Opnar sig um sjálfsvígstilraun: „Þetta er villa í hugarkerfinu!“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 24. júní 2022 11:32 Spákonan Sigga kling opnaði sig óvænt um sjálfsvígstilraun í kjölfar ástarsorgar í þættinum Veislan á FM957. Aðsent/Silla Páls Það má segja að spákonan Sigga Kling hafi gert Gústa B kjaftstopp þegar hún svaraði spurninum í viðtalsliðnum Hitasætið í þættinum Veislan á FM957. Í Hitasætinu, sem er yfirleitt viðtalsliður á léttu nótunum, svara gestir óvæntum persónulegum spurningum en fyrsta spurningin til Siggu var hvort að hún hafi einhvern tíma lent í ástarsorg. Átján ára í alvarlegri ástarsorg Eins og einlægt og heiðarlegt svar Siggu sýndi svo réttilega getur ástarsorg haft alvarlegar afleiðingar á líðan fólks, eins og hún sjálf upplifði á eigin skinni ung að aldri. „Já, þá var ég átján ára og ég reyndi þá að drepa mig.“ Svarið kom eðlilega mikið á Gústa og Sigga hélt áfram að útskýra. Þegar maður er ungur þá heldur maður að þessi ást, þessi fyrsta ást sé allt. Ég varð svo sorgmædd að ég var búin að safna saman pillum og át þær allar. Vill deila reynslunni til að reyna að hjálpa öðrum í sömu stöðu Sigga segist í örvæntingu sinni hafa verið búin að skrifa skilaboð til allra sem henni stóðu næst en hún hafi ekki viljað skilja neinn útundan. „Svo skreið ég einhvern veginn út úr húsinu og fannst svo á einhverjum stigagangi og var sett inn á bráðamóttöku.“ Sigga segir að það megi ekki vanmeta þessar sterku tilfinningar sem fólk geti fundið fyrir í ástarsorg og þá sérstaklega þegar um fyrstu ástina er að ræða. Þetta sé að mörgu leyti „rugl hugsun“ og einhvers konar áráttuþráhyggja. Það verður allt betra! En þetta var hryllingur og ég man ekki eftir verri tilfinningum, samt hef ég nú lent í mörgu. Sigga segir ástæðuna fyrir því að hún deili reynslu sinni vera að það séu svo alltof margir sem geri sér eitthvað í ástarsorg. Að í þessari miklu vanlíðan geti fólk oft ekki gert sér grein fyrir því að hugsunin og upplifunin sé í raun röng. „Fólk þarf að muna að þetta er villa! Þetta er villa í hugarkerfinu!“ Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni. FM957 Geðheilbrigði Ástin og lífið Tengdar fréttir Þórdís um vandræðalegasta stefnumótið: „Ég hugsaði bara, ekki fokking snerta mig!“ „Ég er strax byrjuð að svitna á efri vörinni,“ segir leikkonan Þórdís Björk í byrjun viðtalsliðsins Hitasætið í Veislunni með Gústa B. 15. júní 2022 12:30 Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sjá meira
Í Hitasætinu, sem er yfirleitt viðtalsliður á léttu nótunum, svara gestir óvæntum persónulegum spurningum en fyrsta spurningin til Siggu var hvort að hún hafi einhvern tíma lent í ástarsorg. Átján ára í alvarlegri ástarsorg Eins og einlægt og heiðarlegt svar Siggu sýndi svo réttilega getur ástarsorg haft alvarlegar afleiðingar á líðan fólks, eins og hún sjálf upplifði á eigin skinni ung að aldri. „Já, þá var ég átján ára og ég reyndi þá að drepa mig.“ Svarið kom eðlilega mikið á Gústa og Sigga hélt áfram að útskýra. Þegar maður er ungur þá heldur maður að þessi ást, þessi fyrsta ást sé allt. Ég varð svo sorgmædd að ég var búin að safna saman pillum og át þær allar. Vill deila reynslunni til að reyna að hjálpa öðrum í sömu stöðu Sigga segist í örvæntingu sinni hafa verið búin að skrifa skilaboð til allra sem henni stóðu næst en hún hafi ekki viljað skilja neinn útundan. „Svo skreið ég einhvern veginn út úr húsinu og fannst svo á einhverjum stigagangi og var sett inn á bráðamóttöku.“ Sigga segir að það megi ekki vanmeta þessar sterku tilfinningar sem fólk geti fundið fyrir í ástarsorg og þá sérstaklega þegar um fyrstu ástina er að ræða. Þetta sé að mörgu leyti „rugl hugsun“ og einhvers konar áráttuþráhyggja. Það verður allt betra! En þetta var hryllingur og ég man ekki eftir verri tilfinningum, samt hef ég nú lent í mörgu. Sigga segir ástæðuna fyrir því að hún deili reynslu sinni vera að það séu svo alltof margir sem geri sér eitthvað í ástarsorg. Að í þessari miklu vanlíðan geti fólk oft ekki gert sér grein fyrir því að hugsunin og upplifunin sé í raun röng. „Fólk þarf að muna að þetta er villa! Þetta er villa í hugarkerfinu!“ Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
FM957 Geðheilbrigði Ástin og lífið Tengdar fréttir Þórdís um vandræðalegasta stefnumótið: „Ég hugsaði bara, ekki fokking snerta mig!“ „Ég er strax byrjuð að svitna á efri vörinni,“ segir leikkonan Þórdís Björk í byrjun viðtalsliðsins Hitasætið í Veislunni með Gústa B. 15. júní 2022 12:30 Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sjá meira
Þórdís um vandræðalegasta stefnumótið: „Ég hugsaði bara, ekki fokking snerta mig!“ „Ég er strax byrjuð að svitna á efri vörinni,“ segir leikkonan Þórdís Björk í byrjun viðtalsliðsins Hitasætið í Veislunni með Gústa B. 15. júní 2022 12:30