Rússar byrjaðir að innlima hluta Úkraínu í Rússland Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2022 19:21 Rússar beita öllum hernaðarmætti sínum þessa dagana til að ná Donetsk héraði á sitt vald og hefur héraðsstjórinn þar skorað á íbúa að flýja til vesturs. Evrópusambandið býst við að Rússar skrúfi brátt alfarið fyrir gas til aðildarríkjanna. Zelesnkyy Úkraínuforseti sagði í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt að loftvarnaflautur hafi hljómað um allt landið í gærkvöldi og nótt. Rússar hafi gert árásir á bæi og borgir um alla Úkraínu eftir nokkuð hlé sem hafi skapað óróa hjá mörgum sem töldu að Rússar væru að undirbúa eitthvað stórkostlegt. Þjóðarleiðtogar hafa streymt til fundar við Zelenskyy forseta í Kænugarði frá því fljótlega eftir að innrás Rússa hófst. Forsetinn tók á móti Micheal Martin forsætisráðherra Írlands í dag.AP/Andrew Kravchenko „Fólk ætti ekki að leita að rökvísi í gerðum hryðjuverkamanna.Rússneski herinn gerir ekkert hlé. Hann hefur eitt verkefni: Að drepa fólk, að hræða fólk þannig að nokkrir dagar án þess að loftvarnaflautur gjalli virðast vera hluti af ógninni. Í kvöld mátti heyra í loftvarnaflautunum í Kænugarði og í næstum allri Úkraínu,“ sagði Zelenskyy. Eftir að Rússar náðu Luhanks héraði að fullu á sitt vald á dögunum hafa þeir beit öllum hernaðarmætti sínum að bæjum og borgum í Donetsk héraði en sameiginlega mynda þessi tvö héruð Donbas svæðið svo kallaða. Pavlo Kyrylenko héraðsstjóri í Donetsk skorar á 350 þúsund íbúa af 1,6 milljón sem enn eru í héraðinu að flýja til vesturs. Þannig verði auðveldara að ráðast gegn innrásarliðinu. Árásir Rússa séu óskipulagðar og beinist alls ekki einvörðungu gegn hernaðarlegum skotmörkum. „Heldur að því að eyðileggja borgaralega innviði og íbúðahverfi eins og gert var um helgina í Sloviansk og Kramatorsk,“ segir héraðsstjórinn. Rússar eru byrjaðir að innlima hluta Donbas svæðisins inn í Rússland með útgáfu vegabréfa þar sem fram kemur að Úkraína sé hérað í Rússlandi.AP Yfirvarp Rússa fyrir innrásinni er að þeir séu að frelsa rússneskumælandi íbúa undan stjórn nasista í Úkraínu. En í raun eru þeir að hertaka Donbas vegna þess að þar eru gífurlegar kola-, gas- og olíuauðlindir sem myndu duga til að útvega Evrópu allt það gas sem hún þarf á að halda. Innlimun Rússa á héruðunum er þegar hafin því þeir eru byrjaðir að gefa út vegabréf til íbúa Luhansk þar sem kemur fram að Úkraína sé hérað í Rússlandi. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir Evrópu verða að búa sig undir að Rússar skrúfi alfarið fyrir gasflutninga til álfunnar.AP/Jean-Francois Badias Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir sambandið búa sig undir að Rússar skúrfi bráðlega alveg fyrir gasflutninga til aðildarríkjanna. „Núna hafa tólf aðildarríki þegar orðið fyrir beinum áhrifum vegna lokunar fyrir rússneskt gas að hluta eða öllu leyti. Svo það liggur í augum uppi að Pútín heldur áfram að nota orkugjafa sem vopn,“ segir von der Leyen. Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Úkraína Rússland Tengdar fréttir Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. 6. júlí 2022 11:50 Enn hart barist í Lysychansk og fólk hvatt til að flýja Ríkisstjóri Donetsk-héraðs hefur hvatt um 350 þúsund íbúa héraðsins til að flýja í ljósi yfirvofandi rússneskrar sóknar. Hann segir enn hart barist í útjaðri Lysychansk. 6. júlí 2022 10:35 Úkraínuforseti segir ESB aðild ekki mega dragast í mörg ár Forseti Úkraínu segir aðildarferli landsins að Evrópusambandinu ekki mega taka einhver ár eða áratugi. Tuttugu og einn almennur borgari féll, þeirra á meðal tvö börn, og tæplega fjörutíu manns særðust í eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús og sumarbúðir í Odessa héraði í gærkvöldi. 1. júlí 2022 19:20 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sjá meira
