SAS óskar eftir gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2022 07:44 SAS hefur mikið verið í fréttum síðustu daga, meðal annars vegna verkfallsaðgerða flugmanna og miklum fjölda flugferða sem hefur verið aflýst. EPA Norræna flugfélagið SAS hefur leitað til dómstóla í New York í Bandaríkjunnum og óskað eftir gjaldþrotavernd þar vestra. SAS greinir frá þessu í fréttatilkynningu í morgun. Um er að ræða svokallaða „11. kafla vernd“, en í slíkum tilvikum fara eigendur áfram með fulla stjórn fyrirtækisins á meðan tilhögunin stendur. Yfirvöld fylgjast þó vel með þróun skuldamála og eiga sæti við borðið í viðræðum SAS við lánardrottna. Samtímis veitir tilhögunin vernd gegn lánardrottnum sem gætu annars farið fram á að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. SAS hefur mikið verið í fréttum síðustu daga, meðal annars vegna verkfallsaðgerða flugmanna og miklum fjölda flugferða sem hefur verið aflýst. Í frétt DR segir að reiknað sé með að ferlið taki níu til tólf mánuði, en ákvörðunin um að óska eftir gjaldþrotavernd var tekin á stjórnarfundi SAS í morgun. Verður ráðist í endurskipulagningu á rekstrinum á meðan. Stjórnarformaðurinn Carsten Dilling segir að SAS muni halda starfseminni áfram líkt og verið hefur. Ákvörðunin hafi verið tekin að vel ígrunduðu máli, enda hafi fjölmörg flugfélög, stór sem smá, nýtt sér úrræðið með góðum árangri. „Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að gjaldþrotavernd sé besti kosturinn í stöðunni,“ segir Dilling. SAS er að hluta í eigu danska og sænska ríkisins, auk einkaaðila. Fréttir af flugi Svíþjóð Danmörk Bandaríkin Tengdar fréttir Flugmenn SAS í verkfall Um níu hundruð flugmenn flugfélagsins SAS munu leggja niður störf í dag eftir að kjaraviðræður þeirra við flugfélagið sigldu í strand. 4. júlí 2022 12:02 Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Sjá meira
SAS greinir frá þessu í fréttatilkynningu í morgun. Um er að ræða svokallaða „11. kafla vernd“, en í slíkum tilvikum fara eigendur áfram með fulla stjórn fyrirtækisins á meðan tilhögunin stendur. Yfirvöld fylgjast þó vel með þróun skuldamála og eiga sæti við borðið í viðræðum SAS við lánardrottna. Samtímis veitir tilhögunin vernd gegn lánardrottnum sem gætu annars farið fram á að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. SAS hefur mikið verið í fréttum síðustu daga, meðal annars vegna verkfallsaðgerða flugmanna og miklum fjölda flugferða sem hefur verið aflýst. Í frétt DR segir að reiknað sé með að ferlið taki níu til tólf mánuði, en ákvörðunin um að óska eftir gjaldþrotavernd var tekin á stjórnarfundi SAS í morgun. Verður ráðist í endurskipulagningu á rekstrinum á meðan. Stjórnarformaðurinn Carsten Dilling segir að SAS muni halda starfseminni áfram líkt og verið hefur. Ákvörðunin hafi verið tekin að vel ígrunduðu máli, enda hafi fjölmörg flugfélög, stór sem smá, nýtt sér úrræðið með góðum árangri. „Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að gjaldþrotavernd sé besti kosturinn í stöðunni,“ segir Dilling. SAS er að hluta í eigu danska og sænska ríkisins, auk einkaaðila.
Fréttir af flugi Svíþjóð Danmörk Bandaríkin Tengdar fréttir Flugmenn SAS í verkfall Um níu hundruð flugmenn flugfélagsins SAS munu leggja niður störf í dag eftir að kjaraviðræður þeirra við flugfélagið sigldu í strand. 4. júlí 2022 12:02 Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Sjá meira
Flugmenn SAS í verkfall Um níu hundruð flugmenn flugfélagsins SAS munu leggja niður störf í dag eftir að kjaraviðræður þeirra við flugfélagið sigldu í strand. 4. júlí 2022 12:02