Vaktin: Pútín hafnar því að Rússar haldi úkraínskum flutningaskipum föstum Hólmfríður Gísladóttir, Tryggvi Páll Tryggvason og Magnús Jochum Pálsson skrifa 30. júní 2022 08:57 Vladímír Pútín Rússlandsforseti og Joko Widodo, forseti Indónesíu, funduðu saman í Moskvu í dag. Contributor/Getty Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafnar því að Rússar haldi flutningaskipum föstum í úkraínskum höfnum. Einnig gerði hann lítið úr áhrifum kornskorts á heimsmarkað og sagði refsiaðgerðir Vesturlanda valda hækkandi matarverði. Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir Rússa munu gjalda líku líkt ef Atlantshafsbandalagið kemur upp hernaðarinnviðum í Finnlandi og/eða Svíþjóð eftir að ríkin hafa fengið aðild að bandalaginu. Rússneskir miðlar hafa eftir Pútín að hann geti ekki útilokað að spenna muni skapast í samskiptum Rússa og stjórnvalda í Helsinki og Stokkhólmi í kjölfar inngöngu þeirra í Nató. „Við eigum ekki í vandamálum með Svíþjóð og Finnland eins og við eigum í með Úkraínu,“ sagði forsetinn á blaðamannafundi í Túrkmenistan. Hann sagðist ekki eiga í erjum um landsvæði við Svía og Finna líkt og Úkraínumenn. Pútín sagði Norðurlöndunum í sjálfsvald sett að ganga í Nató en ef viðbúnaður yrði aukinn í ríkjunum í kjölfarið, myndu Rússar svara í sömu mynt og auka viðbúnað sinn til samræmis. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir nýtt járntjald vera að myndast milli Rússlands og Vestursins. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafnar því að Rússar haldi flutningaskipum föstum í úkraínskum höfnum og segir þau föst vegna sprengja sem Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur greint frá því að diplómatískum tengslum Úkraínu og Sýrlands hafi verið slitið eftir að stjórnvöld í Sýrlandi viðurkenndu sjálfstæði Donetsk og Luhansk. Borgin Lysychansk í Luhansk sætir stöðugum árásum Rússa. Unnið er að því að flytja íbúa frá borginni, á sama tíma og Rússar freista þess að umkringja hana. Úkraínumenn segja Rússa hafa hörfað frá Snákaeyju. Liz Truss, utanríkisráðherra Breta, segir raunhæft að ætla að Úkraínumenn geti hrakið Rússa alfarið frá landinu. Allt hernám Rússa sé fullkomlega ólöglegt. Embættismenn segja mögulegt að Kalíngrad verði undanþegið refsiaðgerðum bandamanna, þannig að flutningar þangað um Litháen gætu hafist aftur innan tíðar.
Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir Rússa munu gjalda líku líkt ef Atlantshafsbandalagið kemur upp hernaðarinnviðum í Finnlandi og/eða Svíþjóð eftir að ríkin hafa fengið aðild að bandalaginu. Rússneskir miðlar hafa eftir Pútín að hann geti ekki útilokað að spenna muni skapast í samskiptum Rússa og stjórnvalda í Helsinki og Stokkhólmi í kjölfar inngöngu þeirra í Nató. „Við eigum ekki í vandamálum með Svíþjóð og Finnland eins og við eigum í með Úkraínu,“ sagði forsetinn á blaðamannafundi í Túrkmenistan. Hann sagðist ekki eiga í erjum um landsvæði við Svía og Finna líkt og Úkraínumenn. Pútín sagði Norðurlöndunum í sjálfsvald sett að ganga í Nató en ef viðbúnaður yrði aukinn í ríkjunum í kjölfarið, myndu Rússar svara í sömu mynt og auka viðbúnað sinn til samræmis. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir nýtt járntjald vera að myndast milli Rússlands og Vestursins. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafnar því að Rússar haldi flutningaskipum föstum í úkraínskum höfnum og segir þau föst vegna sprengja sem Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur greint frá því að diplómatískum tengslum Úkraínu og Sýrlands hafi verið slitið eftir að stjórnvöld í Sýrlandi viðurkenndu sjálfstæði Donetsk og Luhansk. Borgin Lysychansk í Luhansk sætir stöðugum árásum Rússa. Unnið er að því að flytja íbúa frá borginni, á sama tíma og Rússar freista þess að umkringja hana. Úkraínumenn segja Rússa hafa hörfað frá Snákaeyju. Liz Truss, utanríkisráðherra Breta, segir raunhæft að ætla að Úkraínumenn geti hrakið Rússa alfarið frá landinu. Allt hernám Rússa sé fullkomlega ólöglegt. Embættismenn segja mögulegt að Kalíngrad verði undanþegið refsiaðgerðum bandamanna, þannig að flutningar þangað um Litháen gætu hafist aftur innan tíðar.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira