Markmiðið að ná manninum út heilum á húfi Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2022 12:25 Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og stöðvarstjóri í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að lögregla sé tilbúin að vera eins lengi og þarf við blokk við Miðvang í Hafnarfirði þar sem grunaður byssumaður er lokaður inni í íbúð. Markmiðið sé að ná manninum heilum á húfi út. Viðræður hafa staðið yfir við karlmann á sjötugsaldri frá því um átta leytið í morgun eftir að tilkynning barst um skothvelli við fjölbýlishús við Miðvang í morgun. Maðurinn er grunaður um að hafa skotið á kyrrstæðan bíl á bílastæði á milli blokkarinnar og leikskólans Víðivalla. Hann er talinn einn í íbúðinni. Fjölmennt lið vopnaðra sérsveitarmanna hafa verið á vettvangi frá því í morgun. Þá hefur lögregla notað dróna til að ná yfirlitsmyndum og vélmenni til að nálgast íbúðina. Ekki liggur fyrir af hvers konar skotvopi maðurinn hleypti í morgun. „Við höfum nægan tíma. Takmarkið er að fá manninn út heilan á húfi,“ sagði Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og stöðvarstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í Hafnarfirði, í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sagði hann lögreglu telja vettvanginn algerlega tryggan en stórt svæði hefur verið girt af í kringum blokkina. Íbúar í fjölbýlishúsinu og nærliggjandi húsum er gert að halda sig þar á meðan á umsátrinu stendur. Sautján börn og tuttugu og einn starfsmaður var mættur á leikskólann þegar umsátrið hófst í morgun. Skúli sagði þau öll örugg hlémegin í leikskólabyggingunni. Þeim hafi verið færður matur núna í hádeginu. Hafnarfjörður Lögreglumál Skotvopn Skotárás við Miðvang Tengdar fréttir Ræða við byssumann sem er einn inni í íbúð sinni Lögreglumenn reyna nú að ræða við karlmann á sjötugsaldri sem er grunaður um að skjóta á kyrrstæðan bíl fyrir utan fjölbýlishús við Miðvang í Hafnarfirði í morgun. Vopnaðir sérsveitarmenn eru á vettvangi og mikil viðbúnaður en grunaði byssumaðurinn er í íbúð í blokkinni. 22. júní 2022 09:29 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Viðræður hafa staðið yfir við karlmann á sjötugsaldri frá því um átta leytið í morgun eftir að tilkynning barst um skothvelli við fjölbýlishús við Miðvang í morgun. Maðurinn er grunaður um að hafa skotið á kyrrstæðan bíl á bílastæði á milli blokkarinnar og leikskólans Víðivalla. Hann er talinn einn í íbúðinni. Fjölmennt lið vopnaðra sérsveitarmanna hafa verið á vettvangi frá því í morgun. Þá hefur lögregla notað dróna til að ná yfirlitsmyndum og vélmenni til að nálgast íbúðina. Ekki liggur fyrir af hvers konar skotvopi maðurinn hleypti í morgun. „Við höfum nægan tíma. Takmarkið er að fá manninn út heilan á húfi,“ sagði Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og stöðvarstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í Hafnarfirði, í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sagði hann lögreglu telja vettvanginn algerlega tryggan en stórt svæði hefur verið girt af í kringum blokkina. Íbúar í fjölbýlishúsinu og nærliggjandi húsum er gert að halda sig þar á meðan á umsátrinu stendur. Sautján börn og tuttugu og einn starfsmaður var mættur á leikskólann þegar umsátrið hófst í morgun. Skúli sagði þau öll örugg hlémegin í leikskólabyggingunni. Þeim hafi verið færður matur núna í hádeginu.
Hafnarfjörður Lögreglumál Skotvopn Skotárás við Miðvang Tengdar fréttir Ræða við byssumann sem er einn inni í íbúð sinni Lögreglumenn reyna nú að ræða við karlmann á sjötugsaldri sem er grunaður um að skjóta á kyrrstæðan bíl fyrir utan fjölbýlishús við Miðvang í Hafnarfirði í morgun. Vopnaðir sérsveitarmenn eru á vettvangi og mikil viðbúnaður en grunaði byssumaðurinn er í íbúð í blokkinni. 22. júní 2022 09:29 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Ræða við byssumann sem er einn inni í íbúð sinni Lögreglumenn reyna nú að ræða við karlmann á sjötugsaldri sem er grunaður um að skjóta á kyrrstæðan bíl fyrir utan fjölbýlishús við Miðvang í Hafnarfirði í morgun. Vopnaðir sérsveitarmenn eru á vettvangi og mikil viðbúnaður en grunaði byssumaðurinn er í íbúð í blokkinni. 22. júní 2022 09:29