Árásarmaðurinn áður komist í kast við lögin Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2022 10:16 Blóm og fáni í litum hinsegin fólks á vettvangi skotárasarinnar í Osló í morgun. AP/Mosvold Larsen/NTB Karlmaður á fimmtugsaldri sem er sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk með skotárás í miðborg Oslóar í nótt hefur ítrekað komist í kast við lögin. Tilgáta lögreglu er að hann hafi verið knúinn áfram af hatri. Tveir voru skotnir til bana og tíu særðir í skotárásinni sem hófst fyrir utan skemmtistað sem er vinsæll á meðal hinsegin fólks. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi. Norska blaðið VG segir að maðurinn sé 42 ára gamall norskur ríkisborgari sem kom til Noregs sem flóttamaður frá kúrdíska hluta Írans þegar hann var barn að aldri. Á blaðamannafundi um skotárásina í morgun sagði Christian Hatlo frá lögreglunni í Osló, að árásarmaðurinn hafi hlotið sakadóma fyrir tiltölulega minniháttar glæpi, þar á meðal fyrir vörslu fíkniefna árið 2016. Brotið hafi þó verið framið tæpum áratugi fyrr. Hann var fyrst dæmdur fyrir aðild að stunguárás á skólaballi á næturklúbbi í Osló árið 1999. Hlaut hann tíu mánaða fangelsisdóm en hann var þá enn á framhaldsskólalaldri. Áfrýjunardómstóll sýknaði hann ári síðar þar sem ekki var talið sannað að hann hefði haldið á hnífnum sem var notaður. Hann var þó dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás. Áfrýjunardómstóllinn tók tillit til ungs aldurs hans og „augljósra geðrænna vandamála“. Fyrir þremur árum var maðurinn handtekinn vegna gruns um tilraun til manndráps, ólöglegs skotvopnaburðs og að ganga með hníf á almannafæri. Honum var sleppt eftir aðeins nokkra daga þvert á vilja ákæruvaldsins. Áfrýjunardómstóll taldi grun lögreglu ekki nógu vel rökstuddan. Sterkur grunur um hatursglæp Árásarmaðurinn hefur einni sinni breytt um nafn og hefur verið á örorkubótum frá árinu 2013. Lögreglan sagði á fundinum í morgun að ein tilgátan væri að geðrænt ástand hans gæti skýrt árásina. Rannsókn á því væri þó skammt á veg komin. Hins vegar teldi lögreglan nokkuð sterkan grundvöll fyrir þeirri tilgátu að um hatursglæp hafi verið að ræða þar sem árásin var framin við skemmtistað sem er þekktur fyrir að vera vinsæll á meðal samkynhneigðra. „Heildarmat okkar er að það sé ástæða til að telja að hann hafi viljað valda alvarlegum ótta í samfélaginu,“ sagði Hatlo, að því er AP-fréttastofan hefur eftir honum. Gleðigangan í Osló átti að fara fram í dag en skipuleggjendur hennar aflýstu henni og tengdum viðburðum að ráðleggingum lögreglunnar. Norska sjónvarpsstöðin TV2 sýndi myndband af óttaslegnu fólki hlaupa um götu miðborgarinnar á meðan skothvellir heyrðust í bakgrunni. Lögreglan lagði hald á tvö skotvopn. Hatlo sagði að skotvopnin væru ekki nútímaleg en fór ekki út í frekari smáatriði um þau. Skotárás við London Pub í Osló Noregur Hinsegin Tengdar fréttir Tveir látnir eftir skotárás í miðbæ Oslóar Tveir eru látnir og að minnsta kosti 19 særðir eftir skotárás á skemmtistaðnum London Pub í miðbæ Oslóar. Lögreglan hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og talið er að hann sé einn að verki. London Pub er vinsæll hinsegin-bar en á laugardaginn verður gleðiganga Oslo Pride gengin. 25. júní 2022 03:28 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira
