Telja árásina hryðjuverk íslamista Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2022 13:44 Fólk safnaðist saman til að sýna samstöðu eftir skotárásina fyrir utan bar hinsegin fólks í Osló í nótt. Vísir/EPA Norska leyniþjónustan PST lítur á skotárás sem kostaði tvö mannslíf í miðborg Oslóar í nótt sem hryðjuverk öfgafulls íslamista. Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkahættu var hækkað í kjölfar árásarinnar. Fjörutíu og tveggja ára gamall karlmaður er í haldi lögreglu vegna skotárásarinnar sem hófst fyrir utan skemmtistað sem er vinsæll á meðal samkynhneigðra í Osló í nótt. Hann skaut tvo til bana og særði tíu til viðbótar. Fórnarlömbin tvö eru sögð karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri. Maðurinn er sagður norskur ríkisborgari en að hann hafi komið sem flóttamaður til Noregs frá kúrdíska hluta Írans þegar hann var barn að aldri. Hann hefur áður hlotið refsidóma fyrir líkamsárás og fíkniefnabrot. Á blaðamannafundi í dag sagði Roger Berg, yfirmaður PST, að stofnunin hafi vitað af manninum frá árinu 2015. Óttast hafi verið að hann hefði hneigst að öfgahyggju og tengst neti öfgatrúaðra íslamista í Noregi. Fulltrúar PST hafi rætt við manninn í maí en hann hafi ekki verið talinn líklegur til að beita ofbeldi, að því er segir í frétt NRK. Leyniþjónustan rannsakar nú hvort að árásin í nótt hafi átt sér hugmyndafræðilegar rætur og hvort að hún tengist einhverjum samtökum öfgamanna. Berg segir norska blaðinu VG að árásarmaðurinn hafi stutt málstað hryðjuverkasamtakanna Ríki íslams. Viðbúnaðar vegna hryðjuverka var færður upp á fimmta og efsta stig vegna árásarinnar. Byrjað var að yfirheyra árásarmanninn nú um miðjan dag. Lögmaður hans segist búast við því að hann verði látinn gangast undir geðrannsókn. Lögreglan í Osló sagði í morgun að ein tilgáta sé að maðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða. Áfrýjunardómstóll sem sýknaði manninn af ákæru vegna stunguárásar árið 2000 vísaði til augljósra geðrænna vandamála hans. Gleðigöngu sem átti að fara fram í Osló í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar í nótt, að ráðlegginum lögreglu. Noregur Hinsegin Skotárás við London Pub í Osló Tengdar fréttir Vaknaði við þyrlur í Osló í nótt: „Mikill óhugur í fólki“ Íslendingur í Osló segir mikinn óhug í fólki eftir skotárás sem gerð var á hinsegin skemmtistað þar í nótt. Hann man ekki eftir öðru eins síðan að hryðjuverkaárásin í Útey og Osló var framin árið 2011 þar sem 69 létu lífið. 25. júní 2022 13:31 Rannsaka skotárásina í Osló sem mögulegt hryðjuverk Norska lögreglan segist rannsaka hvort að mannskæð skotárás við skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Oslóar í nótt hafi verið hryðjuverkaárás. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar. 25. júní 2022 07:50 Árásarmaðurinn áður komist í kast við lögin Karlmaður á fimmtugsaldri sem er sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk með skotárás í miðborg Oslóar í nótt hefur ítrekað komist í kast við lögin. Tilgáta lögreglu er að hann hafi verið knúinn áfram af hatri. 25. júní 2022 10:16 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira
Fjörutíu og tveggja ára gamall karlmaður er í haldi lögreglu vegna skotárásarinnar sem hófst fyrir utan skemmtistað sem er vinsæll á meðal samkynhneigðra í Osló í nótt. Hann skaut tvo til bana og særði tíu til viðbótar. Fórnarlömbin tvö eru sögð karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri. Maðurinn er sagður norskur ríkisborgari en að hann hafi komið sem flóttamaður til Noregs frá kúrdíska hluta Írans þegar hann var barn að aldri. Hann hefur áður hlotið refsidóma fyrir líkamsárás og fíkniefnabrot. Á blaðamannafundi í dag sagði Roger Berg, yfirmaður PST, að stofnunin hafi vitað af manninum frá árinu 2015. Óttast hafi verið að hann hefði hneigst að öfgahyggju og tengst neti öfgatrúaðra íslamista í Noregi. Fulltrúar PST hafi rætt við manninn í maí en hann hafi ekki verið talinn líklegur til að beita ofbeldi, að því er segir í frétt NRK. Leyniþjónustan rannsakar nú hvort að árásin í nótt hafi átt sér hugmyndafræðilegar rætur og hvort að hún tengist einhverjum samtökum öfgamanna. Berg segir norska blaðinu VG að árásarmaðurinn hafi stutt málstað hryðjuverkasamtakanna Ríki íslams. Viðbúnaðar vegna hryðjuverka var færður upp á fimmta og efsta stig vegna árásarinnar. Byrjað var að yfirheyra árásarmanninn nú um miðjan dag. Lögmaður hans segist búast við því að hann verði látinn gangast undir geðrannsókn. Lögreglan í Osló sagði í morgun að ein tilgáta sé að maðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða. Áfrýjunardómstóll sem sýknaði manninn af ákæru vegna stunguárásar árið 2000 vísaði til augljósra geðrænna vandamála hans. Gleðigöngu sem átti að fara fram í Osló í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar í nótt, að ráðlegginum lögreglu.
Noregur Hinsegin Skotárás við London Pub í Osló Tengdar fréttir Vaknaði við þyrlur í Osló í nótt: „Mikill óhugur í fólki“ Íslendingur í Osló segir mikinn óhug í fólki eftir skotárás sem gerð var á hinsegin skemmtistað þar í nótt. Hann man ekki eftir öðru eins síðan að hryðjuverkaárásin í Útey og Osló var framin árið 2011 þar sem 69 létu lífið. 25. júní 2022 13:31 Rannsaka skotárásina í Osló sem mögulegt hryðjuverk Norska lögreglan segist rannsaka hvort að mannskæð skotárás við skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Oslóar í nótt hafi verið hryðjuverkaárás. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar. 25. júní 2022 07:50 Árásarmaðurinn áður komist í kast við lögin Karlmaður á fimmtugsaldri sem er sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk með skotárás í miðborg Oslóar í nótt hefur ítrekað komist í kast við lögin. Tilgáta lögreglu er að hann hafi verið knúinn áfram af hatri. 25. júní 2022 10:16 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira
Vaknaði við þyrlur í Osló í nótt: „Mikill óhugur í fólki“ Íslendingur í Osló segir mikinn óhug í fólki eftir skotárás sem gerð var á hinsegin skemmtistað þar í nótt. Hann man ekki eftir öðru eins síðan að hryðjuverkaárásin í Útey og Osló var framin árið 2011 þar sem 69 létu lífið. 25. júní 2022 13:31
Rannsaka skotárásina í Osló sem mögulegt hryðjuverk Norska lögreglan segist rannsaka hvort að mannskæð skotárás við skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Oslóar í nótt hafi verið hryðjuverkaárás. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar. 25. júní 2022 07:50
Árásarmaðurinn áður komist í kast við lögin Karlmaður á fimmtugsaldri sem er sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk með skotárás í miðborg Oslóar í nótt hefur ítrekað komist í kast við lögin. Tilgáta lögreglu er að hann hafi verið knúinn áfram af hatri. 25. júní 2022 10:16