Samkomur á morgun gætu leitt til mikillar fjölgunar: „Við þurfum að ganga hægt um gleðinnar dyr“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. júní 2022 20:30 Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir stöðuna á spítalanum afleita af mörgum ástæðum. Vísir/Sigurjón Alvarleg veikindi vegna Covid hafa aukist talsvert síðustu daga. Yfirlæknir á Landspítala segir stöðuna afleita. Tíminn muni leiða í ljós hvort þörf sé á aðgerðum í samfélaginu. Útbreiðsla kórónuveirunnar hefur aukist töluvert í samfélaginu en samkvæmt opinberum tölum greinast nú um og yfir 200 manns á dag. Sá fjöldi er þó líklegast hærri þar sem margir greinast aðeins með heimaprófi. Áhrifin eru þegar byrjuð að koma í ljós á Landspítala. „Þessi aukni fjöldi úti í bæ, hann leiðir til þess að það hefur verið hæg aukning í innlögnum hjá okkur og svo gerist það núna síðastliðinn sólarhring að það kemur upp fjöldasmit á nokkrum starfseiningum spítalans,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild spítalans. Þrjátíu sjúklingar eru nú inniliggjandi á Landspítala, ýmist með eða vegna Covid, og hafa þeir ekki verið fleiri frá því í byrjun apríl. Tveir eru á gjörgæslu, þar af einn í öndunarvél. Flestir þeirra sem liggja nú inni eru yfir sjötugt og eru margir þeirra einnig að kljást við önnur veikindi. „Staðan er bara afleit,“ segir Már en ýmislegt flækir málin, til að mynda koma apabólunnar og erfið staða bráðamóttökunnar. Þá er mönnun takmarkandi þáttur. „Starfsmenn eru náttúrulega í auknum mæli að fara í orlof, langþráð orlof, þannig þetta hittir okkur á mjög erfiðum tíma.“ Allt önnur staða en þó mikilvægt að bregðast við Landspítalinn hefur gripið til hertra aðgerða til að bregðast við stöðunni, meðal annars með því að taka aftur upp grímuskyldu og að takmarka heimsóknir, og tóku þær breytingar gildi á hádegi í dag. Þá hefur sóttvarnalæknir mælt eindregið með fjórða bóluefnaskammtinum fyrir eldri einstaklinga og þá sem eru í sérstakri hættu en allir geta þó óskað eftir fjórða skammtinum. „Með þetta í farteskinu þá krossar maður fingur og vonar að þetta dugi nú, en við vitum öll hvernig þetta smitast,“ segir Már og vísar til mikilvægi handþvottar og persónubundinna sýkingavarna. Hann bendir einnig á að grímunotkun í almennum rýmum sé ekki slæm hugmynd en of snemmt sé að segja til um hvort þörf sé á takmörkunum í samfélaginu. „Ég held að við þurfum aðeins að sjá hvernig þessu vindur fram. En staðan í dag er náttúrulega allt önnur en í upphafi faraldursins þegar við höfðum ekkert ónæmi í samfélaginu,“ segir hann. „En fyrir fjölveika, hruma einstaklinga, þá eru þetta oft mjög erfið veikindi.“ Bregðast þurfi við, enda ljóst að þungt og erfitt sumar sé fram undan. „Við þurfum einhvern veginn að ganga hægt um gleðinnar dyr, en á morgun er 17. júní og þar koma þúsundir manna saman. Þannig það gæti leitt til geigvænlegar fjölgunar í samfélaginu,“ segir Már. „En aftur, tíminn mun leiða þetta í ljós.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Sjá meira
Útbreiðsla kórónuveirunnar hefur aukist töluvert í samfélaginu en samkvæmt opinberum tölum greinast nú um og yfir 200 manns á dag. Sá fjöldi er þó líklegast hærri þar sem margir greinast aðeins með heimaprófi. Áhrifin eru þegar byrjuð að koma í ljós á Landspítala. „Þessi aukni fjöldi úti í bæ, hann leiðir til þess að það hefur verið hæg aukning í innlögnum hjá okkur og svo gerist það núna síðastliðinn sólarhring að það kemur upp fjöldasmit á nokkrum starfseiningum spítalans,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild spítalans. Þrjátíu sjúklingar eru nú inniliggjandi á Landspítala, ýmist með eða vegna Covid, og hafa þeir ekki verið fleiri frá því í byrjun apríl. Tveir eru á gjörgæslu, þar af einn í öndunarvél. Flestir þeirra sem liggja nú inni eru yfir sjötugt og eru margir þeirra einnig að kljást við önnur veikindi. „Staðan er bara afleit,“ segir Már en ýmislegt flækir málin, til að mynda koma apabólunnar og erfið staða bráðamóttökunnar. Þá er mönnun takmarkandi þáttur. „Starfsmenn eru náttúrulega í auknum mæli að fara í orlof, langþráð orlof, þannig þetta hittir okkur á mjög erfiðum tíma.“ Allt önnur staða en þó mikilvægt að bregðast við Landspítalinn hefur gripið til hertra aðgerða til að bregðast við stöðunni, meðal annars með því að taka aftur upp grímuskyldu og að takmarka heimsóknir, og tóku þær breytingar gildi á hádegi í dag. Þá hefur sóttvarnalæknir mælt eindregið með fjórða bóluefnaskammtinum fyrir eldri einstaklinga og þá sem eru í sérstakri hættu en allir geta þó óskað eftir fjórða skammtinum. „Með þetta í farteskinu þá krossar maður fingur og vonar að þetta dugi nú, en við vitum öll hvernig þetta smitast,“ segir Már og vísar til mikilvægi handþvottar og persónubundinna sýkingavarna. Hann bendir einnig á að grímunotkun í almennum rýmum sé ekki slæm hugmynd en of snemmt sé að segja til um hvort þörf sé á takmörkunum í samfélaginu. „Ég held að við þurfum aðeins að sjá hvernig þessu vindur fram. En staðan í dag er náttúrulega allt önnur en í upphafi faraldursins þegar við höfðum ekkert ónæmi í samfélaginu,“ segir hann. „En fyrir fjölveika, hruma einstaklinga, þá eru þetta oft mjög erfið veikindi.“ Bregðast þurfi við, enda ljóst að þungt og erfitt sumar sé fram undan. „Við þurfum einhvern veginn að ganga hægt um gleðinnar dyr, en á morgun er 17. júní og þar koma þúsundir manna saman. Þannig það gæti leitt til geigvænlegar fjölgunar í samfélaginu,“ segir Már. „En aftur, tíminn mun leiða þetta í ljós.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Sjá meira