Vaktin: íhuga að hörfa frá Lysychansk Hólmfríður Gísladóttir og Árni Sæberg skrifa 23. júní 2022 08:36 Hermenn og fjölmiðlamenn forðast sprengjuregn í Lysychansk. Þeir gætu yfirgefið borgina alveg á næstu dögum. Marcus Yam/Getty Besta öryggistrygging Úkraínu liggur í aðild að Evrópusambandinu, sem myndi gera Vladimir Pútín Rússlandsforseta erfiðara fyrir að ráðast aftur inn í landið. Þetta segir Jonathan Powell, fyrrverandi starfsmannastjóri Tony Blair og samningamaður Breta í málefnum Norður-Írlands. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Powell segir að „stækka þurfi kökuna“ hvað varðar samningaviðræður Úkraínumanna og Rússa, það er að segja útvíkka viðræðurnar frá deilum um land yfir í samtal um öryggi í Evrópu og endurnýjun samskipta Nató og Rússlands. Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands, vandar ráðamönnum Evrópu ekki kveðjurnar og segist sakna leiðtoga á borð við Helmut Kohl, Jacques Chirac og Margaret Thatcher. Hann segir vandamálið að leiðtogar Evrópu séu nú aðeins bakraddir einsöngvara Bandaríkjanna. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ríki sem hafa þjáðst vegna egós Bandaríkjanna og „gervihnatta þeirra“ þurfa að endurskoða efnahagstengsl sín til að vera ekki háð geðþótta Vesturlanda. Bretarnir tveir sem voru dæmdir til dauða í Donetsk leggja drög að áfrýjun dómsins. Rússar halda áfram að sækja fram í Luhansk. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa stefna að því að endurtaka leikinn í Maríupól í Donbas. Leiðtogar Evrópusambandsins funda í dag til að ákveða hvort Úkraínu verði veitt staða umsóknarríkis. „Við eigum það skilið,“ sagði Selenskí í ávarpi í gær.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Powell segir að „stækka þurfi kökuna“ hvað varðar samningaviðræður Úkraínumanna og Rússa, það er að segja útvíkka viðræðurnar frá deilum um land yfir í samtal um öryggi í Evrópu og endurnýjun samskipta Nató og Rússlands. Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands, vandar ráðamönnum Evrópu ekki kveðjurnar og segist sakna leiðtoga á borð við Helmut Kohl, Jacques Chirac og Margaret Thatcher. Hann segir vandamálið að leiðtogar Evrópu séu nú aðeins bakraddir einsöngvara Bandaríkjanna. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ríki sem hafa þjáðst vegna egós Bandaríkjanna og „gervihnatta þeirra“ þurfa að endurskoða efnahagstengsl sín til að vera ekki háð geðþótta Vesturlanda. Bretarnir tveir sem voru dæmdir til dauða í Donetsk leggja drög að áfrýjun dómsins. Rússar halda áfram að sækja fram í Luhansk. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa stefna að því að endurtaka leikinn í Maríupól í Donbas. Leiðtogar Evrópusambandsins funda í dag til að ákveða hvort Úkraínu verði veitt staða umsóknarríkis. „Við eigum það skilið,“ sagði Selenskí í ávarpi í gær.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Sjá meira