Boris rak ráðherra sem bað hann um að segja af sér Samúel Karl Ólason skrifar 6. júlí 2022 21:23 Michael Gove og Boris Johnson árið 2019. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist alls ekki ætla að segja af sér. Nú í kvöld rak hann ráðherrann Michael Gove úr ríkisstjórn sinni en Gove er sagður hafa beðið Johnson um að láta gott heita og segja af sér. Fjöldaflótti er hlaupinn í ráðherra og aðra embættismenn Íhaldsflokksins í Bretlandi sem vilja knýja Boris Johnson forsætisráðherra til afsagnar. Hvert hneykslismálið hafi rekið annað þar sem forsætisráðherrann hafi ítrekað verið staðinn að því að ljúga að þingi og almenningi. Nýjasta hneykslið er skipan Johnsons forsætisráðherra á Chris Pincher í embætti aðstoðarþingflokksformanns. Forsætisráðherrann viðurkenndi í gær að það hefði verið mistök skipa Pincher í embættið en Johnson hefur verið margsaga um vitnreskju sína af kvörtun þingmanns vegna kynferðislegrar áreitni Pinchers fyrir þremur árum. Sjá einnig: „Hann vissi af ásökunum en veitti honum samt stöðuhækkun“ Rishi Sunak fjármálaráðherra og Sajid Javid heilbrigðisráðherra sögðu af sér í gær. Eftir það hefur flóttinn úr liði forsætisráðherrans haldið áfram og eins og stendur hafa á annan tug annarra ráðherra sagt af sér og krafist þess að forsætisráðherrann segi af sér. Farið var yfir flóttann úr ríkisstjórn Borisar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Gove var ekki í hópi íhaldsmanna sem sóttu Boris heim nú undir kvöld, þar sem þau hvöttu hann til að láta af embætti. Forsætisráðherrann svaraði þeim á þann veg að hann myndi ekki segja af sér því hann stæði fram fyrir mörgum mjög mikilvægum málefnum. Samkvæmt frétt Guardian hafði ráðherrann fyrrverandi þó rætt við forsætisráðherrann fyrr í dag og sagt honum að hann nyti ekki stuðnings innan flokksins. Samkvæmt heimildum Guardian mun Gove hafa tilkynnt Johnson að hann myndi sjálfur ekki reyna að verða leiðtogi Íhaldsflokksins. Bandamenn Johnson eru þó sagðir telja að Gove væri búinn að vinna gegn forsætisráðherranum á bakvið tjöldin um nokkuð skeið. Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22 Fjöldi íhaldsmanna til viðbótar segja af sér Fimm ráðherrar hafa sagt af sér úr ríkisstjórn Borisar Johnson og fjöldi þingmanna íhaldsflokksins. Útlit er fyrir að ríkisstjórn Johnson sé að riða til falls þótt honum hafi tekist að fylla í skarð þeirra ráðherra sem sögðu af sér í gær. 6. júlí 2022 09:27 Skipar nýja ráðherra en stendur enn höllum fæti Boris Johnson, forsætisráðherra, Bretlands, skipaði í kvöld nýjan fjármálaráðherra og nýjan heilbrigðisráðherra eftir að báðir sögðu af sér í dag. Johnson er sagður eiga í miklum vandræðum innan Íhaldsflokksins og er ríkisstjórn hans sögð standa verulega höllum fæti. 5. júlí 2022 23:43 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Fjöldaflótti er hlaupinn í ráðherra og aðra embættismenn Íhaldsflokksins í Bretlandi sem vilja knýja Boris Johnson forsætisráðherra til afsagnar. Hvert hneykslismálið hafi rekið annað þar sem forsætisráðherrann hafi ítrekað verið staðinn að því að ljúga að þingi og almenningi. Nýjasta hneykslið er skipan Johnsons forsætisráðherra á Chris Pincher í embætti aðstoðarþingflokksformanns. Forsætisráðherrann viðurkenndi í gær að það hefði verið mistök skipa Pincher í embættið en Johnson hefur verið margsaga um vitnreskju sína af kvörtun þingmanns vegna kynferðislegrar áreitni Pinchers fyrir þremur árum. Sjá einnig: „Hann vissi af ásökunum en veitti honum samt stöðuhækkun“ Rishi Sunak fjármálaráðherra og Sajid Javid heilbrigðisráðherra sögðu af sér í gær. Eftir það hefur flóttinn úr liði forsætisráðherrans haldið áfram og eins og stendur hafa á annan tug annarra ráðherra sagt af sér og krafist þess að forsætisráðherrann segi af sér. Farið var yfir flóttann úr ríkisstjórn Borisar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Gove var ekki í hópi íhaldsmanna sem sóttu Boris heim nú undir kvöld, þar sem þau hvöttu hann til að láta af embætti. Forsætisráðherrann svaraði þeim á þann veg að hann myndi ekki segja af sér því hann stæði fram fyrir mörgum mjög mikilvægum málefnum. Samkvæmt frétt Guardian hafði ráðherrann fyrrverandi þó rætt við forsætisráðherrann fyrr í dag og sagt honum að hann nyti ekki stuðnings innan flokksins. Samkvæmt heimildum Guardian mun Gove hafa tilkynnt Johnson að hann myndi sjálfur ekki reyna að verða leiðtogi Íhaldsflokksins. Bandamenn Johnson eru þó sagðir telja að Gove væri búinn að vinna gegn forsætisráðherranum á bakvið tjöldin um nokkuð skeið.
Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22 Fjöldi íhaldsmanna til viðbótar segja af sér Fimm ráðherrar hafa sagt af sér úr ríkisstjórn Borisar Johnson og fjöldi þingmanna íhaldsflokksins. Útlit er fyrir að ríkisstjórn Johnson sé að riða til falls þótt honum hafi tekist að fylla í skarð þeirra ráðherra sem sögðu af sér í gær. 6. júlí 2022 09:27 Skipar nýja ráðherra en stendur enn höllum fæti Boris Johnson, forsætisráðherra, Bretlands, skipaði í kvöld nýjan fjármálaráðherra og nýjan heilbrigðisráðherra eftir að báðir sögðu af sér í dag. Johnson er sagður eiga í miklum vandræðum innan Íhaldsflokksins og er ríkisstjórn hans sögð standa verulega höllum fæti. 5. júlí 2022 23:43 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22
Fjöldi íhaldsmanna til viðbótar segja af sér Fimm ráðherrar hafa sagt af sér úr ríkisstjórn Borisar Johnson og fjöldi þingmanna íhaldsflokksins. Útlit er fyrir að ríkisstjórn Johnson sé að riða til falls þótt honum hafi tekist að fylla í skarð þeirra ráðherra sem sögðu af sér í gær. 6. júlí 2022 09:27
Skipar nýja ráðherra en stendur enn höllum fæti Boris Johnson, forsætisráðherra, Bretlands, skipaði í kvöld nýjan fjármálaráðherra og nýjan heilbrigðisráðherra eftir að báðir sögðu af sér í dag. Johnson er sagður eiga í miklum vandræðum innan Íhaldsflokksins og er ríkisstjórn hans sögð standa verulega höllum fæti. 5. júlí 2022 23:43
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent