Skar mann á fæti með brotinni flösku Eiður Þór Árnason skrifar 19. júní 2022 07:57 Fjölbreytt verkefni komu inn á borð lögreglu í gærkvöldi og nótt. Vísir/Kolbeinn Tumi Maður réðst á dyravörð í miðborg Reykjavíkur á þriðja tímanum í nótt og skar hann á fæti með brotinni flösku, að sögn lögreglu. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Einnig var tilkynnt um aðra líkamsárás á veitingahúsi í miðborginni þar sem ölvaður maður er sagður hafa kastað glasi upp í loftið með þeim afleiðingum að annar maður fékk það í höfuðið og hlaut minniháttar áverka á eyra. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en 115 mál voru skráð í hana frá klukkan 17 í gærkvöldi fram til 5 í morgun. Fjórir voru vistaðir í fangageymslu og voru þrjár tilkynningar um minniháttar líkamsárásir í miðborginni. Nokkuð var um tilkynningar vegna hávaða þar sem fólk fagnaði útskriftum. Sagður hafa brotið rúðu á stigagangi Lögreglu var tilkynnt um reiðhjólaslys í miðborginni í gærkvöldi þar sem maður datt af hjóli og slasaðist á mjöðm og víðar. Sá var fluttur með sjúkrabíl á bráðadeild til aðhlynningar en að sögn lögreglu upplifði hann miklar höfuðkvalir og sjóntruflanir. Hann er sagður hafa verið hjálmlaus. Maður í annarlegu ástandi var handtekinn á stigagangi íbúðarhúsnæðis í Múlum í Reykjavík. Maðurinn er sagður hafa verið á nærbuxum og sokkum einum klæða en hann er talinn hafa brotið rúðu og mögulega skemmt barnareiðhjól og fleira. Maðurinn var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Lögregla handtók ölvaðan mann á veitingahúsi í miðbæ Hafnarfjarðar á öðrum tímanum í nótt en sá er sagður hafa ráðist á annan og rifið skyrtubol hans. Að sögn lögreglu var maðurinn í höndum dyravarða þegar hún kom á staðinn en maðurinn vildi ekki segja lögreglu hvar hann væri búsettur. Var hann því vistaður í fangageymslu lögreglu sökum ástands. Reiddi barnið ölvaður á vespu í vanþökk móður Tilkynnt var um mann í Grafarvogi um þrjú í nótt sem var sagður ýta kerru á undan sér með grilli og reyna að opna bifreiðar í hverfinu. Maðurinn var farinn þegar lögregla kom á vettvang og hafði skilið eftir kerruna með grillinu. Afskipti voru höfð af ökumanni vespu í miðborg Reykjavíkur þar sem hann hafði ekið með fimm ára barn á hjólinu. Að sögn lögreglu hafði móðir barnsins ekki gefið leyfi fyrir þessu og var barnið ekki með neinn öryggisbúnað. Hinn 55 ára ökumaður var handtekinn grunaður um ölvun við akstur og var látinn laus að lokinni sýnatöku. Höfðu afskipti af ökumönnum á nagladekkjum Lögreglu var tilkynnt um að maður hafi stolið rafmagnshlaupahjóli í Múlum. Tilkynnandi sagði þann grunaða hafa verið á hlaupahjóli og haldið á öðru. Tilkynnandi náði að hlaupa á eftir manninum og kom að þar sem hinn grunaði rétti öðrum manni hjólið. Sá sagði vin sinn eiga hjólið og hljóp á brott en sá sem tilkynnti málið segir það ekki vera rétt. Einnig var þó nokkuð um að lögregla hafði afskipti af ökumönnum grunuðum um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá skipti lögregla sér af tveimur ökumönnum sem óku um á nagladekkjum. Lögreglumál Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Einnig var tilkynnt um aðra líkamsárás á veitingahúsi í miðborginni þar sem ölvaður maður er sagður hafa kastað glasi upp í loftið með þeim afleiðingum að annar maður fékk það í höfuðið og hlaut minniháttar áverka á eyra. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en 115 mál voru skráð í hana frá klukkan 17 í gærkvöldi fram til 5 í morgun. Fjórir voru vistaðir í fangageymslu og voru þrjár tilkynningar um minniháttar líkamsárásir í miðborginni. Nokkuð var um tilkynningar vegna hávaða þar sem fólk fagnaði útskriftum. Sagður hafa brotið rúðu á stigagangi Lögreglu var tilkynnt um reiðhjólaslys í miðborginni í gærkvöldi þar sem maður datt af hjóli og slasaðist á mjöðm og víðar. Sá var fluttur með sjúkrabíl á bráðadeild til aðhlynningar en að sögn lögreglu upplifði hann miklar höfuðkvalir og sjóntruflanir. Hann er sagður hafa verið hjálmlaus. Maður í annarlegu ástandi var handtekinn á stigagangi íbúðarhúsnæðis í Múlum í Reykjavík. Maðurinn er sagður hafa verið á nærbuxum og sokkum einum klæða en hann er talinn hafa brotið rúðu og mögulega skemmt barnareiðhjól og fleira. Maðurinn var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Lögregla handtók ölvaðan mann á veitingahúsi í miðbæ Hafnarfjarðar á öðrum tímanum í nótt en sá er sagður hafa ráðist á annan og rifið skyrtubol hans. Að sögn lögreglu var maðurinn í höndum dyravarða þegar hún kom á staðinn en maðurinn vildi ekki segja lögreglu hvar hann væri búsettur. Var hann því vistaður í fangageymslu lögreglu sökum ástands. Reiddi barnið ölvaður á vespu í vanþökk móður Tilkynnt var um mann í Grafarvogi um þrjú í nótt sem var sagður ýta kerru á undan sér með grilli og reyna að opna bifreiðar í hverfinu. Maðurinn var farinn þegar lögregla kom á vettvang og hafði skilið eftir kerruna með grillinu. Afskipti voru höfð af ökumanni vespu í miðborg Reykjavíkur þar sem hann hafði ekið með fimm ára barn á hjólinu. Að sögn lögreglu hafði móðir barnsins ekki gefið leyfi fyrir þessu og var barnið ekki með neinn öryggisbúnað. Hinn 55 ára ökumaður var handtekinn grunaður um ölvun við akstur og var látinn laus að lokinni sýnatöku. Höfðu afskipti af ökumönnum á nagladekkjum Lögreglu var tilkynnt um að maður hafi stolið rafmagnshlaupahjóli í Múlum. Tilkynnandi sagði þann grunaða hafa verið á hlaupahjóli og haldið á öðru. Tilkynnandi náði að hlaupa á eftir manninum og kom að þar sem hinn grunaði rétti öðrum manni hjólið. Sá sagði vin sinn eiga hjólið og hljóp á brott en sá sem tilkynnti málið segir það ekki vera rétt. Einnig var þó nokkuð um að lögregla hafði afskipti af ökumönnum grunuðum um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá skipti lögregla sér af tveimur ökumönnum sem óku um á nagladekkjum.
Lögreglumál Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira