Tryggvi Snær troðið oftast allra í sögu Zaragoza Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2022 14:30 Tryggvi Snær treður boltanum gegn verðandi Spánarmeisturum Real Madríd á nýafstaðinni leiktíð. Juan Carlos García/Getty Images Körfuknattleiksmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason hefur troðið oftast allra í sögu spænska úrvalsdeildarliðsins Zaragoza. Greindi félagið frá þessu á samfélagsmiðlum sínum í dag. Hinn 24 ára gamli Tryggvi Snær leikur í stöðu miðherja og er engin smásmíð enda 2.16 metrar á hæð. Ásamt því að rífa reglulega niður fráköst þá er ljóst að Tryggvi Snær nýtir hæð sína oftar en ekki til að gnæfa yfir mótherjann og troða boltanum í körfuna þegar tækifæri gefst. Zaragoza staðfesti fyrr í dag að Tryggvi Snær væri nú sá leikmaður sem hefði troðið oftast allra í sögu félagsins. Alls hefur Tryggvi Snær troðið boltanum 122 sinnum í treyju félagsins. Hefur hann þar af leiðandi skorað 244 stig með troðslum ef stærðfræði blaðamanns svíkur ekki. Tryggvi Hlinason se convirtió esta temporada en el mejor matador de la historia de #CasademontZaragoza al alcanzar los 1 2 2 mates Fue en la jornada 30, en la victoria ante @CBBreogan por 82-85 Dar cera, pulir cera @EstherCasas_es pic.twitter.com/TsfwHVSzxV— Casademont Zaragoza (@CasademontZGZ) June 22, 2022 Tryggvi Snær hefur verið á mála hjá Zaragoza síðan árið 2019. Liðið ætlaði sér stóra hluti á nýafstaðinni leiktíð þar sem Real Madríd stóð uppi sem sigurvegari en á endanum var Zaragoza í bullandi fallbaráttu. Á endanum rétt slapp liðið við fall og átti Tryggvi Snær stóran þátt í að liðið hélt sæti sínu. Hann hefur verið búsettur frá Spáni frá 2017 og er samningsbundinn Zaragoza út næsta tímabil. Í viðtali við Vísi síðasta haust sagðist Tryggvi Snær ánægður á Spáni en draumurinn um að spila í NBA-deildinni í Bandaríkjunum lifði enn góðu lífi. Sem stendur verður að duga að troða boltanum á Spáni en hver veit nema Tryggvi Snær fái tækifæri til að gera slíkt hið sama í NBA-deildinni þegar fram líða stundir. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Bradley Beal til Clippers Körfubolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
Hinn 24 ára gamli Tryggvi Snær leikur í stöðu miðherja og er engin smásmíð enda 2.16 metrar á hæð. Ásamt því að rífa reglulega niður fráköst þá er ljóst að Tryggvi Snær nýtir hæð sína oftar en ekki til að gnæfa yfir mótherjann og troða boltanum í körfuna þegar tækifæri gefst. Zaragoza staðfesti fyrr í dag að Tryggvi Snær væri nú sá leikmaður sem hefði troðið oftast allra í sögu félagsins. Alls hefur Tryggvi Snær troðið boltanum 122 sinnum í treyju félagsins. Hefur hann þar af leiðandi skorað 244 stig með troðslum ef stærðfræði blaðamanns svíkur ekki. Tryggvi Hlinason se convirtió esta temporada en el mejor matador de la historia de #CasademontZaragoza al alcanzar los 1 2 2 mates Fue en la jornada 30, en la victoria ante @CBBreogan por 82-85 Dar cera, pulir cera @EstherCasas_es pic.twitter.com/TsfwHVSzxV— Casademont Zaragoza (@CasademontZGZ) June 22, 2022 Tryggvi Snær hefur verið á mála hjá Zaragoza síðan árið 2019. Liðið ætlaði sér stóra hluti á nýafstaðinni leiktíð þar sem Real Madríd stóð uppi sem sigurvegari en á endanum var Zaragoza í bullandi fallbaráttu. Á endanum rétt slapp liðið við fall og átti Tryggvi Snær stóran þátt í að liðið hélt sæti sínu. Hann hefur verið búsettur frá Spáni frá 2017 og er samningsbundinn Zaragoza út næsta tímabil. Í viðtali við Vísi síðasta haust sagðist Tryggvi Snær ánægður á Spáni en draumurinn um að spila í NBA-deildinni í Bandaríkjunum lifði enn góðu lífi. Sem stendur verður að duga að troða boltanum á Spáni en hver veit nema Tryggvi Snær fái tækifæri til að gera slíkt hið sama í NBA-deildinni þegar fram líða stundir. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Bradley Beal til Clippers Körfubolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira