Zion ætlar ekki að bregðast neinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júlí 2022 16:01 Zion Williamson fékk fínasta samning hjá Pelicans. Hann ætlar ekki að bregðast sjálfum sér né neinum öðrum. Getty Images/Jonathan Bachman Zion Williamson, leikmaður New Orleans Pelicans, hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann kom fyrst inn í NBA deildina. Hann hefur glímt við ýmis meiðsli en virðist nú vera á batavegi og treystir Pelicans honum nægilega mikið til að gefa honum fimm ára samning upp á nærri 200 milljónir Bandaríkjadala. Zion var valinn fyrstur í nýliðavalinu 2019 og var mikil spenna fyrir komu hans í deildina. Kraft framherjinn hafði verið hreint út sagt magnaður með Duke háskóla var í raun talinn fullmótaður er hann skráði sig í nýliðavalið. Annað kom svo á daginn en hann meiddist illa á hné skömmu eftir að fyrsta tímabil hans í deildinni fór af stað. Hann kom til baka áður en tímabilið var búið og minnti heldur betur á sig með frábærum frammistöðum hér og þar. Tímabilið eftir náði hann 61 leik en í kjölfarið meiddist leikmaðurinn og var frá allt síðasta tímabil. Hefur hann bæði meiðst illa á hné sem og fótbrotnað síðan hann kom í deildina. Pelicans hefur hins vegar gríðarlega trú á honum 22 ára gamla Zion sem fékk fimm ára samning á dögunum. Á samningstímanum fær Zion hið minnsta 193 milljónir Bandaríkjadala en fari svo að Zion verði valinn í stjörnulið deildarinnar þá mun samningurinn hækka upp í 231 milljón Bandaríkjadala. Ef marka má orð Zion þá má ætla að félagið þurfi að borga honum hámarksupphæð. „Ég ætla ekki að bregðast þessar borg, ég ætla ekki að bregðast fjölskyldu minni og síst af öllu ætla ég að bregðast sjálfum mér,“ sagði Zion í viðtali við ESPN á dögunum. Zion is aiming to prove he was worth the max pic.twitter.com/PZDHp5sbkx— ESPN (@espn) July 6, 2022 Sem stendur má áætla að Zion verði með þegar NBA deildin hefst á nýjan leik næsta haust. Það eru gleðitíðindi fyrir stuðningsfólk Pelicans en það hefur beðið í ofvæntingu að sjá fullfrískan Zion ásamt Brandon Ingram, Larry Nance Jr., CJ McCollum og öðrum leikmönnum liðsins. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Sjá meira
Zion var valinn fyrstur í nýliðavalinu 2019 og var mikil spenna fyrir komu hans í deildina. Kraft framherjinn hafði verið hreint út sagt magnaður með Duke háskóla var í raun talinn fullmótaður er hann skráði sig í nýliðavalið. Annað kom svo á daginn en hann meiddist illa á hné skömmu eftir að fyrsta tímabil hans í deildinni fór af stað. Hann kom til baka áður en tímabilið var búið og minnti heldur betur á sig með frábærum frammistöðum hér og þar. Tímabilið eftir náði hann 61 leik en í kjölfarið meiddist leikmaðurinn og var frá allt síðasta tímabil. Hefur hann bæði meiðst illa á hné sem og fótbrotnað síðan hann kom í deildina. Pelicans hefur hins vegar gríðarlega trú á honum 22 ára gamla Zion sem fékk fimm ára samning á dögunum. Á samningstímanum fær Zion hið minnsta 193 milljónir Bandaríkjadala en fari svo að Zion verði valinn í stjörnulið deildarinnar þá mun samningurinn hækka upp í 231 milljón Bandaríkjadala. Ef marka má orð Zion þá má ætla að félagið þurfi að borga honum hámarksupphæð. „Ég ætla ekki að bregðast þessar borg, ég ætla ekki að bregðast fjölskyldu minni og síst af öllu ætla ég að bregðast sjálfum mér,“ sagði Zion í viðtali við ESPN á dögunum. Zion is aiming to prove he was worth the max pic.twitter.com/PZDHp5sbkx— ESPN (@espn) July 6, 2022 Sem stendur má áætla að Zion verði með þegar NBA deildin hefst á nýjan leik næsta haust. Það eru gleðitíðindi fyrir stuðningsfólk Pelicans en það hefur beðið í ofvæntingu að sjá fullfrískan Zion ásamt Brandon Ingram, Larry Nance Jr., CJ McCollum og öðrum leikmönnum liðsins. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Sjá meira