Sainz náði í fyrsta sigur sinn í Formúlu 1 á Silverstone eftir frábæran kappakstur Árni Jóhannsson skrifar 3. júlí 2022 16:45 Carlos Sainz að sigla heim sigrinum á Silverstone í dag. GETTY IMAGES Carlos Sainz vann Breska kappaksturinn sem fram fór á Silverstone brautinni í Englandi í dag. Þetta var fyrsti sigur Sainz í Formúlu 1 en hann náði í sinn fyrsta ráspól í gær. Kappaksturinn var fullur af dramatík og var sigurinn í mikilli hættu á tímabili. Sainz var eins og áður segir á ráspól í fyrsta sinn en þegar kappaksturinn hófst þá missti hann Max Verstappen fram úr sér en hafði heppnina með sér að endurræsa þurfti kappaksturinn. Endurræsa þurfti kappaksturinn vegna áreksturs sem varð til þess að Zhou Guanyu velti bílnum sínum og lenti fyrir utan öryggisvegg brautarinnar. Þegar áreksturinn var settur af stað aftur þá var það gert með upprunalegri röðun á ráspól þannig að Sainz endurheimti fyrsta ráspól. Það var gert vegna þess að ekki voru allir bílarnir komnir framhjá öryggisbíla línunni þegar rauða fánanum var flaggað til að stöðva áreksturinn. Mikið var um snertingu á milli bíla og skemmdir á þeim í kjölfarið og tapaði Max Verstappen stöðu sína en hann byrjaði í öðru sæti en endaði í því sjöunda að lokum. Þegar stutt var eftir þá þurfti öryggisbíllinn að koma út á brautina og það gerði það að verkum að hópurinn þéttist fyrir síðustu fimm eða sex hringina. Sergio Perez og Charles Leclerc í baráttunni í dag.GETTY IMAGES Sainz náði að halda í fyrsta sætið en sætin fyrir aftan hann breyttust heldur betur og á tímabili var Lewis Hamilton í öðru sæti og liðsfélagi Sainz, Charles Leclerc, í því þriðja en mikil barátta var um tvö síðustu verðlaunasætin. Sergio Perez á Red Bull náði þá að lauma sér í annað sætið í þeirri baráttu og endaði þar. Hamilton tók annað sætið og Leclerc þurfti að sætta sig við fjórða sætið. Gamla brýnið Fernando Alonso á Alpine bílnum náði að koma sér í fimmta sæti og gerði tilkall til efri sætanna. Charles Leclerc þurfti að lúta í lægra grasi fyrir Lewis Hamilton í baráttunni um verðlaunasæti.GETTY IMAGES Eftir Breska kappaksturinn heldur Max Verstappen efsta sæti í keppni ökuþóra, Sergio Perez er í öðru sæti og Charles Leclerc í því þriðja. Carlos Sainz er þá kominn í það fjórða. Í keppni bílasmiða er Red Bull efstir og með þokkalegt forskot á Ferrari sem er í öðru sæti og í því þriðja situr Mercedes. Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Sainz var eins og áður segir á ráspól í fyrsta sinn en þegar kappaksturinn hófst þá missti hann Max Verstappen fram úr sér en hafði heppnina með sér að endurræsa þurfti kappaksturinn. Endurræsa þurfti kappaksturinn vegna áreksturs sem varð til þess að Zhou Guanyu velti bílnum sínum og lenti fyrir utan öryggisvegg brautarinnar. Þegar áreksturinn var settur af stað aftur þá var það gert með upprunalegri röðun á ráspól þannig að Sainz endurheimti fyrsta ráspól. Það var gert vegna þess að ekki voru allir bílarnir komnir framhjá öryggisbíla línunni þegar rauða fánanum var flaggað til að stöðva áreksturinn. Mikið var um snertingu á milli bíla og skemmdir á þeim í kjölfarið og tapaði Max Verstappen stöðu sína en hann byrjaði í öðru sæti en endaði í því sjöunda að lokum. Þegar stutt var eftir þá þurfti öryggisbíllinn að koma út á brautina og það gerði það að verkum að hópurinn þéttist fyrir síðustu fimm eða sex hringina. Sergio Perez og Charles Leclerc í baráttunni í dag.GETTY IMAGES Sainz náði að halda í fyrsta sætið en sætin fyrir aftan hann breyttust heldur betur og á tímabili var Lewis Hamilton í öðru sæti og liðsfélagi Sainz, Charles Leclerc, í því þriðja en mikil barátta var um tvö síðustu verðlaunasætin. Sergio Perez á Red Bull náði þá að lauma sér í annað sætið í þeirri baráttu og endaði þar. Hamilton tók annað sætið og Leclerc þurfti að sætta sig við fjórða sætið. Gamla brýnið Fernando Alonso á Alpine bílnum náði að koma sér í fimmta sæti og gerði tilkall til efri sætanna. Charles Leclerc þurfti að lúta í lægra grasi fyrir Lewis Hamilton í baráttunni um verðlaunasæti.GETTY IMAGES Eftir Breska kappaksturinn heldur Max Verstappen efsta sæti í keppni ökuþóra, Sergio Perez er í öðru sæti og Charles Leclerc í því þriðja. Carlos Sainz er þá kominn í það fjórða. Í keppni bílasmiða er Red Bull efstir og með þokkalegt forskot á Ferrari sem er í öðru sæti og í því þriðja situr Mercedes.
Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti