Fordæmalaus flóð í Yellowstone Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. júní 2022 11:10 Hús togast með straumnum í bænum Red Lodge í Montana. Meira en hundrað hús hafa orðið fyrir flóðunum samkvæmt opinberum aðilum. Matthew Brown/AP Fordæmalaus flóð í Yellowstone þjóðgarði hafa tætt í sig norðurhluta þjóðgarðsins og skolað burt brúm, vegum og húsum. Enginn hefur slasast eða látist í flóðunum en meira en 10.000 gestir hafa þurft að yfirgefa þjóðgarðinn. Í frétt AP um málið kemur fram að vatnsborð Yellowstone-ár hafi náð sögulegum hæðum í vikunni eftir miklar rigningar og hraðar leysingar sem leiddi til þess að skálar skoluðust til, rafmagn datt út og smábæir fylltust af vatni í suðurhluta Montana og norðurhluta Wyoming. Mikið magn rigningarvatns og hröð snjóbræðslu voru þess valdandi að vatnsyfirborð árinnar hækkað um rúma 200 millímetra. Slíkt magn úrkomu fellur venjulega á þremur mánuðum á svæðinu en féll nú á þremur dögum. Hér fyrir neðan má sjá myndbönd frá svæðinu: Klippa: Flóð í Yellowstone Í samtali við CNN sagði Laura Jones, starfsmaður þyrlufyrirtækisins Rocky Mountain Roads, að fyrirtækið hefði þurft að ferja um 40 manns með þyrlu frá smábænum Gardiner vegna flóðanna. Enn hefur ekki þurft að bjarga neinum í bráðri lífshættu, þeir sem hafa verið fluttir hafa strandað vegna flóðanna og þurft hjálp við að koma sér burt. Vond tímasetning fyrir afmælisbarnið Hluti vegar í Yellowstone-þjóðgarði hefur eyðilagst vegna ágangs árinnar.National Park Service/AP Samkvæmt Cam Sholly, forstöðumanni Yellowstone þjóðgarðs, verður þjóðgarðurinn að minnsta kosti lokaður út næstu viku og norðuraðgangar garðsins munu hugsanlega ekki opna aftur í sumar. „Ég heyrði að þetta væri 1.000-ára viðburður, hvað sem það þýðir þessa dagana. Þeir virðast eiga sér stað æ oftar,“ sagði forstöðumaðurinn um flóðin. Flóðin koma á sérstaklega vondum tíma, einmitt þegar sumarvertíð þjóðgarðsins, sem dregur að milljónir ferðamanna, er að hefjast og í ofanálag á 150 ára afmæli þessa elsta þjóðgarðs Bandaríkjanna. Náttúruhamfarir Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Í frétt AP um málið kemur fram að vatnsborð Yellowstone-ár hafi náð sögulegum hæðum í vikunni eftir miklar rigningar og hraðar leysingar sem leiddi til þess að skálar skoluðust til, rafmagn datt út og smábæir fylltust af vatni í suðurhluta Montana og norðurhluta Wyoming. Mikið magn rigningarvatns og hröð snjóbræðslu voru þess valdandi að vatnsyfirborð árinnar hækkað um rúma 200 millímetra. Slíkt magn úrkomu fellur venjulega á þremur mánuðum á svæðinu en féll nú á þremur dögum. Hér fyrir neðan má sjá myndbönd frá svæðinu: Klippa: Flóð í Yellowstone Í samtali við CNN sagði Laura Jones, starfsmaður þyrlufyrirtækisins Rocky Mountain Roads, að fyrirtækið hefði þurft að ferja um 40 manns með þyrlu frá smábænum Gardiner vegna flóðanna. Enn hefur ekki þurft að bjarga neinum í bráðri lífshættu, þeir sem hafa verið fluttir hafa strandað vegna flóðanna og þurft hjálp við að koma sér burt. Vond tímasetning fyrir afmælisbarnið Hluti vegar í Yellowstone-þjóðgarði hefur eyðilagst vegna ágangs árinnar.National Park Service/AP Samkvæmt Cam Sholly, forstöðumanni Yellowstone þjóðgarðs, verður þjóðgarðurinn að minnsta kosti lokaður út næstu viku og norðuraðgangar garðsins munu hugsanlega ekki opna aftur í sumar. „Ég heyrði að þetta væri 1.000-ára viðburður, hvað sem það þýðir þessa dagana. Þeir virðast eiga sér stað æ oftar,“ sagði forstöðumaðurinn um flóðin. Flóðin koma á sérstaklega vondum tíma, einmitt þegar sumarvertíð þjóðgarðsins, sem dregur að milljónir ferðamanna, er að hefjast og í ofanálag á 150 ára afmæli þessa elsta þjóðgarðs Bandaríkjanna.
Náttúruhamfarir Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira