Vaktin: Segir Rússa halda Afríku í gíslingu Hólmfríður Gísladóttir og Árni Sæberg skrifa 20. júní 2022 08:23 Vólódímír Selenskí ávarpaði Afríkusambandið í dag. Hann segir hækkandi matvælaverði í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu halda Afríku í gíslingu Rússa. UKRAINIAN PRESIDENTIAL PRESS SER/EPA Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segist eiga von á því að Rússar muni auka árásir sínar á Úkraínu og jafnvel önnur Evrópulönd í vikunni, í kjölfar ákvörðunar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að mæla með því að Úkraína fái formlega stöðu umsóknarríkis. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í dag um leiðir til að greiða fyrir útflutningi milljóna tonna af kornvöru sem sitja föst í birgðageymslum í Úkraínu. Til skoðunar er að tryggja sjóflutninga frá landinu gegn afléttingu afmarkaðra viðskiptaþvingana gegn Rússum. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, hefur varað við því að stríðið í Úkraínu kunni að vara í nokkur ár og að átökin muni krefjast áframhaldandi stuðnings Nató og annarra bandamanna við Úkraínumenn. Rannsóknarteymi á vegum New York Times hefur greint fleiri en 2.000 skotfæri notuð af Rússum en bróðurpartur þeirra var „ónákvæmur“, það er að segja það var ómögulegt að segja til um hvar þau myndu lenda. Þá reyndust 210 vopn vera bönnuð samkvæmt ýmsum sáttmálum. Stjórnvöld í Þýskalandi hyggjast draga úr notkun gass til raforkuframleiðslu en reiða sig þess í stað í auknum mæli á kolaknúin orkuver. Sama er uppi á teningnum í Austurríki. Innflutningur Kínverja á olíu frá Rússlandi hefur aukist um 55 prósent frá fyrra ári og Rússar eru nú stærsti útflutningsaðili olíu til Kína. Kínverjar keyptu áður stærstan hluta olíu sinnar frá Sádi Arabíu.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í dag um leiðir til að greiða fyrir útflutningi milljóna tonna af kornvöru sem sitja föst í birgðageymslum í Úkraínu. Til skoðunar er að tryggja sjóflutninga frá landinu gegn afléttingu afmarkaðra viðskiptaþvingana gegn Rússum. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, hefur varað við því að stríðið í Úkraínu kunni að vara í nokkur ár og að átökin muni krefjast áframhaldandi stuðnings Nató og annarra bandamanna við Úkraínumenn. Rannsóknarteymi á vegum New York Times hefur greint fleiri en 2.000 skotfæri notuð af Rússum en bróðurpartur þeirra var „ónákvæmur“, það er að segja það var ómögulegt að segja til um hvar þau myndu lenda. Þá reyndust 210 vopn vera bönnuð samkvæmt ýmsum sáttmálum. Stjórnvöld í Þýskalandi hyggjast draga úr notkun gass til raforkuframleiðslu en reiða sig þess í stað í auknum mæli á kolaknúin orkuver. Sama er uppi á teningnum í Austurríki. Innflutningur Kínverja á olíu frá Rússlandi hefur aukist um 55 prósent frá fyrra ári og Rússar eru nú stærsti útflutningsaðili olíu til Kína. Kínverjar keyptu áður stærstan hluta olíu sinnar frá Sádi Arabíu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Sjá meira