Zelesnkyy Úkraínuforseti sagði í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt að loftvarnaflautur hafi hljómað um allt landið í gærkvöldi og nótt. Rússar hafi gert árásir á bæi og borgir um alla Úkraínu eftir nokkuð hlé sem hafi skapað óróa hjá mörgum sem töldu að Rússar væru að undirbúa eitthvað stórkostlegt. Þjóðarleiðtogar hafa streymt til fundar við Zelenskyy forseta í Kænugarði frá því fljótlega eftir að innrás Rússa hófst. Forsetinn tók á móti Micheal Martin forsætisráðherra Írlands í dag.AP/Andrew Kravchenko „Fólk ætti ekki að leita að rökvísi í gerðum hryðjuverkamanna.Rússneski herinn gerir ekkert hlé. Hann hefur eitt verkefni: Að drepa fólk, að hræða fólk þannig að nokkrir dagar án þess að loftvarnaflautur gjalli virðast vera hluti af ógninni. Í kvöld mátti heyra í loftvarnaflautunum í Kænugarði og í næstum allri Úkraínu,“ sagði Zelenskyy. Eftir að Rússar náðu Luhanks héraði að fullu á sitt vald á dögunum hafa þeir beit öllum hernaðarmætti sínum að bæjum og borgum í Donetsk héraði en sameiginlega mynda þessi tvö héruð Donbas svæðið svo kallaða. Pavlo Kyrylenko héraðsstjóri í Donetsk skorar á 350 þúsund íbúa af 1,6 milljón sem enn eru í héraðinu að flýja til vesturs. Þannig verði auðveldara að ráðast gegn innrásarliðinu. Árásir Rússa séu óskipulagðar og beinist alls ekki einvörðungu gegn hernaðarlegum skotmörkum. „Heldur að því að eyðileggja borgaralega innviði og íbúðahverfi eins og gert var um helgina í Sloviansk og Kramatorsk,“ segir héraðsstjórinn. Rússar eru byrjaðir að innlima hluta Donbas svæðisins inn í Rússland með útgáfu vegabréfa þar sem fram kemur að Úkraína sé hérað í Rússlandi.AP Yfirvarp Rússa fyrir innrásinni er að þeir séu að frelsa rússneskumælandi íbúa undan stjórn nasista í Úkraínu. En í raun eru þeir að hertaka Donbas vegna þess að þar eru gífurlegar kola-, gas- og olíuauðlindir sem myndu duga til að útvega Evrópu allt það gas sem hún þarf á að halda. Innlimun Rússa á héruðunum er þegar hafin því þeir eru byrjaðir að gefa út vegabréf til íbúa Luhansk þar sem kemur fram að Úkraína sé hérað í Rússlandi. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir Evrópu verða að búa sig undir að Rússar skrúfi alfarið fyrir gasflutninga til álfunnar.AP/Jean-Francois Badias Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir sambandið búa sig undir að Rússar skúrfi bráðlega alveg fyrir gasflutninga til aðildarríkjanna. „Núna hafa tólf aðildarríki þegar orðið fyrir beinum áhrifum vegna lokunar fyrir rússneskt gas að hluta eða öllu leyti. Svo það liggur í augum uppi að Pútín heldur áfram að nota orkugjafa sem vopn,“ segir von der Leyen.
Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Úkraína Rússland Tengdar fréttir Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. 6. júlí 2022 11:50 Enn hart barist í Lysychansk og fólk hvatt til að flýja Ríkisstjóri Donetsk-héraðs hefur hvatt um 350 þúsund íbúa héraðsins til að flýja í ljósi yfirvofandi rússneskrar sóknar. Hann segir enn hart barist í útjaðri Lysychansk. 6. júlí 2022 10:35 Úkraínuforseti segir ESB aðild ekki mega dragast í mörg ár Forseti Úkraínu segir aðildarferli landsins að Evrópusambandinu ekki mega taka einhver ár eða áratugi. Tuttugu og einn almennur borgari féll, þeirra á meðal tvö börn, og tæplega fjörutíu manns særðust í eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús og sumarbúðir í Odessa héraði í gærkvöldi. 1. júlí 2022 19:20 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sjá meira
Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. 6. júlí 2022 11:50
Enn hart barist í Lysychansk og fólk hvatt til að flýja Ríkisstjóri Donetsk-héraðs hefur hvatt um 350 þúsund íbúa héraðsins til að flýja í ljósi yfirvofandi rússneskrar sóknar. Hann segir enn hart barist í útjaðri Lysychansk. 6. júlí 2022 10:35
Úkraínuforseti segir ESB aðild ekki mega dragast í mörg ár Forseti Úkraínu segir aðildarferli landsins að Evrópusambandinu ekki mega taka einhver ár eða áratugi. Tuttugu og einn almennur borgari féll, þeirra á meðal tvö börn, og tæplega fjörutíu manns særðust í eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús og sumarbúðir í Odessa héraði í gærkvöldi. 1. júlí 2022 19:20