Rudy Gobert skipt til Minnesota Árni Jóhansson skrifar 2. júlí 2022 14:15 Rudy Gobert skilar boltanum í körfuna gegn Boston Getty Images Félagaskiptagluggi NBA deildarinnar heldur áfram og hver leikmannaskiptin á eftir öðrum eiga sér stað þessa dagana. Í gær var tilkynnt um leikmannaskipti sem geta haft talsverð áhrif á landslagið en einn af betri varnarmönnum deildarinnar, Rudy Gobert, var þá skipt frá Utah Jazz yfir til Minnesota Timberwolves. Eins og gengur og gerist í NBA deildinni þá ganga félagaskiptin oft út á það að leikmenn fari í skiptum fyrir hvern annan til liðanna sem koma við sögu þannig að launamál og ýmislegt annað gangi upp. Vistaskipti Gobert til Timberwolves eru þar engin undantekning en fimm leikmenn og fimm valréttir í nýliðavalinu fara yfir til Úlfanna. Þar á meðal eru leikmennirnir Malik Beasley og Patrick Beverly en sá síðarnefndi hefur verið þekktur fyrir mikinn og góðan varnarleik ásamt því að hafa munninn fyrir neðan nefið. Varnarleikur Úlfanna ætti þó ekki að líða fyrir að missa Beverly til Utah en Rudy Gobert er talinn einn af betri varnarmönnum deildarinnar. Gobert hefur þrisvar sinnum verið valinn besti varnarmaður NBA deildarinnar en einungis tveir leikmenn hafa verið valdir oftar en það eru þeir Ben Wallace, sem gerði garðinn frægann með Detroit Pistons á fyrstu árum þessarar aldar og Dikembe Mutombo sem spilaði lengst af með Denver Nuggets og Atlanta Hawks. Báðir hlutu þeir nafnbótina fjórum sinnum og hafa báðir verið innlimaðir í frægðarhöll körfuknattleiksins. Dwight Howard hefur svo einnig verið valinn besti varnarmaður NBA deildarinnar þrisvar sinnum líkt og Gobert. Hjá Timberwolves eru fyrir þeir Karl-Anthony Towns, D´Angelo Russell, Anthony Edwards og Jaden McDaniels og ríkir mikil spenna hvernig Gobert passar inn með þessum leikmönnum en Towns, Edwards og Russell eru taldir mjög góðir sóknarmenn. NBA deildin hefst þann 19. október næstkomandi og verður spennandi að sjá hvaða áhrif þessi félagaskipti hafa á landslag deildarinnar. NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Sjá meira
Eins og gengur og gerist í NBA deildinni þá ganga félagaskiptin oft út á það að leikmenn fari í skiptum fyrir hvern annan til liðanna sem koma við sögu þannig að launamál og ýmislegt annað gangi upp. Vistaskipti Gobert til Timberwolves eru þar engin undantekning en fimm leikmenn og fimm valréttir í nýliðavalinu fara yfir til Úlfanna. Þar á meðal eru leikmennirnir Malik Beasley og Patrick Beverly en sá síðarnefndi hefur verið þekktur fyrir mikinn og góðan varnarleik ásamt því að hafa munninn fyrir neðan nefið. Varnarleikur Úlfanna ætti þó ekki að líða fyrir að missa Beverly til Utah en Rudy Gobert er talinn einn af betri varnarmönnum deildarinnar. Gobert hefur þrisvar sinnum verið valinn besti varnarmaður NBA deildarinnar en einungis tveir leikmenn hafa verið valdir oftar en það eru þeir Ben Wallace, sem gerði garðinn frægann með Detroit Pistons á fyrstu árum þessarar aldar og Dikembe Mutombo sem spilaði lengst af með Denver Nuggets og Atlanta Hawks. Báðir hlutu þeir nafnbótina fjórum sinnum og hafa báðir verið innlimaðir í frægðarhöll körfuknattleiksins. Dwight Howard hefur svo einnig verið valinn besti varnarmaður NBA deildarinnar þrisvar sinnum líkt og Gobert. Hjá Timberwolves eru fyrir þeir Karl-Anthony Towns, D´Angelo Russell, Anthony Edwards og Jaden McDaniels og ríkir mikil spenna hvernig Gobert passar inn með þessum leikmönnum en Towns, Edwards og Russell eru taldir mjög góðir sóknarmenn. NBA deildin hefst þann 19. október næstkomandi og verður spennandi að sjá hvaða áhrif þessi félagaskipti hafa á landslag deildarinnar.
NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Sjá meira