Vinkona Ásdísar Ránar á topp tíu lista FBI Bjarki Sigurðsson skrifar 30. júní 2022 23:33 Dóttir Ásdísar, Ruja Ignatova og Ásdís Rán á kynningu fyrir OneCoin. Aðsend Ruja Ignatova, stofnandi rafmyntarinnar OneCoin, hefur verið sett á topp tíu lista bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) yfir mest eftirsóttu glæpamenn heims. Ekki hefur sést til Ignatova síðan árið 2017. Ignatova stofnaði rafmyntina OneCoin árið 2014 og fékk fjölda fólks til að kaupa myntina, þrátt fyrir að hún væri hvergi til. Rafmyntir eru ekki til nema að þær séu inni á svokölluðu „blockchain“ en OneCoin var aldrei til þar. Þegar lögreglan fór að rannsaka fólkið á bak við rafmyntina árið 2017 hvarf Ignatova sporlaust. Hún hefur nú verið sett á lista FBI yfir mest eftirsóttu glæpamenn heims en hún er grunuð um að hafa svikið rúma fjóra milljarði dollara eða fjögur hundruð milljarða króna út úr fólki sem fjárfesti í myntinni. Ignatova er eina konan á lista FBI. Athafnakonan og fyrirsætan Ásdís Rán var góð vinkona Ignatova fyrir hvarfið og býr hún til að mynda enn í íbúð vinkonu sinnar í Búlgaríu. Þær kynntust í Búlgaríu þegar þáverandi eiginmaður Ásdísar, Garðar Gunnlaugsson, spilaði fótbolta fyrir CSKA Sofia. Fjallað var ítarlega um samband Ignatova og Ásdísar í hlaðvarpsþættinum Eftirmálar í apríl á þessu ári. Rætt var við Ásdísi í þættinum og segist hún þar ekki hafa heyrt frá vinkonu sinni síðan hún hvarf. Einhverjir telja þó að Ignatova hafi verið komið fyrir kattarnef en Ásdís trúir því að vinkona hennar sé enn á lífi. „Það var fullt af fólki sem hefði getað drepið hana út af því hún var það valdamikil og það miklir peningar í gangi,“ sagði Ásdís í þættinum. Bróðir Ignatova og lögmaður hennar hafa báðir verið dæmdir fyrir aðild sína að OneCoin en Ásdís, sem var nánasta vinkona Ignatova þegar hún hvarf, fékk aldrei að vita hvað var að gerast á bak við tjöldin. Bandaríska alríkislögreglan hefur heitið hverjum þeim sem veitir vísbendingu sem leiðir að handtöku Ignatova hundrað þúsund dollara sem samsvarar rúmlega þrettán milljónum króna. Ruja Ignatova hvarf sporlaust árið 2017.Bandaríska alríkislögreglan Búlgaría Rafmyntir Íslendingar erlendis Bandaríkin Tengdar fréttir Telur Ignatovu hafa flúið undan rannsóknum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist trúa því að gömul og góð vinkona hennar til margra ára, Ruja Ignatova, hafi látið sig hverfa til að sleppa við fangelsisvist á meðan rannsóknir gegn henni stæðu yfir. 22. nóvember 2019 16:53 Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamál Ein besta vinkona Ásdísar Ránar eftirlýst af FBI. 22. nóvember 2019 10:28 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira
Ignatova stofnaði rafmyntina OneCoin árið 2014 og fékk fjölda fólks til að kaupa myntina, þrátt fyrir að hún væri hvergi til. Rafmyntir eru ekki til nema að þær séu inni á svokölluðu „blockchain“ en OneCoin var aldrei til þar. Þegar lögreglan fór að rannsaka fólkið á bak við rafmyntina árið 2017 hvarf Ignatova sporlaust. Hún hefur nú verið sett á lista FBI yfir mest eftirsóttu glæpamenn heims en hún er grunuð um að hafa svikið rúma fjóra milljarði dollara eða fjögur hundruð milljarða króna út úr fólki sem fjárfesti í myntinni. Ignatova er eina konan á lista FBI. Athafnakonan og fyrirsætan Ásdís Rán var góð vinkona Ignatova fyrir hvarfið og býr hún til að mynda enn í íbúð vinkonu sinnar í Búlgaríu. Þær kynntust í Búlgaríu þegar þáverandi eiginmaður Ásdísar, Garðar Gunnlaugsson, spilaði fótbolta fyrir CSKA Sofia. Fjallað var ítarlega um samband Ignatova og Ásdísar í hlaðvarpsþættinum Eftirmálar í apríl á þessu ári. Rætt var við Ásdísi í þættinum og segist hún þar ekki hafa heyrt frá vinkonu sinni síðan hún hvarf. Einhverjir telja þó að Ignatova hafi verið komið fyrir kattarnef en Ásdís trúir því að vinkona hennar sé enn á lífi. „Það var fullt af fólki sem hefði getað drepið hana út af því hún var það valdamikil og það miklir peningar í gangi,“ sagði Ásdís í þættinum. Bróðir Ignatova og lögmaður hennar hafa báðir verið dæmdir fyrir aðild sína að OneCoin en Ásdís, sem var nánasta vinkona Ignatova þegar hún hvarf, fékk aldrei að vita hvað var að gerast á bak við tjöldin. Bandaríska alríkislögreglan hefur heitið hverjum þeim sem veitir vísbendingu sem leiðir að handtöku Ignatova hundrað þúsund dollara sem samsvarar rúmlega þrettán milljónum króna. Ruja Ignatova hvarf sporlaust árið 2017.Bandaríska alríkislögreglan
Búlgaría Rafmyntir Íslendingar erlendis Bandaríkin Tengdar fréttir Telur Ignatovu hafa flúið undan rannsóknum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist trúa því að gömul og góð vinkona hennar til margra ára, Ruja Ignatova, hafi látið sig hverfa til að sleppa við fangelsisvist á meðan rannsóknir gegn henni stæðu yfir. 22. nóvember 2019 16:53 Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamál Ein besta vinkona Ásdísar Ránar eftirlýst af FBI. 22. nóvember 2019 10:28 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira
Telur Ignatovu hafa flúið undan rannsóknum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist trúa því að gömul og góð vinkona hennar til margra ára, Ruja Ignatova, hafi látið sig hverfa til að sleppa við fangelsisvist á meðan rannsóknir gegn henni stæðu yfir. 22. nóvember 2019 16:53
Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamál Ein besta vinkona Ásdísar Ránar eftirlýst af FBI. 22. nóvember 2019 10:28