Breiðablik vildi áfrýja leikbanni Omar Sowe: Beiðninni hafnað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2022 11:00 Omar Sowe var úrskurðaður í tveggja leikja bann. vísir/Hulda Margrét Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, óskaði eftir að áfrýja niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar Knattspyrnusambands Íslands í máli Omar Sowe. Hann var dæmdur í tveggja leikja bann eftir að stuðst var við myndbandsupptöku af atviki sem átti sér stað í leik Leiknis Reykjavíkur og Breiðabliks. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri Breiðabliks, Eysteinn Pétur Lárusson, í samtali við Fótbolta.net. Þar segir Eysteinn Pétur meðal annars að „reglugerð KSÍ varðandi þessi ma´l var breytt í fyrra.“ Sowe var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að gefa Brynjari Hlöðverssyni, leikmanni Leiknis, olnbogaskot í leik liðanna fyrir landsleikjahlé. Stuðst var við myndbandstupptöku en ekkert var dæmt á meðan leik stóð. Breiðablik vann leikinn 2-1 og er sem fyrr með fullt hús stiga á toppi Bestu deildarinnar þegar átta umferðum er lokið. Eysteinn Pétur segist einnig að Blikum hafi fundist „mikilvægt að fá úrlausn áfrýjunardómstólsins um notkun á myndbandsupptökum almennt.“ Hann segir Blika telja að regluverkið sé ekki nægilega skýrt og því hafi þeir óskað eftir að leyfi til að áfrýja niðurstöðunni. „Því var hafnað, við fengum það svar í dag. Það er svo sem ekkert meira um það að segja og bara áfram gakk,“ sagði Eysteinn Pétur ennfremur. Eysteinn Pétur, framkvæmdastjóri Breiðabliks.Breiðablik Framkvæmdastjórinn tekur fram að Breiðablik hafi viljað svör við því hvenær á að notast við myndbandsupptökur og hvenær ekki þar sem það er ekki alltaf sami búnaður til staðar á hverjum velli fyrir sig. „Við unum þessu, erum búnir að fá höfnun á þessa áfrýjun en finnst að það þurfi að skýra þetta betur út. Það þarf ekkert að gera stærra mál úr þessu. Hann er í tveggja leikja banni og áfram gakk,“ sagði Eysteinn Pétur að lokum við Fótbolti.net. Breiðablik verður því án Omar Sowe gegn Val á morgun, fimmtudag, og gegn KA á mánudaginn kemur. Breiðablik verður einnig án Ísaks Snæs Þorvaldssonar en hann er í leikbanni eftir að hafa sankað að sér fjórum gulum spjöldum á leiktíðinni. Besta deild karla fer aftur af stað í kvöld eftir landsleikjahlé með tveimur leikjum. ÍBV mætir Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Vestmannaeyjum klukkan 18.00. Stórveldin KR og ÍA mætast í Vesturbænum klukkan 19.00. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Stúkan er svo á dagskrá klukkan 21.00. Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
Þetta staðfestir framkvæmdastjóri Breiðabliks, Eysteinn Pétur Lárusson, í samtali við Fótbolta.net. Þar segir Eysteinn Pétur meðal annars að „reglugerð KSÍ varðandi þessi ma´l var breytt í fyrra.“ Sowe var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að gefa Brynjari Hlöðverssyni, leikmanni Leiknis, olnbogaskot í leik liðanna fyrir landsleikjahlé. Stuðst var við myndbandstupptöku en ekkert var dæmt á meðan leik stóð. Breiðablik vann leikinn 2-1 og er sem fyrr með fullt hús stiga á toppi Bestu deildarinnar þegar átta umferðum er lokið. Eysteinn Pétur segist einnig að Blikum hafi fundist „mikilvægt að fá úrlausn áfrýjunardómstólsins um notkun á myndbandsupptökum almennt.“ Hann segir Blika telja að regluverkið sé ekki nægilega skýrt og því hafi þeir óskað eftir að leyfi til að áfrýja niðurstöðunni. „Því var hafnað, við fengum það svar í dag. Það er svo sem ekkert meira um það að segja og bara áfram gakk,“ sagði Eysteinn Pétur ennfremur. Eysteinn Pétur, framkvæmdastjóri Breiðabliks.Breiðablik Framkvæmdastjórinn tekur fram að Breiðablik hafi viljað svör við því hvenær á að notast við myndbandsupptökur og hvenær ekki þar sem það er ekki alltaf sami búnaður til staðar á hverjum velli fyrir sig. „Við unum þessu, erum búnir að fá höfnun á þessa áfrýjun en finnst að það þurfi að skýra þetta betur út. Það þarf ekkert að gera stærra mál úr þessu. Hann er í tveggja leikja banni og áfram gakk,“ sagði Eysteinn Pétur að lokum við Fótbolti.net. Breiðablik verður því án Omar Sowe gegn Val á morgun, fimmtudag, og gegn KA á mánudaginn kemur. Breiðablik verður einnig án Ísaks Snæs Þorvaldssonar en hann er í leikbanni eftir að hafa sankað að sér fjórum gulum spjöldum á leiktíðinni. Besta deild karla fer aftur af stað í kvöld eftir landsleikjahlé með tveimur leikjum. ÍBV mætir Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Vestmannaeyjum klukkan 18.00. Stórveldin KR og ÍA mætast í Vesturbænum klukkan 19.00. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Stúkan er svo á dagskrá klukkan 21.00.
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira