Kiddi Jak um rauða spjaldið: Þetta er svo skýrt í knattspyrnulögunum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. júlí 2022 11:31 Kristinn Jakobsson var um árabil einn fremsti dómaril Íslands. Vísir/Sigurjón Mikil umræða skapaðist um seinna gula spjaldið sem Kristall Máni Ingason fékk í leik Víkings og Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu síðastliðinn mánudag. Kristinn Jakobsson, einn besti dómari Íslands frá upphafi, segir að ákvörðun dómarans hafi verið rétt. Kristinn dæmdi í efstu deildum Íslands í mörg ár, ásamt því að vera mikils metinn á alþjóðlegum vettvangi. Eins og íslenskt knattspyrnuáhugafólk er farið að vita fékk Kristall Máni seinna gula spjaldið fyrir að sussa á stuðningsfólk Malmö eftir að hann jafnaði metin í 1-1. „Með þessum hætti sem hann gerir þetta, að ögra áhorfendum Malmö, þá er það gert með óíþróttamannslegum hætti og það ber að refsa fyrir það með gulu spjaldi,“ sagði Kristinn í samtali við Stöð 2 í gær. „Svona lagað getur skapað ýmsar hættur. Hann fer mjög nálægt áhorfendum og á þá í hættu að fá eitthvað í sig frá þeim. Og eins er hann líka að búa til einhvern múgæsing í stúkunni og það getur skapað einhverjar hættur fyrir áhorfendur líka.“ Margir eru á þeirri skoðun að fyrst að Kristall hafði þá þegar fengið að líta gula spjaldið þá hefði dómarinn getað sleppt því seinna og leyft honum að sleppa með tiltal. Kristinn segir hins vegar að það hafi ekki verið í boði. „Það hefði verið jafn mikill mínus fyrir dómarann. Þetta er bara svo skýrt í knattspyrnulögunum og áherslum dómaranefndar að þegar er verið að ögra andstæðingnum með þessum hætti og sýna þessa háttsemi þá er skýrt í lögum og áherslum að það eigi að áminna leikmanninn. Þá telur ekkert hvað hefur gerst á undan.“ Klippa: Kristinn Jakobsson um rauða spjaldið á Kristal Mána Fótbolti Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Mörk, rautt spjald og dramatík er Víkingur hélt Evrópudraumnum á lífi Íslands- og bikarmeistarar Víkings mættu Svíþjóðarmeisturum Malmö ytra í fyrri leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á þriðjudag. Mörkin úr 3-2 sigri Malmö má sjá hér að neðan sem og rauða spjaldið sem Kristall Máni Ingason fékk fyrir að „ögra“ stuðningsfólki Malmö eftir að hann jafnaði metin í fyrri hálfleik. 6. júlí 2022 11:32 Segir að Kristall kunni ekki reglurnar Í 3-2 tapi Víkings gegn Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær lét Kristall Máni Ingason reka sig af velli eftir að hann jafnaði metin í 1-1 fyrir Íslandsmeistarana og sussaði á áhorfendur. Ola Toivonen, leikmaður sænska liðsins, segir að Kristall kunni líklega ekki reglurnar. 6. júlí 2022 07:31 Víkingur sýndi mikinn karakter eftir vafasama dómgæslu Víkingur gerði sér ferð til Svíþjóðar og mætti Malmö í Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla í kvöld. Malmö fór með 3-2 sigur af hólmi en Kristall Máni Ingason fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 40. mínútu eftir að hafa jafnað leikinn og sussað á stuðningsmenn Malmö er hann fagnaði marki sínu. 5. júlí 2022 18:51 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Kristinn dæmdi í efstu deildum Íslands í mörg ár, ásamt því að vera mikils metinn á alþjóðlegum vettvangi. Eins og íslenskt knattspyrnuáhugafólk er farið að vita fékk Kristall Máni seinna gula spjaldið fyrir að sussa á stuðningsfólk Malmö eftir að hann jafnaði metin í 1-1. „Með þessum hætti sem hann gerir þetta, að ögra áhorfendum Malmö, þá er það gert með óíþróttamannslegum hætti og það ber að refsa fyrir það með gulu spjaldi,“ sagði Kristinn í samtali við Stöð 2 í gær. „Svona lagað getur skapað ýmsar hættur. Hann fer mjög nálægt áhorfendum og á þá í hættu að fá eitthvað í sig frá þeim. Og eins er hann líka að búa til einhvern múgæsing í stúkunni og það getur skapað einhverjar hættur fyrir áhorfendur líka.