Ekkert saknæmt við dauða Lars Vilks Atli Ísleifsson skrifar 16. júní 2022 07:54 Lars Vilks hafði borist ótal líflátshótanir vegna Múhameðsteikninga eftir hann sem birtist í sænsku dagblaði árið 2007. EPA Lögregla í Svíþjóð hefur lokið við rannsókn á dauða listamannsins Lars Vilks og tveggja lögreglumanna sem fórust í bílslysi skammt frá Markaryd í Smálöndunum á síðasta ári. Niðurstaðan er sú að ekkert saknæmt hafi átt sér stað. Ráðist var í rannsóknina vegna mögulegs gruns um að Vilks hafi verið ráðinn bani, en hann naut lögregluverndar vegna ítrekaðra hótana sem honum hafði borist vegna teikninga sinna af Múhameð spámanni. Sænska lögreglan greindi frá niðurstöðu rannsóknarinnar í gær og sagði að um „hörmulegt slys“ hafi verið að ræða. Ítarleg rannsókn hafi verið gerð á slysinu, þar sem tæknirannsókn var gerð á slysstaðnum, bíllinn rannsakaður í bak og fyrir og rætt var við vitni. Frá slysstaðnum á E4-hraðbrautinni nærri Markaryd í október á síðasta ári.EPA Verið var að flytja Vilks í lögreglubíl eftir E4-hraðbrautinni þegar hann rakst á miklum hraða á vörubíl og varð alelda. Tveir lögreglumenn, auk hins 75 ára Vilks, létust í slysinu. Er talið líklegast að eitt dekkja lögreglubílsins hafi sprungið á ferð og við það hafi ökumaðurinn misst stjórn á bílnum og farið yfir á öfugan vegarhelming þar sem vörubíll kom aðvífandi. Ekki hafi verið um glæp að ræða. Listaverk Vilks, Nimis, á suðvesturströnd Skánar.EPA Vilks var meðal annars þekktur fyrir að hafa teiknað Múhameð spámann sem hund sem birtist í sænsku dagblaði árið 2007. Myndin vakti hörð viðbrögð og hafði Vilks ítrekað borist ótal líflátshótanir vegna þeirra. Árið 2015 var hann helsta skotmark hryðjuverkamanns sem gerði árás á menningarhúsið Krudttønden í Kaupmannahöfn. Vilks var þá hluti af ráðstefnu sem fram fór í húsinu. Einn lést í árásinni og þrír særðust, en Vilks slapp. Svíþjóð Tengdar fréttir Umdeildi listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi Sænski listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi í dag ásamt tveimur lögregluþjónum. Vilks hafði undanfarin ár notið verndar lögreglu vegna fjölda líflátshótana sem honum höfðu borist vegna teikninga hans af Múhameð spámanni. 3. október 2021 22:55 Allt bendir til að um slys hafi verið að ræða en ætla að leita af sér allan grun Lögregla í Svíþjóð segir allt benda til að um slys hafi verið að ræða þegar bíll með listamanninn Lars Vilks og tvo lögreglumenn um borð, rakst á vörubíl á hraðbraut í sænsku Smálöndunum í gær. Vilks og lögreglumennirnir sem gættu hans, létust í árekstrinum, en ökumaður vörubílsins var fluttur á sjúkrahús. 4. október 2021 09:42 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Ráðist var í rannsóknina vegna mögulegs gruns um að Vilks hafi verið ráðinn bani, en hann naut lögregluverndar vegna ítrekaðra hótana sem honum hafði borist vegna teikninga sinna af Múhameð spámanni. Sænska lögreglan greindi frá niðurstöðu rannsóknarinnar í gær og sagði að um „hörmulegt slys“ hafi verið að ræða. Ítarleg rannsókn hafi verið gerð á slysinu, þar sem tæknirannsókn var gerð á slysstaðnum, bíllinn rannsakaður í bak og fyrir og rætt var við vitni. Frá slysstaðnum á E4-hraðbrautinni nærri Markaryd í október á síðasta ári.EPA Verið var að flytja Vilks í lögreglubíl eftir E4-hraðbrautinni þegar hann rakst á miklum hraða á vörubíl og varð alelda. Tveir lögreglumenn, auk hins 75 ára Vilks, létust í slysinu. Er talið líklegast að eitt dekkja lögreglubílsins hafi sprungið á ferð og við það hafi ökumaðurinn misst stjórn á bílnum og farið yfir á öfugan vegarhelming þar sem vörubíll kom aðvífandi. Ekki hafi verið um glæp að ræða. Listaverk Vilks, Nimis, á suðvesturströnd Skánar.EPA Vilks var meðal annars þekktur fyrir að hafa teiknað Múhameð spámann sem hund sem birtist í sænsku dagblaði árið 2007. Myndin vakti hörð viðbrögð og hafði Vilks ítrekað borist ótal líflátshótanir vegna þeirra. Árið 2015 var hann helsta skotmark hryðjuverkamanns sem gerði árás á menningarhúsið Krudttønden í Kaupmannahöfn. Vilks var þá hluti af ráðstefnu sem fram fór í húsinu. Einn lést í árásinni og þrír særðust, en Vilks slapp.
Svíþjóð Tengdar fréttir Umdeildi listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi Sænski listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi í dag ásamt tveimur lögregluþjónum. Vilks hafði undanfarin ár notið verndar lögreglu vegna fjölda líflátshótana sem honum höfðu borist vegna teikninga hans af Múhameð spámanni. 3. október 2021 22:55 Allt bendir til að um slys hafi verið að ræða en ætla að leita af sér allan grun Lögregla í Svíþjóð segir allt benda til að um slys hafi verið að ræða þegar bíll með listamanninn Lars Vilks og tvo lögreglumenn um borð, rakst á vörubíl á hraðbraut í sænsku Smálöndunum í gær. Vilks og lögreglumennirnir sem gættu hans, létust í árekstrinum, en ökumaður vörubílsins var fluttur á sjúkrahús. 4. október 2021 09:42 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Umdeildi listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi Sænski listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi í dag ásamt tveimur lögregluþjónum. Vilks hafði undanfarin ár notið verndar lögreglu vegna fjölda líflátshótana sem honum höfðu borist vegna teikninga hans af Múhameð spámanni. 3. október 2021 22:55
Allt bendir til að um slys hafi verið að ræða en ætla að leita af sér allan grun Lögregla í Svíþjóð segir allt benda til að um slys hafi verið að ræða þegar bíll með listamanninn Lars Vilks og tvo lögreglumenn um borð, rakst á vörubíl á hraðbraut í sænsku Smálöndunum í gær. Vilks og lögreglumennirnir sem gættu hans, létust í árekstrinum, en ökumaður vörubílsins var fluttur á sjúkrahús. 4. október 2021 09:42