Tveir voru skotnir til bana og tíu særðir í skotárásinni sem hófst fyrir utan skemmtistað sem er vinsæll á meðal hinsegin fólks. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi. Norska blaðið VG segir að maðurinn sé 42 ára gamall norskur ríkisborgari sem kom til Noregs sem flóttamaður frá kúrdíska hluta Írans þegar hann var barn að aldri. Á blaðamannafundi um skotárásina í morgun sagði Christian Hatlo frá lögreglunni í Osló, að árásarmaðurinn hafi hlotið sakadóma fyrir tiltölulega minniháttar glæpi, þar á meðal fyrir vörslu fíkniefna árið 2016. Brotið hafi þó verið framið tæpum áratugi fyrr. Hann var fyrst dæmdur fyrir aðild að stunguárás á skólaballi á næturklúbbi í Osló árið 1999. Hlaut hann tíu mánaða fangelsisdóm en hann var þá enn á framhaldsskólalaldri. Áfrýjunardómstóll sýknaði hann ári síðar þar sem ekki var talið sannað að hann hefði haldið á hnífnum sem var notaður. Hann var þó dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás. Áfrýjunardómstóllinn tók tillit til ungs aldurs hans og „augljósra geðrænna vandamála“. Fyrir þremur árum var maðurinn handtekinn vegna gruns um tilraun til manndráps, ólöglegs skotvopnaburðs og að ganga með hníf á almannafæri. Honum var sleppt eftir aðeins nokkra daga þvert á vilja ákæruvaldsins. Áfrýjunardómstóll taldi grun lögreglu ekki nógu vel rökstuddan. Sterkur grunur um hatursglæp Árásarmaðurinn hefur einni sinni breytt um nafn og hefur verið á örorkubótum frá árinu 2013. Lögreglan sagði á fundinum í morgun að ein tilgátan væri að geðrænt ástand hans gæti skýrt árásina. Rannsókn á því væri þó skammt á veg komin. Hins vegar teldi lögreglan nokkuð sterkan grundvöll fyrir þeirri tilgátu að um hatursglæp hafi verið að ræða þar sem árásin var framin við skemmtistað sem er þekktur fyrir að vera vinsæll á meðal samkynhneigðra. „Heildarmat okkar er að það sé ástæða til að telja að hann hafi viljað valda alvarlegum ótta í samfélaginu,“ sagði Hatlo, að því er AP-fréttastofan hefur eftir honum. Gleðigangan í Osló átti að fara fram í dag en skipuleggjendur hennar aflýstu henni og tengdum viðburðum að ráðleggingum lögreglunnar. Norska sjónvarpsstöðin TV2 sýndi myndband af óttaslegnu fólki hlaupa um götu miðborgarinnar á meðan skothvellir heyrðust í bakgrunni. Lögreglan lagði hald á tvö skotvopn. Hatlo sagði að skotvopnin væru ekki nútímaleg en fór ekki út í frekari smáatriði um þau.
Skotárás við London Pub í Osló Noregur Hinsegin Tengdar fréttir Tveir látnir eftir skotárás í miðbæ Oslóar Tveir eru látnir og að minnsta kosti 19 særðir eftir skotárás á skemmtistaðnum London Pub í miðbæ Oslóar. Lögreglan hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og talið er að hann sé einn að verki. London Pub er vinsæll hinsegin-bar en á laugardaginn verður gleðiganga Oslo Pride gengin. 25. júní 2022 03:28 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira
Tveir látnir eftir skotárás í miðbæ Oslóar Tveir eru látnir og að minnsta kosti 19 særðir eftir skotárás á skemmtistaðnum London Pub í miðbæ Oslóar. Lögreglan hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og talið er að hann sé einn að verki. London Pub er vinsæll hinsegin-bar en á laugardaginn verður gleðiganga Oslo Pride gengin. 25. júní 2022 03:28