„Maðurinn reyndi augljóslega að drepa okkur. Hvað annað er hægt að kalla þetta?“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júní 2022 19:18 Bíll þeirra feðga. Vísir/Vilhelm Maðurinn sem var í bílnum með syni sínum þegar skotið var að þeim í Hafnarfirði í gær telur ljóst að skotmaðurinn hafi ætlað sér að drepa þá feðga. Maðurinn segist vera í miklu áfalli eftir atburði gærdagsins. Þetta kom fram í viðtali manninn, Mateusz Dariusz, sem ræddi málið við fréttamann RÚV í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Þar fór hann yfir hvað átti sér stað í gær frá sjónarhóli hans og sex ára gamals sonar hans, sem voru í bíl sem skotmaðurinn í Hafnarfirði í gær skaut tveimur skotum á. Skotmaðurinn skaut af svölum blokkar á bílinn sem lagt var við leikskóla í norðurbæ Hafnarfjarðar. Þar var Mateusz að skutla syni sínum á leikskólann. Kom fram í viðtalinu að Mateusz og sonur hans væru alltaf mættir aðeins áður en leikskólinn opnar, svo þeir gætu spjallað saman. „Svo heyrði ég einhvers konar smell,“ sagði Mateusz. „Fyrst hélt ég að þetta væru hljóð í bílnum, eitthvað væri bilað. Smellurinn var ekki hár en heyrðist vel,“ sagði hann enn fremur. „Nokkrum sekúndum síðar heyrði ég annan smell en hærri og fann svo glerið rigna yfir bakið og höfuðið á mér,“ sagði Mateusz. Steig hann þá út úr bílnum til að athuga hvað væri í gangi. „Þá sá ég mann á svölum með langa byssu sem miðaði á bílinn okkar.“ „Ég byrjaði að hrópa á hann: „Hvað ertu að gera“ og „Hættu þessu!““ „Ég sagðist ætla að hringja á lögregluna sem ég gerði strax. Lögregla var með mikinn viðbúnað í Hafnarfirði í gær.Vísir/Vilhelm Segist hann hafa kallað á manninn til að spyrja hvað honum gengi til „Hann svaraði að hann héldi að ég væri einhver glæpamaður.“ Reynt mjög á feðgana Kom fram í viðtalinu að málið hafi reynt mjög á son hans. Mateusz hafi meðal annars þurft að öskra á hann að fela sig á gólfi bílsins. Sagði Mateusz að sonur hans skildi ekki að einhver hafi skotið að bíl þeirra og brotið rúður í honun, „Hann skilur ekki enn að maðurinn reyndi augljóslega að drepa okkur. Hvað annað er hægt að kalla þetta?“ Hann segist vera í miklu áfalli. „Ég er enn í miklu áfalli. Mér hefði aldrei dottið í hug að svona nokkuð gæti gerst hérna.“ Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði skotmanninn, karlmann á sjötugsaldri sem var handtekinn var í gær vegna málsins til vistunar á viðeigandi stofnun í fjórar vikur. Skotárásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps. Horfa má á viðtalið á vef RÚV. Hafnarfjörður Skotárás við Miðvang Lögreglumál Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali manninn, Mateusz Dariusz, sem ræddi málið við fréttamann RÚV í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Þar fór hann yfir hvað átti sér stað í gær frá sjónarhóli hans og sex ára gamals sonar hans, sem voru í bíl sem skotmaðurinn í Hafnarfirði í gær skaut tveimur skotum á. Skotmaðurinn skaut af svölum blokkar á bílinn sem lagt var við leikskóla í norðurbæ Hafnarfjarðar. Þar var Mateusz að skutla syni sínum á leikskólann. Kom fram í viðtalinu að Mateusz og sonur hans væru alltaf mættir aðeins áður en leikskólinn opnar, svo þeir gætu spjallað saman. „Svo heyrði ég einhvers konar smell,“ sagði Mateusz. „Fyrst hélt ég að þetta væru hljóð í bílnum, eitthvað væri bilað. Smellurinn var ekki hár en heyrðist vel,“ sagði hann enn fremur. „Nokkrum sekúndum síðar heyrði ég annan smell en hærri og fann svo glerið rigna yfir bakið og höfuðið á mér,“ sagði Mateusz. Steig hann þá út úr bílnum til að athuga hvað væri í gangi. „Þá sá ég mann á svölum með langa byssu sem miðaði á bílinn okkar.“ „Ég byrjaði að hrópa á hann: „Hvað ertu að gera“ og „Hættu þessu!““ „Ég sagðist ætla að hringja á lögregluna sem ég gerði strax. Lögregla var með mikinn viðbúnað í Hafnarfirði í gær.Vísir/Vilhelm Segist hann hafa kallað á manninn til að spyrja hvað honum gengi til „Hann svaraði að hann héldi að ég væri einhver glæpamaður.“ Reynt mjög á feðgana Kom fram í viðtalinu að málið hafi reynt mjög á son hans. Mateusz hafi meðal annars þurft að öskra á hann að fela sig á gólfi bílsins. Sagði Mateusz að sonur hans skildi ekki að einhver hafi skotið að bíl þeirra og brotið rúður í honun, „Hann skilur ekki enn að maðurinn reyndi augljóslega að drepa okkur. Hvað annað er hægt að kalla þetta?“ Hann segist vera í miklu áfalli. „Ég er enn í miklu áfalli. Mér hefði aldrei dottið í hug að svona nokkuð gæti gerst hérna.“ Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði skotmanninn, karlmann á sjötugsaldri sem var handtekinn var í gær vegna málsins til vistunar á viðeigandi stofnun í fjórar vikur. Skotárásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps. Horfa má á viðtalið á vef RÚV.
Hafnarfjörður Skotárás við Miðvang Lögreglumál Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Sjá meira