Beitti líklega riffli: „Guðs lifandi feginn að enginn hafi skaðast“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. júní 2022 19:04 Skúli Jónsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann var á vettvangi í dag. Vísir/Vilhelm Sex ára barn var í bílnum sem skotið var á fyrir utan leikskóla í Hafnarfirði dag. Íbúi í húsi byssumannsins segist hafa verið skjálfandi hræddur en maðurinn notaði líklega riffil í árásinni. Umsátursástand myndaðist í Hafnarfirði í dag eftir að skotið var á feðga í bíl fyrir utan leikskóla. Árásarmaðurinn, sem er íbúi í fjölbýlishúsi við leikskólann, gaf sig fram nokkrum klukkutímum síðar. Það var á áttunda tímanum í morgun að lögreglu barst tilkynning um skotárásina. Þá hafði karlmaður á sjötugsaldri sem býr í fjölbýlishúsi við Miðvang skotið á tvo bíla frá íbúð sinni að svo virðist. Annar bílanna stóð á bílastæði við fjölbýlishúsið en hinn á stæðinu beint á móti sem tilheyrir leikskóla. Í þeim bíl voru faðir og sex ára gamall sonur hans. Faðirinn var á leið með soninn á leikskólann. Þegar fréttastofa ræddi við hann í dag treysti hann sér ekki í viðtal en sagðist í miklu áfalli. Feðgarnir búa ekki við Miðvang og þekkja ekki árásarmanninn. Það virðist því tilviljun að skotið var á þá. Tugir lögreglu- og sérveitarmanna mættu fljótlega á staðinn og girtu af stórt svæði. Lögregla var með mikinn viðbúnað á vettvangi.Vísir/Vilhelm „Það eru sautján börn á leikskólanum, tuttugu og einn starfsmaður og þau eru bara hlémegin í húsinu eins og maður kannski orðar það. Eru algjörlega örugg og var verið að koma með mat til þeirra núna. Síðan varðandi íbúa þá hérna í rauninni fær enginn að fara út úr þessu fjölbýlishúsi. Þannig að fólk er bara þar inni og gert að halda sig þar,“ sagði Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á vettvangi í dag. Lögreglumenn dreifðu sér um stigaganginn og notaðir voru drónar og róbótar á meðan á aðgerðinni stóð. Það var svo upp úr hádegi sem maðurinn gaf sig fram eftir samningaviðræður við lögregluna. Íbúum í húsinu var mörgum mjög brugðið en í húsinu býr að mestu eldra fólk. „Ég er enn skjálfandi bara af hræðslu sko af því maður veit ekkert. Maður verður svo rosalega óöruggur og fær ekkert að vita neitt,“ sagði Berglind Bjarney Ásgeirsdóttir íbúi í húsinu eftir að aðgerðum lögreglunnar lauk. Þungvopnaðir sérsveitarmenn voru kallaðir á vettvang.Vísir/Vilhelm Samkvæmt heimildum fréttastofu var riffill líklega notaður í árásinni en skotárásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps. Ákvörðun um gæsluhaldvarðhaldskröfu eða önnur úrræði gagnvart manninum liggur ekki fyrir á þessari stundu. Mildi þykir að feðgana hafi ekki sakað. „Maður er náttúrulega bara guðs lifandi feginn að enginn hafi skaðast í þessu útkalli og í þessu verkefni,“ segir Skúli. Skotárás við Miðvang Hafnarfjörður Lögreglumál Skotvopn Tengdar fréttir „Ég var mjög hrædd og óttaslegin“ Berglind Bjarney Ásgeirsdóttir, íbúi að Miðvangi 41 þar sem skotið var á tvo bíla í morgun, sagðist hafa orðið óörugg og óttasleginn vegna ástandsins sem skapaðist í morgun. Henni fannst skorta nægilega upplýsingagjöf frá lögreglunni en einu upplýsingarnar sem hún fékk um málið heyrði hún í útvarpinu. 22. júní 2022 15:45 Var með barnið í bílnum þegar skotið var á hann Faðir og sex ára gamall sonur hans voru í öðrum bílanna sem skotið var á við Miðvang í Hafnarfirði í morgun. Lögreglan rannsakar skothríð sjötugs karlmanns á bílana sem tilraun til manndráps. 22. júní 2022 15:25 Umsátrinu í Hafnarfirði lauk þegar maðurinn gaf sig fram Karlmaður á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa skotið á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði kom út úr íbúð sinni sjálfviljugur skömmu eftir hádegi og er nú í haldi lögreglu. Þar með lauk tæplega fjögurra klukkustunda löngu umsátursástandi. 