Kiddi Jak um rauða spjaldið: Þetta er svo skýrt í knattspyrnulögunum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. júlí 2022 11:31 Kristinn Jakobsson var um árabil einn fremsti dómaril Íslands. Vísir/Sigurjón Mikil umræða skapaðist um seinna gula spjaldið sem Kristall Máni Ingason fékk í leik Víkings og Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu síðastliðinn mánudag. Kristinn Jakobsson, einn besti dómari Íslands frá upphafi, segir að ákvörðun dómarans hafi verið rétt. Kristinn dæmdi í efstu deildum Íslands í mörg ár, ásamt því að vera mikils metinn á alþjóðlegum vettvangi. Eins og íslenskt knattspyrnuáhugafólk er farið að vita fékk Kristall Máni seinna gula spjaldið fyrir að sussa á stuðningsfólk Malmö eftir að hann jafnaði metin í 1-1. „Með þessum hætti sem hann gerir þetta, að ögra áhorfendum Malmö, þá er það gert með óíþróttamannslegum hætti og það ber að refsa fyrir það með gulu spjaldi,“ sagði Kristinn í samtali við Stöð 2 í gær. „Svona lagað getur skapað ýmsar hættur. Hann fer mjög nálægt áhorfendum og á þá í hættu að fá eitthvað í sig frá þeim. Og eins er hann líka að búa til einhvern múgæsing í stúkunni og það getur skapað einhverjar hættur fyrir áhorfendur líka.“ Margir eru á þeirri skoðun að fyrst að Kristall hafði þá þegar fengið að líta gula spjaldið þá hefði dómarinn getað sleppt því seinna og leyft honum að sleppa með tiltal. Kristinn segir hins vegar að það hafi ekki verið í boði. „Það hefði verið jafn mikill mínus fyrir dómarann. Þetta er bara svo skýrt í knattspyrnulögunum og áherslum dómaranefndar að þegar er verið að ögra andstæðingnum með þessum hætti og sýna þessa háttsemi þá er skýrt í lögum og áherslum að það eigi að áminna leikmanninn. Þá telur ekkert hvað hefur gerst á undan.“ Klippa: Kristinn Jakobsson um rauða spjaldið á Kristal Mána Fótbolti Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Mörk, rautt spjald og dramatík er Víkingur hélt Evrópudraumnum á lífi Íslands- og bikarmeistarar Víkings mættu Svíþjóðarmeisturum Malmö ytra í fyrri leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á þriðjudag. Mörkin úr 3-2 sigri Malmö má sjá hér að neðan sem og rauða spjaldið sem Kristall Máni Ingason fékk fyrir að „ögra“ stuðningsfólki Malmö eftir að hann jafnaði metin í fyrri hálfleik. 6. júlí 2022 11:32 Segir að Kristall kunni ekki reglurnar Í 3-2 tapi Víkings gegn Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær lét Kristall Máni Ingason reka sig af velli eftir að hann jafnaði metin í 1-1 fyrir Íslandsmeistarana og sussaði á áhorfendur. Ola Toivonen, leikmaður sænska liðsins, segir að Kristall kunni líklega ekki reglurnar. 6. júlí 2022 07:31 Víkingur sýndi mikinn karakter eftir vafasama dómgæslu Víkingur gerði sér ferð til Svíþjóðar og mætti Malmö í Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla í kvöld. Malmö fór með 3-2 sigur af hólmi en Kristall Máni Ingason fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 40. mínútu eftir að hafa jafnað leikinn og sussað á stuðningsmenn Malmö er hann fagnaði marki sínu. 5. júlí 2022 18:51 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Sjá meira
