáralítið fyrir þessu aldursskeiði. Kynhvötin minnkar sem er í sjálfu sér eðlilegt þegar frjósemi er ekki lengur til staðar. Þetta skýrist af minnkandi styrk testósteróns. Rannsóknir sýna að þær konur sem eru í kjörþyngd, hreyfa sig reglulega og huga að mataræði sínu fara auðveldar í gegnum breytingaskeiðið. Á tímum samfélagsmiðla hafa nú skapast miklar umræður um breytingaskeiðið, þar sem sjálfskipaðir sérfræðingar tjá sig og gefa ráð eins og þau séu glæný. Gefið er í skyn að hingað til hafi ekki verið hlustað á konur og meðferð við einkennum breytingaskeiðs sé ný af nálinni, hvaða hormón séu betri en önnur og hverjir séu bestir í að meðhöndla þessi einkenni. Jafnvel liggur við að segja að það sé verið að markaðsvæða eðlilegt aldursskeið kvenna. Í áratugi hafa heimilislæknar og kvensjúkdómalæknar hlustað á kvartanir kvenna um líðan þeirra. Metið þörfina fyrir hormónameðferð, hvaða tegund, skammta og áhættumat fyrir hverja konu á blóðtappa, brjóstakrabbameini ofl. eins og læknar jafnan gera þegar lyfjagjöf er hafin. Þess vegna er samtal hverrar konu við lækni mikilvægt og meðferð metin hverju sinni. Læknar fagna að sjálfsögðu allri fræðslu um kynheilbrigði og jákvæðri umræðu sem leiðir til góðs. Það sem veldur mér ugg i brjósti er að sjá færslur þar sem konur lýsa því að þær kaupi hormónalyf erlendis og fari langt yfir leyfilega skammta en líður ekkert betur þrátt fyrir það. Ekki jafnvel og vinkonum i saumaklúbbnum. Það er nefnilega ekki það einfalt að eitthvað eitt gildi fyrir alla. Hormónameðferð hefur verið notuð hérlendis með góðum árangri í langan tíma sem byggir á læknisfræðilegu mati á einkennum og áhættu á aukaverkunum af lyfjagjöf. Við notum samsetta uppbótarmeðferð hjá konum með leg í töfluformi, plástrum eða geli til að minnka einkenni sem trufla daglegt líf. Estrogen eingöngu má nota ef leg hefur verið fjarlægt eða ný hormónalykkja sé til staðar. Testosteron forðahylki voru notuð með góðum árangri til að auka kynhvöt en nú eru þau ófáanleg og þá er notað gel sem er borið á húðina. Þessi meðferð er hugsuð í nokkur ár og svo trappað niður. Margar enda svo á því að nota staðbundna meðferð í leggöng til að varna þurrki og vanlíðan. Mikilvægt er að hver kona hugi vel að heilsu sinni og hlusti á sinn kropp. Taki D vítamín og borði kalk til að viðhalda beinmassa og hindra beinþynningu. Geri styrktaræfingar og hugi að andlegri líðan. Mæti i skimun fyrir brjóstakrabbameini og þreifi brjóst sín reglulega. Leghálsskimun eftir boðun og risilspeglun er mikilvæg eftir 50 ára aldur. Á okkar tímum sem við lifum á þar sem æskudýrkun virðist skipta öllu máli og sjálfsmynd margra fer eftir tíðni kommenta á samfélagsmiðlunum, er mikilvægt að skilja gang lífsins. Það er eðlilegt að eldast og það má gera það fallega án lyfja. Gráu hárin, hrukkurnar og búkonuhárin fylgja þessum aldri og þess vegna kannski sjáum við ekki jafn vel og áður. Kynhvötin minnkar eðlilega en ekki hætta að stunda kynlíf kæru kynsystur. Brennslan minnkar og vöxturinn breytist og því þarf að huga vel að hollu mataræði. Tökum vel á móti gömlu konunni stelpur, fáum samtal og viðeigandi hormónameðferð hjá lækni ef þörf er á. Ekki trúa öllu sem sagt eða skrifað er, það sem virkar fyrir vinkonu þína virkar e.t.v ekki fyrir þig. Munum að margar konur geta ekki notað hormóna. Verum skynsamar og látum ekki sölumennsku eða múgsefjun stjórna okkur. Tökum upplýsta ákvörðun með okkar lækni ef þörf er á meðferð við einkennum breytingaskeiðs. Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar