Griner gæti átt yfir höfði sér tíu ár í fangelsi verði hún sakfelld fyrir ásakanir um eiturlyfjasmygl. Dagsetning réttarhaldanna hefur enn ekki verið tilkynnt en tilkynningar er að vænta á næstunni. Þá verður Griner í gæsluvarðhaldi fram yfir 2. júlí að minnsta kosti.
Undirbúningsyfirheyrslan í dag var haldin fyrir luktum í Khimki-úthverfi í Moskvu og tók á réttarfarslegum atriðum, segir í frétt AP um málið.
Skipti milli Rússlands og Bandaríkjanna möguleg
Handtaka Griner kom á afar óheppilegum tíma, aðeins viku fyrir innrás Rússa inn í Úkraínu. Það var ekki til að auka á þegar erfið samskipti milli ríkjanna tveggja.

Stuðningsmenn Griner hafa talað fyrir skiptum á föngum, rétt eins og var gert í apríl þegar bandaríski hermaðurinn Trevor Reed var sendur aftur til Bandaríkjann í skiptum fyrir rússneskan flugmanninn Konstantin Yaroshenko.
Rússneskir miðlar hafa ítrekað bent á þann möguleika að Griner verði skipt fyrir rússneska vopnasalann Viktor Bout sem gengur undir viðurnefninu „Sölumaður dauðans“ og var dæmdur til 25 ára fangelsisvistunar fyrir samsæri um að drepa bandaríska þegna og aðstoða hryjuverkasamtök.
Einnig hefur sá möguleiki verið nefndur að henni verði skipt ásamt Paul Whelan, fyrrverandi sjóliða sem var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir njósnir, fyrir Bout. Í öllu falli verið fyrst að Griner sakfella Griner áður en henni verði mögulega skipt fyrir einhvern.