Fátt um svör hjá Icelandair eftir að allur farangurinn týndist Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 21. júní 2022 23:52 Farþegar Icelandair hafa ekki enn fengið farangurinn sinn afhentan síðan á mánudag. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Farþegar flugsins FI506 á vegum Icelandair til Schiphol flugvallar í Hollandi hafa ekki enn fengið farangurinn sinn afhentan síðan þau lentu um hádegi síðastliðinn mánudag. Farþegar hafa lítil svör fengið frá Icelandair þrátt fyrir að hafa reynt að hafa samband símleiðis og með netspjalli. „Tengdapabbi minn var að bjóða allri stórfjölskyldunni í þetta frí, við erum alveg tíu eða ellefu saman,“ segir Ásgeir Stefánsson, einn farþega úr fluginu. Ásgeir segir engan hafa fengið töskurnar sínar. „Við höfum engar fréttir enn þá fengið hvar töskurnar eru niður komnar eða hvenær við fáum þær.“ „Það er náttúrulega enginn með sundföt eða snyrtivörur eða neitt þannig við bara fórum og keyptum okkur helstu nauðsynjar og vonum bara að okkar ferðatryggingar eða Icelandair borgi okkur einhvern hluta af skaðanum af því við náttúrulega viljum ekki að þetta eyðileggi fríið,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir alla hafa verið þreytta og pirraða en vonar að þau geti nú farið að njóta eftir að hafa keypt sér helstu nauðsynjar. Hópurinn keypti föt til skiptanna í Primark.Aðsent Það er þó ekki einungis fatnaður eða snyrtivörur sem fjölskyldan saknar. „Við lásum einhvers staðar að það væri ekki æskilegt að hafa mikið af lyfjum í handfarangri og að nálar væru ekki leyfðar en þetta kennir manni að vera við öllu viðbúinn og taka allt með í vélina sem þarf að nota. Sonur okkar er með slæmt exem og getur fengið slæm kláðaköst og er bæði með sérstaka sprautu sem átti að nota í ferðinni og einnig steratöflur og sterakrem ef kláði myndast. Maður er ekki viss hvað má taka með sér og hvað ekki en lærir af þessu.“ Smá svekktur að hafa ekki verið látinn vita „Maður var sjálfur búinn að vera að sjá fréttir á erlendum fréttamiðlum að ástandið á Schiphol væri slæmt, væru einhver verkföll og það væri farangur að hlaðast upp og svona vesen sko, þess vegna er maður smá svekktur að hafa ekki verið látinn vita að ástandið væri svona.“ Að endingu segir Ásgeir að „ef Icelandair hefði látið vita að þetta ástand væri líklegt eða möguleiki þá hefði kannski verið hægt að afstýra þessu.“ „Við höfum ekki fengið neinn tölvupóst eða hringingu frá Icelandair.“ Holland Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
„Tengdapabbi minn var að bjóða allri stórfjölskyldunni í þetta frí, við erum alveg tíu eða ellefu saman,“ segir Ásgeir Stefánsson, einn farþega úr fluginu. Ásgeir segir engan hafa fengið töskurnar sínar. „Við höfum engar fréttir enn þá fengið hvar töskurnar eru niður komnar eða hvenær við fáum þær.“ „Það er náttúrulega enginn með sundföt eða snyrtivörur eða neitt þannig við bara fórum og keyptum okkur helstu nauðsynjar og vonum bara að okkar ferðatryggingar eða Icelandair borgi okkur einhvern hluta af skaðanum af því við náttúrulega viljum ekki að þetta eyðileggi fríið,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir alla hafa verið þreytta og pirraða en vonar að þau geti nú farið að njóta eftir að hafa keypt sér helstu nauðsynjar. Hópurinn keypti föt til skiptanna í Primark.Aðsent Það er þó ekki einungis fatnaður eða snyrtivörur sem fjölskyldan saknar. „Við lásum einhvers staðar að það væri ekki æskilegt að hafa mikið af lyfjum í handfarangri og að nálar væru ekki leyfðar en þetta kennir manni að vera við öllu viðbúinn og taka allt með í vélina sem þarf að nota. Sonur okkar er með slæmt exem og getur fengið slæm kláðaköst og er bæði með sérstaka sprautu sem átti að nota í ferðinni og einnig steratöflur og sterakrem ef kláði myndast. Maður er ekki viss hvað má taka með sér og hvað ekki en lærir af þessu.“ Smá svekktur að hafa ekki verið látinn vita „Maður var sjálfur búinn að vera að sjá fréttir á erlendum fréttamiðlum að ástandið á Schiphol væri slæmt, væru einhver verkföll og það væri farangur að hlaðast upp og svona vesen sko, þess vegna er maður smá svekktur að hafa ekki verið látinn vita að ástandið væri svona.“ Að endingu segir Ásgeir að „ef Icelandair hefði látið vita að þetta ástand væri líklegt eða möguleiki þá hefði kannski verið hægt að afstýra þessu.“ „Við höfum ekki fengið neinn tölvupóst eða hringingu frá Icelandair.“
Holland Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira