Vaktin: Úkraínska hernum skipað að hörfa úr Sieveródonetsk Hólmfríður Gísladóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 24. júní 2022 08:26 Eyðileggingin blasir víða við. epa/Oleg Petrasyuk Stjórnvöld í Úkraínu hafa ákveðið að láta hersveitirnar sem barist hafa í Sieverodonetsk hörfa og segja ekkert vit í því að láta þær sæta mannfalli í langan tíma til að verja svæðið. Ríkisstjórinn segir 90 prósent allra heimila í borginni skemmd eða eyðilögð. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Úkraínska hernum hefur verið skipað að hörfa frá Sieveródonetsk til að forða því að Rússar umkringi þá, segir Serhíy Haidai, héraðsstjóri Lúhansk-héraðs í dag. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti birti færslu á Telegram í morgun þar sem hann sagði Úkraínu ekki brú eða kodda milli Vesturlanda og Rússlands, ekki stuðpúða milli Evrópu og Asíu, ekki „grátt svæði“. Úkraína væri ekki „landmæri milli orka og álfa“ heldur jafn félagi að minnsta kosti 27 Evrópuríkja. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Vesturlönd óttast „heiðarlega samkeppni“. Þannig sé öllum þeim ríkjum sem standa á eigin fótum „slaufað“. Hann sagði að horft yrði til stöðunnar á vígvellinum þegar Úkraínumenn sýndu þann þokka að snúa aftur að samningaborðinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Breta reiðubúna til að aðstoða við að fjarlægja sprengjur við suðurströnd Úkraínu. Sprengjurnar eru meðal þess sem stendur í vegi fyrir útflutningi kornvöru sjóleiðina frá landinu. Bandaríkjamenn segja rússneska flotann hafa fengið fyrirskipanir um að leggja sprengjur við mynni hafnarinnar í Odesa og hafa þegar lagt sprengjur á ánni Dniper. Um sé að ræða aðgerðir til að hamla útflutningi matvæla. Samkvæmt UNESCO hafa 150 menningarlega mikilvægir staðir í Úkraínu verið skemmdir eða eyðilagðir. Þar af er um að ræða 70 trúarlegar byggingar, 30 sögulegar byggingar, átján menningarmiðstöðvar, fimmtán minnisvarða, tólf söfn og sjö bókasöfn.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Úkraínska hernum hefur verið skipað að hörfa frá Sieveródonetsk til að forða því að Rússar umkringi þá, segir Serhíy Haidai, héraðsstjóri Lúhansk-héraðs í dag. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti birti færslu á Telegram í morgun þar sem hann sagði Úkraínu ekki brú eða kodda milli Vesturlanda og Rússlands, ekki stuðpúða milli Evrópu og Asíu, ekki „grátt svæði“. Úkraína væri ekki „landmæri milli orka og álfa“ heldur jafn félagi að minnsta kosti 27 Evrópuríkja. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Vesturlönd óttast „heiðarlega samkeppni“. Þannig sé öllum þeim ríkjum sem standa á eigin fótum „slaufað“. Hann sagði að horft yrði til stöðunnar á vígvellinum þegar Úkraínumenn sýndu þann þokka að snúa aftur að samningaborðinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Breta reiðubúna til að aðstoða við að fjarlægja sprengjur við suðurströnd Úkraínu. Sprengjurnar eru meðal þess sem stendur í vegi fyrir útflutningi kornvöru sjóleiðina frá landinu. Bandaríkjamenn segja rússneska flotann hafa fengið fyrirskipanir um að leggja sprengjur við mynni hafnarinnar í Odesa og hafa þegar lagt sprengjur á ánni Dniper. Um sé að ræða aðgerðir til að hamla útflutningi matvæla. Samkvæmt UNESCO hafa 150 menningarlega mikilvægir staðir í Úkraínu verið skemmdir eða eyðilagðir. Þar af er um að ræða 70 trúarlegar byggingar, 30 sögulegar byggingar, átján menningarmiðstöðvar, fimmtán minnisvarða, tólf söfn og sjö bókasöfn.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira