Herða reglur um rafskútur sem sagðar eru gera Róm að villta vestrinu Árni Sæberg skrifar 25. júní 2022 14:54 Rómverjar og aðkomumenn aka margir fram hjá spænsku tröppunum á leigðum rafskútum. Gennaro Leonardi/Getty Borgaryfirvöld í Róm á Ítalíu ætla að herða reglur um notkun rafskúta, hámarkshraði verður lækkaður og notkun verður bönnuð börnum. Líkt og svo víða annars staðar er rafskútuleigumarkaður sístækkandi í Róm, höfuðborg Ítalíu. Þar eru nú 14.500 rafskútur frá sjö mismunandi leigum til leigu. Það er ekki bara tekið út með sældinni að hafa aðgang að svo mörgum rafskútum en sautján manns hafa látist á Ítalíu á síðustu tveimur árum í slysum tengdum rafskútum, að sögn neytendasamtakanna Codacons. „Þetta er villta vestrið þar sem rafskúturnar eru þar sem þær ættu ekki að vera, oft með tvo um borð og yfir hámarkshraða,“ hefur The Guardian eftir formanni þeirra, Carlo Rienzi. Lögreglan í Róm fær fimmtán mál á mánuði inn á borð til sín þar sem slys verða á fólki af völdum rafskútunotkunar, að sögn AFP. Samkvæmt nýjum reglum sem lagðar hafa verið til í borgarstjórn verður aðeins fullorðnum sem geta framvísað skilríkjum leyft að taka rafskútur á leigu, rafskútuleigum fækkað í þrjár og hámarkshraði lækkaður í tuttugu kílómetra á klukkustund á götum og í sex kílómetra á klukkustund á gangstéttum. Nýjar reglur falla misvel í kramið hjá Rómverjum en notendur rafskúta kvarta margir sáran yfir lækkuðum hámarkshraða á meðan aðrir fagna. „Þeir svína fyrir mann. Þeir taka fram úr bæði hægra og vinstra megin, þeir festast fyrir framan okkur og eiga á hættu að kremjast,“ segir strætóbílstjórinn Paulo Facioni í samtali við The Guardian. Hann fagnar tilkomu hertra reglna um rafskútur. Rafhlaupahjól Ítalía Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Líkt og svo víða annars staðar er rafskútuleigumarkaður sístækkandi í Róm, höfuðborg Ítalíu. Þar eru nú 14.500 rafskútur frá sjö mismunandi leigum til leigu. Það er ekki bara tekið út með sældinni að hafa aðgang að svo mörgum rafskútum en sautján manns hafa látist á Ítalíu á síðustu tveimur árum í slysum tengdum rafskútum, að sögn neytendasamtakanna Codacons. „Þetta er villta vestrið þar sem rafskúturnar eru þar sem þær ættu ekki að vera, oft með tvo um borð og yfir hámarkshraða,“ hefur The Guardian eftir formanni þeirra, Carlo Rienzi. Lögreglan í Róm fær fimmtán mál á mánuði inn á borð til sín þar sem slys verða á fólki af völdum rafskútunotkunar, að sögn AFP. Samkvæmt nýjum reglum sem lagðar hafa verið til í borgarstjórn verður aðeins fullorðnum sem geta framvísað skilríkjum leyft að taka rafskútur á leigu, rafskútuleigum fækkað í þrjár og hámarkshraði lækkaður í tuttugu kílómetra á klukkustund á götum og í sex kílómetra á klukkustund á gangstéttum. Nýjar reglur falla misvel í kramið hjá Rómverjum en notendur rafskúta kvarta margir sáran yfir lækkuðum hámarkshraða á meðan aðrir fagna. „Þeir svína fyrir mann. Þeir taka fram úr bæði hægra og vinstra megin, þeir festast fyrir framan okkur og eiga á hættu að kremjast,“ segir strætóbílstjórinn Paulo Facioni í samtali við The Guardian. Hann fagnar tilkomu hertra reglna um rafskútur.
Rafhlaupahjól Ítalía Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira