Körfuboltastjarna fór fyrir dómara í Rússlandi í dag Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júní 2022 14:17 Brittney Grine, körfuboltakonu og Ólympíuverðlaunahafa, fylgt inn í réttarsal í dag. AP/Alexander Zemlianichenko Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner fór fyrir dómara í undirbúningsyfirheyrslu í Rússlandi í dag. Griner var handtekinn fyrir rúmlega fjórum mánuðum á Sheremetyevo-flugvelli í Moskvu fyrir vörslu á kannabis þegar það fannst hassolía í rafrettu hennar. Griner gæti átt yfir höfði sér tíu ár í fangelsi verði hún sakfelld fyrir ásakanir um eiturlyfjasmygl. Dagsetning réttarhaldanna hefur enn ekki verið tilkynnt en tilkynningar er að vænta á næstunni. Þá verður Griner í gæsluvarðhaldi fram yfir 2. júlí að minnsta kosti. Undirbúningsyfirheyrslan í dag var haldin fyrir luktum í Khimki-úthverfi í Moskvu og tók á réttarfarslegum atriðum, segir í frétt AP um málið. Skipti milli Rússlands og Bandaríkjanna möguleg Handtaka Griner kom á afar óheppilegum tíma, aðeins viku fyrir innrás Rússa inn í Úkraínu. Það var ekki til að auka á þegar erfið samskipti milli ríkjanna tveggja. Griner var undrandi á svip þegar ljósmyndari náði mynd af henni á leið inn í réttarsalinn.AP/Alexander Zemlianichenko Stuðningsmenn Griner hafa talað fyrir skiptum á föngum, rétt eins og var gert í apríl þegar bandaríski hermaðurinn Trevor Reed var sendur aftur til Bandaríkjann í skiptum fyrir rússneskan flugmanninn Konstantin Yaroshenko. Rússneskir miðlar hafa ítrekað bent á þann möguleika að Griner verði skipt fyrir rússneska vopnasalann Viktor Bout sem gengur undir viðurnefninu „Sölumaður dauðans“ og var dæmdur til 25 ára fangelsisvistunar fyrir samsæri um að drepa bandaríska þegna og aðstoða hryjuverkasamtök. Einnig hefur sá möguleiki verið nefndur að henni verði skipt ásamt Paul Whelan, fyrrverandi sjóliða sem var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir njósnir, fyrir Bout. Í öllu falli verið fyrst að Griner sakfella Griner áður en henni verði mögulega skipt fyrir einhvern. Rússland Bandaríkin Körfubolti Mál Brittney Griner Tengdar fréttir Dúsir í rússnesku fangelsi fram yfir mánaðarmót Brittney Griner, ein skærasta stjarna WNBA-deildarinnar í Bandaríkjunum hefur verið í haldi rússneskra yfirvalda frá því í febrúar á þessu ári. Fjölmiðlar þar í landi hafa gefið út að hún verði það áfram, fram yfir mánaðarmót hið minnsta. 15. júní 2022 16:31 Rússar vilja skipta á körfuboltakonunni og Kaupmanni dauðans Ein besta körfuboltakona heims, Brittney Griner, er enn í haldi Rússa sem framlengdu gæsluvarðhald hennar um heilan mánuð fyrir helgi. 16. maí 2022 08:00 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Sjá meira
Griner gæti átt yfir höfði sér tíu ár í fangelsi verði hún sakfelld fyrir ásakanir um eiturlyfjasmygl. Dagsetning réttarhaldanna hefur enn ekki verið tilkynnt en tilkynningar er að vænta á næstunni. Þá verður Griner í gæsluvarðhaldi fram yfir 2. júlí að minnsta kosti. Undirbúningsyfirheyrslan í dag var haldin fyrir luktum í Khimki-úthverfi í Moskvu og tók á réttarfarslegum atriðum, segir í frétt AP um málið. Skipti milli Rússlands og Bandaríkjanna möguleg Handtaka Griner kom á afar óheppilegum tíma, aðeins viku fyrir innrás Rússa inn í Úkraínu. Það var ekki til að auka á þegar erfið samskipti milli ríkjanna tveggja. Griner var undrandi á svip þegar ljósmyndari náði mynd af henni á leið inn í réttarsalinn.AP/Alexander Zemlianichenko Stuðningsmenn Griner hafa talað fyrir skiptum á föngum, rétt eins og var gert í apríl þegar bandaríski hermaðurinn Trevor Reed var sendur aftur til Bandaríkjann í skiptum fyrir rússneskan flugmanninn Konstantin Yaroshenko. Rússneskir miðlar hafa ítrekað bent á þann möguleika að Griner verði skipt fyrir rússneska vopnasalann Viktor Bout sem gengur undir viðurnefninu „Sölumaður dauðans“ og var dæmdur til 25 ára fangelsisvistunar fyrir samsæri um að drepa bandaríska þegna og aðstoða hryjuverkasamtök. Einnig hefur sá möguleiki verið nefndur að henni verði skipt ásamt Paul Whelan, fyrrverandi sjóliða sem var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir njósnir, fyrir Bout. Í öllu falli verið fyrst að Griner sakfella Griner áður en henni verði mögulega skipt fyrir einhvern.
Rússland Bandaríkin Körfubolti Mál Brittney Griner Tengdar fréttir Dúsir í rússnesku fangelsi fram yfir mánaðarmót Brittney Griner, ein skærasta stjarna WNBA-deildarinnar í Bandaríkjunum hefur verið í haldi rússneskra yfirvalda frá því í febrúar á þessu ári. Fjölmiðlar þar í landi hafa gefið út að hún verði það áfram, fram yfir mánaðarmót hið minnsta. 15. júní 2022 16:31 Rússar vilja skipta á körfuboltakonunni og Kaupmanni dauðans Ein besta körfuboltakona heims, Brittney Griner, er enn í haldi Rússa sem framlengdu gæsluvarðhald hennar um heilan mánuð fyrir helgi. 16. maí 2022 08:00 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Sjá meira
Dúsir í rússnesku fangelsi fram yfir mánaðarmót Brittney Griner, ein skærasta stjarna WNBA-deildarinnar í Bandaríkjunum hefur verið í haldi rússneskra yfirvalda frá því í febrúar á þessu ári. Fjölmiðlar þar í landi hafa gefið út að hún verði það áfram, fram yfir mánaðarmót hið minnsta. 15. júní 2022 16:31
Rússar vilja skipta á körfuboltakonunni og Kaupmanni dauðans Ein besta körfuboltakona heims, Brittney Griner, er enn í haldi Rússa sem framlengdu gæsluvarðhald hennar um heilan mánuð fyrir helgi. 16. maí 2022 08:00