Nýr forsætisráðherra og enn einar kosningarnar framundan Atli Ísleifsson skrifar 1. júlí 2022 08:13 Naftali Bennett og Yair Lapid á ísraelska þinginu í gær þegar búið var að rjúfa þing og boða til kosninga. AP Yair Lapid hefur tekur við embætti forsætisráðherra Ísraels, en hann tekur við af Naftali Bennett sem gegnt hafði stöðunni í um eitt ár. Lapid er leiðtogi eins af miðjuflokkunum á ísraelska þinginu og mun hann leiða landið fram að þingkosningum sem boðaðar hafa verið 1. nóvember næstkomandi. Lapid tekur við stöðu forsætisráðherra eftir að samsteypustjórnin, sem Lapid myndaði ásamt Bennett og fleirum, riðaði til falls í síðustu viku. Þingkosningarnar í nóvember verða þær fimmtu í landinu á innan við fjórum árum. Benjamín Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sagt að hann stefni að því að setjast í forsætisráðherrastólinn á ný. BBC segir að þrátt fyrir að Lapid hafi áður sagt að hann sé hlynntur tveggja ríkja lausn í málefnum Ísraels og Palestínu þá sé ólíklegt að hann ráðist í róttækar aðgerðir í málaflokknum fram að kosningum. Hinn 58 ára Lapid, sem er fyrrverandi fréttaþulur, tók við völdum af Naftali Bennett í samræmi við samkomulag milli flokka þeirra um að þeir myndu hafa stólaskipti, en Bennett mun því gegna embætti aðstoðarforsætisráðherra fram að kosningunum. Bennett hefur sjálfur sagt að hann muni ekki bjóða sig fram í kosningunum í nóvember. Fráfarandi samsteypustjórn samanstóð af alls átta flokkum, bæði af miðjunni og vinstri og hægrivæng stjórnmálanna. Sömuleiðis var þar að finna flokk óháðra araba, en þetta var í fyrsta sinn sem flokkur araba átti aðild að ríkisstjórn Ísraels frá stofnun landsins árið 1948. Skoðanakannanir benda til að Netanjahú og flokkur hans muni í kosningunum fá flest atkvæði, en líkur eru á að erfiðlega gæti reynst fyrir Netanjahú að mynda meirihluta. Ísrael Tengdar fréttir Möguleiki á fimmtu þingkosningum í Ísrael á minna en fjórum árum Vara forsætisráðherra Ísrael, Yair Lapid tekur við af núverandi forsætisráðherra landsins, Naftali Bennett. Samkvæmt umfjöllun BBC um málið hefur stjórnarsamstarfið þar í landi hangið á bláþræði en álitsgjafar segja möguleika á þingkosningum í október. 20. júní 2022 21:03 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Lapid tekur við stöðu forsætisráðherra eftir að samsteypustjórnin, sem Lapid myndaði ásamt Bennett og fleirum, riðaði til falls í síðustu viku. Þingkosningarnar í nóvember verða þær fimmtu í landinu á innan við fjórum árum. Benjamín Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sagt að hann stefni að því að setjast í forsætisráðherrastólinn á ný. BBC segir að þrátt fyrir að Lapid hafi áður sagt að hann sé hlynntur tveggja ríkja lausn í málefnum Ísraels og Palestínu þá sé ólíklegt að hann ráðist í róttækar aðgerðir í málaflokknum fram að kosningum. Hinn 58 ára Lapid, sem er fyrrverandi fréttaþulur, tók við völdum af Naftali Bennett í samræmi við samkomulag milli flokka þeirra um að þeir myndu hafa stólaskipti, en Bennett mun því gegna embætti aðstoðarforsætisráðherra fram að kosningunum. Bennett hefur sjálfur sagt að hann muni ekki bjóða sig fram í kosningunum í nóvember. Fráfarandi samsteypustjórn samanstóð af alls átta flokkum, bæði af miðjunni og vinstri og hægrivæng stjórnmálanna. Sömuleiðis var þar að finna flokk óháðra araba, en þetta var í fyrsta sinn sem flokkur araba átti aðild að ríkisstjórn Ísraels frá stofnun landsins árið 1948. Skoðanakannanir benda til að Netanjahú og flokkur hans muni í kosningunum fá flest atkvæði, en líkur eru á að erfiðlega gæti reynst fyrir Netanjahú að mynda meirihluta.
Ísrael Tengdar fréttir Möguleiki á fimmtu þingkosningum í Ísrael á minna en fjórum árum Vara forsætisráðherra Ísrael, Yair Lapid tekur við af núverandi forsætisráðherra landsins, Naftali Bennett. Samkvæmt umfjöllun BBC um málið hefur stjórnarsamstarfið þar í landi hangið á bláþræði en álitsgjafar segja möguleika á þingkosningum í október. 20. júní 2022 21:03 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Möguleiki á fimmtu þingkosningum í Ísrael á minna en fjórum árum Vara forsætisráðherra Ísrael, Yair Lapid tekur við af núverandi forsætisráðherra landsins, Naftali Bennett. Samkvæmt umfjöllun BBC um málið hefur stjórnarsamstarfið þar í landi hangið á bláþræði en álitsgjafar segja möguleika á þingkosningum í október. 20. júní 2022 21:03