Kristinn dæmdi í efstu deildum Íslands í mörg ár, ásamt því að vera mikils metinn á alþjóðlegum vettvangi. Eins og íslenskt knattspyrnuáhugafólk er farið að vita fékk Kristall Máni seinna gula spjaldið fyrir að sussa á stuðningsfólk Malmö eftir að hann jafnaði metin í 1-1. „Með þessum hætti sem hann gerir þetta, að ögra áhorfendum Malmö, þá er það gert með óíþróttamannslegum hætti og það ber að refsa fyrir það með gulu spjaldi,“ sagði Kristinn í samtali við Stöð 2 í gær. „Svona lagað getur skapað ýmsar hættur. Hann fer mjög nálægt áhorfendum og á þá í hættu að fá eitthvað í sig frá þeim. Og eins er hann líka að búa til einhvern múgæsing í stúkunni og það getur skapað einhverjar hættur fyrir áhorfendur líka.“ Margir eru á þeirri skoðun að fyrst að Kristall hafði þá þegar fengið að líta gula spjaldið þá hefði dómarinn getað sleppt því seinna og leyft honum að sleppa með tiltal. Kristinn segir hins vegar að það hafi ekki verið í boði. „Það hefði verið jafn mikill mínus fyrir dómarann. Þetta er bara svo skýrt í knattspyrnulögunum og áherslum dómaranefndar að þegar er verið að ögra andstæðingnum með þessum hætti og sýna þessa háttsemi þá er skýrt í lögum og áherslum að það eigi að áminna leikmanninn. Þá telur ekkert hvað hefur gerst á undan.“ Klippa: Kristinn Jakobsson um rauða spjaldið á Kristal Mána
Fótbolti Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Mörk, rautt spjald og dramatík er Víkingur hélt Evrópudraumnum á lífi Íslands- og bikarmeistarar Víkings mættu Svíþjóðarmeisturum Malmö ytra í fyrri leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á þriðjudag. Mörkin úr 3-2 sigri Malmö má sjá hér að neðan sem og rauða spjaldið sem Kristall Máni Ingason fékk fyrir að „ögra“ stuðningsfólki Malmö eftir að hann jafnaði metin í fyrri hálfleik. 6. júlí 2022 11:32 Segir að Kristall kunni ekki reglurnar Í 3-2 tapi Víkings gegn Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær lét Kristall Máni Ingason reka sig af velli eftir að hann jafnaði metin í 1-1 fyrir Íslandsmeistarana og sussaði á áhorfendur. Ola Toivonen, leikmaður sænska liðsins, segir að Kristall kunni líklega ekki reglurnar. 6. júlí 2022 07:31 Víkingur sýndi mikinn karakter eftir vafasama dómgæslu Víkingur gerði sér ferð til Svíþjóðar og mætti Malmö í Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla í kvöld. Malmö fór með 3-2 sigur af hólmi en Kristall Máni Ingason fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 40. mínútu eftir að hafa jafnað leikinn og sussað á stuðningsmenn Malmö er hann fagnaði marki sínu. 5. júlí 2022 18:51 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Sjá meira
Mörk, rautt spjald og dramatík er Víkingur hélt Evrópudraumnum á lífi Íslands- og bikarmeistarar Víkings mættu Svíþjóðarmeisturum Malmö ytra í fyrri leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á þriðjudag. Mörkin úr 3-2 sigri Malmö má sjá hér að neðan sem og rauða spjaldið sem Kristall Máni Ingason fékk fyrir að „ögra“ stuðningsfólki Malmö eftir að hann jafnaði metin í fyrri hálfleik. 6. júlí 2022 11:32
Segir að Kristall kunni ekki reglurnar Í 3-2 tapi Víkings gegn Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær lét Kristall Máni Ingason reka sig af velli eftir að hann jafnaði metin í 1-1 fyrir Íslandsmeistarana og sussaði á áhorfendur. Ola Toivonen, leikmaður sænska liðsins, segir að Kristall kunni líklega ekki reglurnar. 6. júlí 2022 07:31
Víkingur sýndi mikinn karakter eftir vafasama dómgæslu Víkingur gerði sér ferð til Svíþjóðar og mætti Malmö í Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla í kvöld. Malmö fór með 3-2 sigur af hólmi en Kristall Máni Ingason fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 40. mínútu eftir að hafa jafnað leikinn og sussað á stuðningsmenn Malmö er hann fagnaði marki sínu. 5. júlí 2022 18:51