“ Margir eru á þeirri skoðun að fyrst að Kristall hafði þá þegar fengið að líta gula spjaldið þá hefði dómarinn getað sleppt því seinna og leyft honum að sleppa með tiltal. Kristinn segir hins vegar að það hafi ekki verið í boði. „Það hefði verið jafn mikill mínus fyrir dómarann. Þetta er bara svo skýrt í knattspyrnulögunum og áherslum dómaranefndar að þegar er verið að ögra andstæðingnum með þessum hætti og sýna þessa háttsemi þá er skýrt í lögum og áherslum að það eigi að áminna leikmanninn. Þá telur ekkert hvað hefur gerst á undan.“ Klippa: Kristinn Jakobsson um rauða spjaldið á Kristal Mána
Fótbolti Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Mörk, rautt spjald og dramatík er Víkingur hélt Evrópudraumnum á lífi Íslands- og bikarmeistarar Víkings mættu Svíþjóðarmeisturum Malmö ytra í fyrri leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á þriðjudag. Mörkin úr 3-2 sigri Malmö má sjá hér að neðan sem og rauða spjaldið sem Kristall Máni Ingason fékk fyrir að „ögra“ stuðningsfólki Malmö eftir að hann jafnaði metin í fyrri hálfleik. 6. júlí 2022 11:32 Segir að Kristall kunni ekki reglurnar Í 3-2 tapi Víkings gegn Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær lét Kristall Máni Ingason reka sig af velli eftir að hann jafnaði metin í 1-1 fyrir Íslandsmeistarana og sussaði á áhorfendur. Ola Toivonen, leikmaður sænska liðsins, segir að Kristall kunni líklega ekki reglurnar. 6. júlí 2022 07:31 Víkingur sýndi mikinn karakter eftir vafasama dómgæslu Víkingur gerði sér ferð til Svíþjóðar og mætti Malmö í Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla í kvöld. Malmö fór með 3-2 sigur af hólmi en Kristall Máni Ingason fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 40. mínútu eftir að hafa jafnað leikinn og sussað á stuðningsmenn Malmö er hann fagnaði marki sínu. 5. júlí 2022 18:51 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Mörk, rautt spjald og dramatík er Víkingur hélt Evrópudraumnum á lífi Íslands- og bikarmeistarar Víkings mættu Svíþjóðarmeisturum Malmö ytra í fyrri leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á þriðjudag. Mörkin úr 3-2 sigri Malmö má sjá hér að neðan sem og rauða spjaldið sem Kristall Máni Ingason fékk fyrir að „ögra“ stuðningsfólki Malmö eftir að hann jafnaði metin í fyrri hálfleik. 6. júlí 2022 11:32
Segir að Kristall kunni ekki reglurnar Í 3-2 tapi Víkings gegn Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær lét Kristall Máni Ingason reka sig af velli eftir að hann jafnaði metin í 1-1 fyrir Íslandsmeistarana og sussaði á áhorfendur. Ola Toivonen, leikmaður sænska liðsins, segir að Kristall kunni líklega ekki reglurnar. 6. júlí 2022 07:31
Víkingur sýndi mikinn karakter eftir vafasama dómgæslu Víkingur gerði sér ferð til Svíþjóðar og mætti Malmö í Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla í kvöld. Malmö fór með 3-2 sigur af hólmi en Kristall Máni Ingason fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 40. mínútu eftir að hafa jafnað leikinn og sussað á stuðningsmenn Malmö er hann fagnaði marki sínu. 5. júlí 2022 18:51
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti