Erfitt að útskýra fyrir börnunum hatrið sem drífur menn til að drepa fólk Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2022 19:57 Dagný býr í Fredrikstad, um hundrað kílómetra suður af Osló, ásamt eiginkonu sinni og tveimur dætrum. Aðsend Samkynhneigð kona segir árás á hinsegin-skemmtistað í miðborg Óslóar vera árás á allt hinsegin samfélagið. Erfitt hafi verið að útskýra fyrir börnum hennar að einhver hataði hana svo mikið, fyrir það eitt að vera samkynhneigð, að hann væri tilbúinn til að drepa fólk. Þúsundir söfnuðust saman við ráðhús Oslóborgar í gær til að mótmæla ofbeldi gegn hinsegin fólki og minnast þeirra sem létust í skotárás á skemmtistaðinn London Pub á laugardag. Tveir létust í árásinni og tuttugu og einn særðist. Til stóð að árleg Gleðiganga færi fram í borginni á laugardag en hún var blásin af að ósk lögreglu. Engu að síður gengu þúsundir manna í sjálfsprottinni göngu. Skipuleggjendur ætluðu einnig að hafa göngu í gær en hættu við vegna áskorana lögreglu en engu að síður komu þúsundir saman við ráðhúsið. Dagný býr í Fredrikstad, um hundrað kílómetra suður af Osló, ásamt eiginkonu sinni og tveimur dætrum. Hún segir það hafa snortið sig að sjá fólk safnast saman í gær. „Það er bara æðislegt. Þetta er gert í fleiri bæjum í Noregi. Það var líka í Sarpsborg og verður á morgun í Fredrikstad. Við ætlum að fara á morgun og ganga, til að sýna að Noregur er gott land og við treystum á það. En því miður gerast svona hlutir.“ Hinsegin samfélagið í Noregi hefur tekið höndum saman eftir árásina, minnst þeirra sem létust í árásinni og fordæmt ofbeldi gagnvart hinsegin fólki.EPA-EFE/Martin Solhaug Standal Skiljanlega hefði lögregla viljað koma í veg fyrir að fólk safnaðist saman af ótta við frekari ódæði. „En við megum ekkert gefast upp. Við verðum að vera sýnileg.“ Dagný segir það hafa verið erfitt að útskýra árásina fyrir dætrum hennar. „Að það er einhver manneskja sem hatar okkur svo mikið að hún fer að skjóta bara einhvern. Bara því hann er á móti þér. Þetta þurfti ég að útskýra fyrir börnunum mínum. Það er hræðilegt.“ Hinsegin Noregur Málefni trans fólks Íslendingar erlendis Skotárás við London Pub í Osló Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira
Þúsundir söfnuðust saman við ráðhús Oslóborgar í gær til að mótmæla ofbeldi gegn hinsegin fólki og minnast þeirra sem létust í skotárás á skemmtistaðinn London Pub á laugardag. Tveir létust í árásinni og tuttugu og einn særðist. Til stóð að árleg Gleðiganga færi fram í borginni á laugardag en hún var blásin af að ósk lögreglu. Engu að síður gengu þúsundir manna í sjálfsprottinni göngu. Skipuleggjendur ætluðu einnig að hafa göngu í gær en hættu við vegna áskorana lögreglu en engu að síður komu þúsundir saman við ráðhúsið. Dagný býr í Fredrikstad, um hundrað kílómetra suður af Osló, ásamt eiginkonu sinni og tveimur dætrum. Hún segir það hafa snortið sig að sjá fólk safnast saman í gær. „Það er bara æðislegt. Þetta er gert í fleiri bæjum í Noregi. Það var líka í Sarpsborg og verður á morgun í Fredrikstad. Við ætlum að fara á morgun og ganga, til að sýna að Noregur er gott land og við treystum á það. En því miður gerast svona hlutir.“ Hinsegin samfélagið í Noregi hefur tekið höndum saman eftir árásina, minnst þeirra sem létust í árásinni og fordæmt ofbeldi gagnvart hinsegin fólki.EPA-EFE/Martin Solhaug Standal Skiljanlega hefði lögregla viljað koma í veg fyrir að fólk safnaðist saman af ótta við frekari ódæði. „En við megum ekkert gefast upp. Við verðum að vera sýnileg.“ Dagný segir það hafa verið erfitt að útskýra árásina fyrir dætrum hennar. „Að það er einhver manneskja sem hatar okkur svo mikið að hún fer að skjóta bara einhvern. Bara því hann er á móti þér. Þetta þurfti ég að útskýra fyrir börnunum mínum. Það er hræðilegt.“
Hinsegin Noregur Málefni trans fólks Íslendingar erlendis Skotárás við London Pub í Osló Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira