Óþekktur þarmasjúkdómur hrjáir íbúa Norður-Kóreu Bjarki Sigurðsson skrifar 20. júní 2022 10:27 Heilbrigðisstarfsmenn í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, sótthreinsa gólf í verksmiðju. AP/Cha Song Ho Að minnsta kosti átta hundruð fjölskyldur hafa þurft að leggjast inn á spítala í Norður-Kóreu með veiki sem ríkismiðill landsins hefur kallað „óþekktan þarmasjúkdóm“. Sjúkdómurinn hefur verið í mikilli dreifingu í Suður-Hwanghae héraði sem staðsett er um 75 kílómetra frá höfuðborginni Pyongyang. Í héraðinu er einna helst stundaður landbúnaður og hafa yfirvöld reynt að koma í veg fyrir að hann dragist saman á meðan leitað er leiða til að útrýma sjúkdómnum. Yfirvöld í Suður-Kóreu telja að þarmasjúkdómurinn dularfulli sé kólera eða taugaveiki. Íbúar Norður-Kóreu eru ekki einungis að glíma við þennan þarmasjúkdóm heldur fjölgar þeim sem greinast með, það sem stjórnvöld þar í landi kalla, „hita“ hvern einasta dag. Hitinn sem um ræðir er að öllum líkindum Covid-19 sem hefur nýlega náð inn í þetta annars lokaða land. Mynd frá ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu af einræðisherranum sjálfum að undirbúa lyfjasendingu.KCNA/AP Íbúar Suður-Hwanghae héraðs munu vera skimaðir fyrir sjúkdómnum og þeir sem greinast með hann fara í einangrun samstundis. Yfirvöld telja að einangrun sé lykillinn að því að útrýma sjúkdómnum. Verið er að gera ráðstafanir til að sótthreinsa allt vatn sem notað er í héraðinu. Þá verður lyfi, sem sagt er að hafi verið þróað af einræðisherranum Kim Jong Un og systur hans, dreift til íbúa héraðsins. Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ráðgátan um útbreiðslu Covid-19 í Norður-Kóreu Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru sögð hvetja íbúa til þess að sjóða greni og drekka saltvatn til að vinna bug á Covid-veikindum. Lyf eru af skornum skammti í landinu og íbúar óbólusettir, en stjórnvöld hafa hafnað allri aðstoð frá alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. 5. júní 2022 22:00 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira
Sjúkdómurinn hefur verið í mikilli dreifingu í Suður-Hwanghae héraði sem staðsett er um 75 kílómetra frá höfuðborginni Pyongyang. Í héraðinu er einna helst stundaður landbúnaður og hafa yfirvöld reynt að koma í veg fyrir að hann dragist saman á meðan leitað er leiða til að útrýma sjúkdómnum. Yfirvöld í Suður-Kóreu telja að þarmasjúkdómurinn dularfulli sé kólera eða taugaveiki. Íbúar Norður-Kóreu eru ekki einungis að glíma við þennan þarmasjúkdóm heldur fjölgar þeim sem greinast með, það sem stjórnvöld þar í landi kalla, „hita“ hvern einasta dag. Hitinn sem um ræðir er að öllum líkindum Covid-19 sem hefur nýlega náð inn í þetta annars lokaða land. Mynd frá ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu af einræðisherranum sjálfum að undirbúa lyfjasendingu.KCNA/AP Íbúar Suður-Hwanghae héraðs munu vera skimaðir fyrir sjúkdómnum og þeir sem greinast með hann fara í einangrun samstundis. Yfirvöld telja að einangrun sé lykillinn að því að útrýma sjúkdómnum. Verið er að gera ráðstafanir til að sótthreinsa allt vatn sem notað er í héraðinu. Þá verður lyfi, sem sagt er að hafi verið þróað af einræðisherranum Kim Jong Un og systur hans, dreift til íbúa héraðsins.
Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ráðgátan um útbreiðslu Covid-19 í Norður-Kóreu Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru sögð hvetja íbúa til þess að sjóða greni og drekka saltvatn til að vinna bug á Covid-veikindum. Lyf eru af skornum skammti í landinu og íbúar óbólusettir, en stjórnvöld hafa hafnað allri aðstoð frá alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. 5. júní 2022 22:00 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira
Ráðgátan um útbreiðslu Covid-19 í Norður-Kóreu Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru sögð hvetja íbúa til þess að sjóða greni og drekka saltvatn til að vinna bug á Covid-veikindum. Lyf eru af skornum skammti í landinu og íbúar óbólusettir, en stjórnvöld hafa hafnað allri aðstoð frá alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. 5. júní 2022 22:00