Vill ekki skipta sér opinberlega af máli Assange Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2022 12:20 Borði til stuðnings Julian Assange í Sydney. AP/Mark Baker Nýkjörinn forsætisráðherra Ástralíu ætlar ekki að óska þess opinberlega að Bandaríkjastjórn láti mál sitt gegn Ástralanum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, niður falla. Bresk stjórnvöld eru tilbúin að framselja hann vestur um haf. Þrýst hefur verið á áströlsku ríkisstjórnina að grípa inn í eftir að innanríkisráðherra Bretlands skipaði fyrir um að Assange skyldi framseldur til Bandaríkjanna í síðustu viku. Anthony Albanese, nýr forsætisráðherra, vill ekki gefa upp hvort hann hafi rætt við Joe Biden Bandaríkjaforseta um mál Assange. „Ég ætla mér að leiða ríkisstjórn sem á í háttvísum og viðeigandi samskiptum við bandamenn okkar,“ sagði Albanese við fréttamenn, að sögn AP-fréttastofunnar. Dóms- og utanríkisráðherra áströlsku stjórnarinnar segja mál Assange hafa dregist of mikið á langinn að það ætti að leiða til lykta. Assange er ákærður fyrir brot á njósnalögum í Bandaríkjunum. Hann hafi lagt á ráðin um tölvuinnbrot með Chelsea Manning, sem þá var greinandi fyrir leyniþjónustu Bandaríkjahers, þar sem fjöldi sendiráðsskjala var stolið. Skjölin voru svo birt á Wikileaks án þess að nöfn fólk væru fjarlægð en það segja saksóknarar að hafi sett hundruð manna í lífshættu, þar á meðal fólk sem aðstoðaði Bandaríkjaher í Írak og Afganistan. Einhverjir þeirra hafi horfið eftir uppljóstranir Wikileaks. Fjölmiðlar sem unnu í fyrstu með Wikileaks að birtingu gagnanna birtu ekki nöfn fólksins. Assange brenndi fljótt flestar brýr að baki sér í samskiptum við fjölmiðlana. Lögmenn Assange ætla að kæra ákvörðun breska innanríkisráðherrans um að framselja hann. Stella Assange, eiginkona hans, segir að hann sé sóttur til saka fyrir að afhjúpa stríðsglæpi. Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, mildaði refsingu Chelsea Manning rétt áður en hann yfirgaf embættið árið 2017. Mál Julians Assange Ástralía Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Segir að Assange muni áfrýja: „Þessi slagur heldur áfram“ Innanríkisráðherra Bretlands hefur gefið grænt ljós á framsal Julians Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Ritstjóri Wikileaks segir um pólitískar ofsóknir að ræða og málinu sé ekki lokið fyrir dómstólum. 17. júní 2022 11:36 Innanríkisráðherra Bretlands gefur grænt ljós á framsal Assange Priti Patel innanríkisráðherra Bretlands hefur gefið grænt ljós á framsal Julians Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. 17. júní 2022 09:33 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Þrýst hefur verið á áströlsku ríkisstjórnina að grípa inn í eftir að innanríkisráðherra Bretlands skipaði fyrir um að Assange skyldi framseldur til Bandaríkjanna í síðustu viku. Anthony Albanese, nýr forsætisráðherra, vill ekki gefa upp hvort hann hafi rætt við Joe Biden Bandaríkjaforseta um mál Assange. „Ég ætla mér að leiða ríkisstjórn sem á í háttvísum og viðeigandi samskiptum við bandamenn okkar,“ sagði Albanese við fréttamenn, að sögn AP-fréttastofunnar. Dóms- og utanríkisráðherra áströlsku stjórnarinnar segja mál Assange hafa dregist of mikið á langinn að það ætti að leiða til lykta. Assange er ákærður fyrir brot á njósnalögum í Bandaríkjunum. Hann hafi lagt á ráðin um tölvuinnbrot með Chelsea Manning, sem þá var greinandi fyrir leyniþjónustu Bandaríkjahers, þar sem fjöldi sendiráðsskjala var stolið. Skjölin voru svo birt á Wikileaks án þess að nöfn fólk væru fjarlægð en það segja saksóknarar að hafi sett hundruð manna í lífshættu, þar á meðal fólk sem aðstoðaði Bandaríkjaher í Írak og Afganistan. Einhverjir þeirra hafi horfið eftir uppljóstranir Wikileaks. Fjölmiðlar sem unnu í fyrstu með Wikileaks að birtingu gagnanna birtu ekki nöfn fólksins. Assange brenndi fljótt flestar brýr að baki sér í samskiptum við fjölmiðlana. Lögmenn Assange ætla að kæra ákvörðun breska innanríkisráðherrans um að framselja hann. Stella Assange, eiginkona hans, segir að hann sé sóttur til saka fyrir að afhjúpa stríðsglæpi. Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, mildaði refsingu Chelsea Manning rétt áður en hann yfirgaf embættið árið 2017.
Mál Julians Assange Ástralía Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Segir að Assange muni áfrýja: „Þessi slagur heldur áfram“ Innanríkisráðherra Bretlands hefur gefið grænt ljós á framsal Julians Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Ritstjóri Wikileaks segir um pólitískar ofsóknir að ræða og málinu sé ekki lokið fyrir dómstólum. 17. júní 2022 11:36 Innanríkisráðherra Bretlands gefur grænt ljós á framsal Assange Priti Patel innanríkisráðherra Bretlands hefur gefið grænt ljós á framsal Julians Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. 17. júní 2022 09:33 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Segir að Assange muni áfrýja: „Þessi slagur heldur áfram“ Innanríkisráðherra Bretlands hefur gefið grænt ljós á framsal Julians Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Ritstjóri Wikileaks segir um pólitískar ofsóknir að ræða og málinu sé ekki lokið fyrir dómstólum. 17. júní 2022 11:36
Innanríkisráðherra Bretlands gefur grænt ljós á framsal Assange Priti Patel innanríkisráðherra Bretlands hefur gefið grænt ljós á framsal Julians Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. 17. júní 2022 09:33