Þetta eru heitustu pottarnir á höfuðborgarsvæðinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júní 2022 20:00 Samkvæmt gagnaöflun fréttastofu eru heitustu pottarnir í Laugardalslaug og á Seltjarnarnesi þeir heitustu á höfuðborgarsvæðinu - og sá heitasti í Vesturbæjarlaug fylgir fast á hæla þeirra. Heitasti potturinn er sá eini sem virkar á lúna líkama, að mati gesta Vesturbæjarlaugar sem fagna opnun hans eftir yfirhalningu. Almennt myndist einstök stemning í heitustu pottum borgarinnar - og við komumst að því hvar þann allra heitasta er að finna. „Það eru margir sem koma hingað sérstaklega til að fara í þennan pott,“ segir Vala Bjarney Gunnarsdóttir, forstöðuman Vesturbæjarlaugar. Og manstu eftir viðlíka viðbrögðum og þegar þið tilkynntuð að búið væri að opna hann aftur? „Nei, ég hef held ég aldrei fengið jafn mörg „like“ á jafnstuttum tíma og þegar ég tilkynnti á Facebook-síðu Vesturbæjarlaugar að hann væri búinn að opna. Þannig að það var mikil gleði.“ Og undir þetta taka fastagestirnir sjálfir. Hið hefðbundnara pottahitastig, 38-40 gráður, sé einfaldlega of lágt. Viðtöl við pottverja má sjá í fréttinni hér fyrir neðan. En hver er heitastur? Heitasti potturinn í Vesturbæjarlaug mælist yfirleitt 43,5 gráður. En er hann sá heitasti á höfuðborgarsvæðinu, eins og margir gestir laugarinnar vilja meina? Fréttastofa hafði samband við allar sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu og samkvæmt þeirri gagnaöflun mælast pottar í sjö sundlaugum að staðaldri 43 gráður eða heitari; í Suðurbæjarlaug, Lágafellslaug, Grafarvogslaug, Dalslaug, Vesturbæjarlaug - og á toppnum tróna pottarnir í Sundlaug Seltjarnarness og Laugardalslaug – 44 stig hvor. Kulsæknir íbúar höfuðborgarsvæðisins vita þá hvert skal sækja skilvirkustu upphitunina. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir dæmigert hitastig heitustu potta sundlauga höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt upplýsingum frá sundlaugunum sjálfum: Álftaneslaug - 41 Árbæjarlaug – 42 Ásgarðslaug – 42 Ásvallalaug – 41 Breiðholtslaug – 41 Dalslaug – 43+ Grafarvogslaug – 43 Klébergslaug – 42 Laugardalslaug – 44 Lágafellslaug – 43 Salalaug – 41 Seltjarnarneslaug – 44 Suðurbæjarlaug – 43 Sundhöll Hafnarfjarðar – 42 Sundhöllin – 42 Sundlaug Kópavogs – 41 Varmárlaug - 42 Vesturbæjarlaug – 43,5 Sundlaugar Reykjavík Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
„Það eru margir sem koma hingað sérstaklega til að fara í þennan pott,“ segir Vala Bjarney Gunnarsdóttir, forstöðuman Vesturbæjarlaugar. Og manstu eftir viðlíka viðbrögðum og þegar þið tilkynntuð að búið væri að opna hann aftur? „Nei, ég hef held ég aldrei fengið jafn mörg „like“ á jafnstuttum tíma og þegar ég tilkynnti á Facebook-síðu Vesturbæjarlaugar að hann væri búinn að opna. Þannig að það var mikil gleði.“ Og undir þetta taka fastagestirnir sjálfir. Hið hefðbundnara pottahitastig, 38-40 gráður, sé einfaldlega of lágt. Viðtöl við pottverja má sjá í fréttinni hér fyrir neðan. En hver er heitastur? Heitasti potturinn í Vesturbæjarlaug mælist yfirleitt 43,5 gráður. En er hann sá heitasti á höfuðborgarsvæðinu, eins og margir gestir laugarinnar vilja meina? Fréttastofa hafði samband við allar sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu og samkvæmt þeirri gagnaöflun mælast pottar í sjö sundlaugum að staðaldri 43 gráður eða heitari; í Suðurbæjarlaug, Lágafellslaug, Grafarvogslaug, Dalslaug, Vesturbæjarlaug - og á toppnum tróna pottarnir í Sundlaug Seltjarnarness og Laugardalslaug – 44 stig hvor. Kulsæknir íbúar höfuðborgarsvæðisins vita þá hvert skal sækja skilvirkustu upphitunina. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir dæmigert hitastig heitustu potta sundlauga höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt upplýsingum frá sundlaugunum sjálfum: Álftaneslaug - 41 Árbæjarlaug – 42 Ásgarðslaug – 42 Ásvallalaug – 41 Breiðholtslaug – 41 Dalslaug – 43+ Grafarvogslaug – 43 Klébergslaug – 42 Laugardalslaug – 44 Lágafellslaug – 43 Salalaug – 41 Seltjarnarneslaug – 44 Suðurbæjarlaug – 43 Sundhöll Hafnarfjarðar – 42 Sundhöllin – 42 Sundlaug Kópavogs – 41 Varmárlaug - 42 Vesturbæjarlaug – 43,5
Álftaneslaug - 41 Árbæjarlaug – 42 Ásgarðslaug – 42 Ásvallalaug – 41 Breiðholtslaug – 41 Dalslaug – 43+ Grafarvogslaug – 43 Klébergslaug – 42 Laugardalslaug – 44 Lágafellslaug – 43 Salalaug – 41 Seltjarnarneslaug – 44 Suðurbæjarlaug – 43 Sundhöll Hafnarfjarðar – 42 Sundhöllin – 42 Sundlaug Kópavogs – 41 Varmárlaug - 42 Vesturbæjarlaug – 43,5
Sundlaugar Reykjavík Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira