„Ég var mjög hrædd og óttaslegin“ Magnús Jochum Pálsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 22. júní 2022 15:45 Berglind Bjarney Ásgeirsdóttir, íbúi að Miðvangi 41, var mjög óttaslegin þegar hún sá hvað var um að vera á bílastæðinu fyrir framan blokkina. Vísir/Ívar Berglind Bjarney Ásgeirsdóttir, íbúi að Miðvangi 41 þar sem skotið var á tvo bíla í morgun, sagðist hafa orðið óörugg og óttasleginn vegna ástandsins sem skapaðist í morgun. Henni fannst skorta nægilega upplýsingagjöf frá lögreglunni en einu upplýsingarnar sem hún fékk um málið heyrði hún í útvarpinu. Berglind sem býr á áttundu hæð á Miðvangi 41, blokkinni við bílastæðið þar sem skotið var á tvo bíla í morgun, var enn skjálfandi þegar fréttamaður náði tali af henni skömmu eftir að búið var að handtaka skotmanninn. Berglind sagði í viðtalinu hafa fengið hringingu frá syni sínum í morgun þegar hann var á leið í vinnuna. Hún vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann tjáði henni að sérsveitin væri mætt fyrir utan blokkina hennar. Þegar hún fór svo út á svalir sá hún alla bílana fyrir utan og skildi ekkert hvað var að gerast. „Ég var mjög hrædd og óttaslegin,“ sagði hún aðspurð hvernig henni hefði liðið í morgun. „Og er enn skjálfandi af hræðslu af því maður veit ekkert. Maður verður svo rosalega óöruggur. Og fær ekkert að vita neitt.“ Skortur á upplýsingum Berglind fékk engar upplýsingar um hvað væri í gangi frá lögreglumönnunum sem voru á stigaganginum í blokkinni. Hún uppgötvaði ekki hvað væri að gerast fyrr en hún kveikti á útvarpinu. Þar að auki fór hún reglulega út í glugga til að athuga hvað væri í gangi en þorði ekki að fara niður til að kanna málið. „Klukkan rúmlega tíu fer ég til að athuga hvort ég megi fara út af því ég ætlaði að fara að líta á foreldra mína,“ segir Berglind. En þá var henni meinað að fara út og var sagt að fara aftur upp. Henni var samt ekkert sagt hvað væri um að vera og fannst óþægilegt að fá ekkert að vita nema að heyra það í útvarpinu. „Og ég vissi ekkert og fékk engar upplýsingar um hvað væri um að vera nema að kveikja á útvarpinu.“ Hún fylgdist grannt með út um gluggann og af svölunum og sá þegar lögreglan handtók manninn. Sjálf sagðist hún ekkert vita hvaða maður þetta væri. Skotárás við Miðvang Lögreglumál Hafnarfjörður Skotvopn Tengdar fréttir Var með barnið í bílnum þegar skotið var á hann Faðir og sex ára gamall sonur hans voru í öðrum bílanna sem skotið var á við Miðvang í Hafnarfirði í morgun. Lögreglan rannsakar skothríð sjötugs karlmanns á bílana sem tilraun til manndráps. 22. júní 2022 15:25 Maður í bílnum sem skotið var á Lögreglan er sögð rannsaka skotárás á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði í morgun sem tilraun til manndráps. Eigandi annars bílsins var inni í honum þegar karlmaður á sjötugsaldri skaut á hann. 22. júní 2022 14:53 Umsátrinu í Hafnarfirði lauk þegar maðurinn gaf sig fram Karlmaður á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa skotið á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði kom út úr íbúð sinni sjálfviljugur skömmu eftir hádegi og er nú í haldi lögreglu. Þar með lauk tæplega fjögurra klukkustunda löngu umsátursástandi. 22. júní 2022 12:36 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Berglind sem býr á áttundu hæð á Miðvangi 41, blokkinni við bílastæðið þar sem skotið var á tvo bíla í morgun, var enn skjálfandi þegar fréttamaður náði tali af henni skömmu eftir að búið var að handtaka skotmanninn. Berglind sagði í viðtalinu hafa fengið hringingu frá syni sínum í morgun þegar hann var á leið í vinnuna. Hún vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann tjáði henni að sérsveitin væri mætt fyrir utan blokkina hennar. Þegar hún fór svo út á svalir sá hún alla bílana fyrir utan og skildi ekkert hvað var að gerast. „Ég var mjög hrædd og óttaslegin,“ sagði hún aðspurð hvernig henni hefði liðið í morgun. „Og er enn skjálfandi af hræðslu af því maður veit ekkert. Maður verður svo rosalega óöruggur. Og fær ekkert að vita neitt.“ Skortur á upplýsingum Berglind fékk engar upplýsingar um hvað væri í gangi frá lögreglumönnunum sem voru á stigaganginum í blokkinni. Hún uppgötvaði ekki hvað væri að gerast fyrr en hún kveikti á útvarpinu. Þar að auki fór hún reglulega út í glugga til að athuga hvað væri í gangi en þorði ekki að fara niður til að kanna málið. „Klukkan rúmlega tíu fer ég til að athuga hvort ég megi fara út af því ég ætlaði að fara að líta á foreldra mína,“ segir Berglind. En þá var henni meinað að fara út og var sagt að fara aftur upp. Henni var samt ekkert sagt hvað væri um að vera og fannst óþægilegt að fá ekkert að vita nema að heyra það í útvarpinu. „Og ég vissi ekkert og fékk engar upplýsingar um hvað væri um að vera nema að kveikja á útvarpinu.“ Hún fylgdist grannt með út um gluggann og af svölunum og sá þegar lögreglan handtók manninn. Sjálf sagðist hún ekkert vita hvaða maður þetta væri.
Skotárás við Miðvang Lögreglumál Hafnarfjörður Skotvopn Tengdar fréttir Var með barnið í bílnum þegar skotið var á hann Faðir og sex ára gamall sonur hans voru í öðrum bílanna sem skotið var á við Miðvang í Hafnarfirði í morgun. Lögreglan rannsakar skothríð sjötugs karlmanns á bílana sem tilraun til manndráps. 22. júní 2022 15:25 Maður í bílnum sem skotið var á Lögreglan er sögð rannsaka skotárás á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði í morgun sem tilraun til manndráps. Eigandi annars bílsins var inni í honum þegar karlmaður á sjötugsaldri skaut á hann. 22. júní 2022 14:53 Umsátrinu í Hafnarfirði lauk þegar maðurinn gaf sig fram Karlmaður á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa skotið á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði kom út úr íbúð sinni sjálfviljugur skömmu eftir hádegi og er nú í haldi lögreglu. Þar með lauk tæplega fjögurra klukkustunda löngu umsátursástandi. 22. júní 2022 12:36 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Var með barnið í bílnum þegar skotið var á hann Faðir og sex ára gamall sonur hans voru í öðrum bílanna sem skotið var á við Miðvang í Hafnarfirði í morgun. Lögreglan rannsakar skothríð sjötugs karlmanns á bílana sem tilraun til manndráps. 22. júní 2022 15:25
Maður í bílnum sem skotið var á Lögreglan er sögð rannsaka skotárás á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði í morgun sem tilraun til manndráps. Eigandi annars bílsins var inni í honum þegar karlmaður á sjötugsaldri skaut á hann. 22. júní 2022 14:53
Umsátrinu í Hafnarfirði lauk þegar maðurinn gaf sig fram Karlmaður á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa skotið á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði kom út úr íbúð sinni sjálfviljugur skömmu eftir hádegi og er nú í haldi lögreglu. Þar með lauk tæplega fjögurra klukkustunda löngu umsátursástandi. 22. júní 2022 12:36