22. júní 2022 12:36 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Umsátursástand myndaðist í Hafnarfirði í dag eftir að skotið var á feðga í bíl fyrir utan leikskóla. Árásarmaðurinn, sem er íbúi í fjölbýlishúsi við leikskólann, gaf sig fram nokkrum klukkutímum síðar. Það var á áttunda tímanum í morgun að lögreglu barst tilkynning um skotárásina. Þá hafði karlmaður á sjötugsaldri sem býr í fjölbýlishúsi við Miðvang skotið á tvo bíla frá íbúð sinni að svo virðist. Annar bílanna stóð á bílastæði við fjölbýlishúsið en hinn á stæðinu beint á móti sem tilheyrir leikskóla. Í þeim bíl voru faðir og sex ára gamall sonur hans. Faðirinn var á leið með soninn á leikskólann. Þegar fréttastofa ræddi við hann í dag treysti hann sér ekki í viðtal en sagðist í miklu áfalli. Feðgarnir búa ekki við Miðvang og þekkja ekki árásarmanninn. Það virðist því tilviljun að skotið var á þá. Tugir lögreglu- og sérveitarmanna mættu fljótlega á staðinn og girtu af stórt svæði. Lögregla var með mikinn viðbúnað á vettvangi.Vísir/Vilhelm „Það eru sautján börn á leikskólanum, tuttugu og einn starfsmaður og þau eru bara hlémegin í húsinu eins og maður kannski orðar það. Eru algjörlega örugg og var verið að koma með mat til þeirra núna. Síðan varðandi íbúa þá hérna í rauninni fær enginn að fara út úr þessu fjölbýlishúsi. Þannig að fólk er bara þar inni og gert að halda sig þar,“ sagði Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á vettvangi í dag. Lögreglumenn dreifðu sér um stigaganginn og notaðir voru drónar og róbótar á meðan á aðgerðinni stóð. Það var svo upp úr hádegi sem maðurinn gaf sig fram eftir samningaviðræður við lögregluna. Íbúum í húsinu var mörgum mjög brugðið en í húsinu býr að mestu eldra fólk. „Ég er enn skjálfandi bara af hræðslu sko af því maður veit ekkert. Maður verður svo rosalega óöruggur og fær ekkert að vita neitt,“ sagði Berglind Bjarney Ásgeirsdóttir íbúi í húsinu eftir að aðgerðum lögreglunnar lauk. Þungvopnaðir sérsveitarmenn voru kallaðir á vettvang.Vísir/Vilhelm Samkvæmt heimildum fréttastofu var riffill líklega notaður í árásinni en skotárásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps. Ákvörðun um gæsluhaldvarðhaldskröfu eða önnur úrræði gagnvart manninum liggur ekki fyrir á þessari stundu. Mildi þykir að feðgana hafi ekki sakað. „Maður er náttúrulega bara guðs lifandi feginn að enginn hafi skaðast í þessu útkalli og í þessu verkefni,“ segir Skúli.
Skotárás við Miðvang Hafnarfjörður Lögreglumál Skotvopn Tengdar fréttir „Ég var mjög hrædd og óttaslegin“ Berglind Bjarney Ásgeirsdóttir, íbúi að Miðvangi 41 þar sem skotið var á tvo bíla í morgun, sagðist hafa orðið óörugg og óttasleginn vegna ástandsins sem skapaðist í morgun. Henni fannst skorta nægilega upplýsingagjöf frá lögreglunni en einu upplýsingarnar sem hún fékk um málið heyrði hún í útvarpinu. 22. júní 2022 15:45 Var með barnið í bílnum þegar skotið var á hann Faðir og sex ára gamall sonur hans voru í öðrum bílanna sem skotið var á við Miðvang í Hafnarfirði í morgun. Lögreglan rannsakar skothríð sjötugs karlmanns á bílana sem tilraun til manndráps. 22. júní 2022 15:25 Umsátrinu í Hafnarfirði lauk þegar maðurinn gaf sig fram Karlmaður á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa skotið á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði kom út úr íbúð sinni sjálfviljugur skömmu eftir hádegi og er nú í haldi lögreglu. Þar með lauk tæplega fjögurra klukkustunda löngu umsátursástandi. 22. júní 2022 12:36 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
„Ég var mjög hrædd og óttaslegin“ Berglind Bjarney Ásgeirsdóttir, íbúi að Miðvangi 41 þar sem skotið var á tvo bíla í morgun, sagðist hafa orðið óörugg og óttasleginn vegna ástandsins sem skapaðist í morgun. Henni fannst skorta nægilega upplýsingagjöf frá lögreglunni en einu upplýsingarnar sem hún fékk um málið heyrði hún í útvarpinu. 22. júní 2022 15:45
Var með barnið í bílnum þegar skotið var á hann Faðir og sex ára gamall sonur hans voru í öðrum bílanna sem skotið var á við Miðvang í Hafnarfirði í morgun. Lögreglan rannsakar skothríð sjötugs karlmanns á bílana sem tilraun til manndráps. 22. júní 2022 15:25
Umsátrinu í Hafnarfirði lauk þegar maðurinn gaf sig fram Karlmaður á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa skotið á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði kom út úr íbúð sinni sjálfviljugur skömmu eftir hádegi og er nú í haldi lögreglu. Þar með lauk tæplega fjögurra klukkustunda löngu umsátursástandi. 22. júní 2022 12:36