„Ég er algjörlega sammála, þetta er bara viðbjóðslegt“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. júní 2022 23:40 Birgir Jónsson er forstjóri Play. samsett/vísir Forstjóri flugfélagsins Play tekur undir að hótel sem farþega var boðið eftir að flugferð félagsins var aflýst hafi verið óboðlegt. Hann segir lítið annað hægt að gera en að biðjast afsökunar og læra af reynslunni. Flugfélagið hefur ekki átt sjö dagana sæla en fréttir af aflýstum ferðum og lítt geðslegu hóteli hafa einkennt umfjöllun um flugfélagið í fjölmiðlum síðustu daga. Farþegar sem Vísir náði tali í gær lýstu hótelinu sem viðbjóði og sögðu pöddur, myglu og vond lykt hafa tekið á móti þeim. „Ég er bara sammála þessu fólki sem var á þessu hræðilega hóteli í París, þetta er auðvitað algjörlega óboðlegt,“ sagði Birgir Jónsson í Reykjavík síðdegis í dag. Ástæðu tafa á flugumferð segir Birgir vera villumeldingu um eldsneytisskort sem kom upp í flugi Play. Það hafi orðið til þess að kallað var út neyðarstig og vélin tekin úr umferð. „Þetta hefur keðjuverkandi áhrif á önnur flug en umsvifin okkar hafa aukist mikið á síðustu vikum, þannig þegar ein flugvél dettur út verða tafir og þá verður bara að redda málunum. Þetta tilfelli í París er afleiðing af því. Það eru ákveðin hótel gefa sig út fyrir svona þjónustu, að hýsa fólk sem lendir í töfum hjá flugfélögum.“ Hann segir myndirnar sem birtust í fjölmiðlum ekki vera þær sömu og birtust flugfélaginu á netinu við bókun. „Þannig ég er algjörlega sammála, þetta er bara viðbjóðslegt. En þegar hlutirnir fara svona í skrúfuna er ekkert hægt að gera nema að biðjast afsökunar og læra af þessu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Birgi í spilaranum hér að neðan. Upplýsingagjöf gagnrýnd Birgir var jafnframt spurður út í upplýsingagjöf flugfélaganna en tugir kvartana hafa borist Neytendasamtökunum síðustu daga eftir óvenju mikið af aflýsingum á flugferðum. Breki Karlsson, Formaður samtakanna sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að flugfélögin sleppi því oft að upplýsa fólk um fullan rétt sinn á skaðabótum sem sé mun meiri en flestir átti sig á. Birgir segir Play kynna farþegum Evrópureglugerð, sem kveði á um skaðabótaskyldu flugfélaga, í öllum skilaboðum sem send eru vegna aflýstra ferða. „Þetta eru fleiri hundruð evra sem við þurfum að borga hverjum farþega, sem bætist við kostnaðinn við töfina, hótelið og þess háttar. Ég held að flest heiðarleg fyrirtæki séu ekki að reyna að koma sér undan þessu.“ Hann segir erfiðara að veita farþegum upplýsingar en margir halda. Fugfélagið hafi ekki alltaf tiltækar upplýsingar um farþega. „Ef fólk hefur keypt þjónustu í gegnum ferðaskrifstofur eða önnur fyrirtæki er ekki víst að við séum með netfangið hjá því fólki." Birgir ítrekar að lokum að grunnurinn að töfunum séu öryggismál. Ekki sé hægt að hafa flugvél í umferð sem vafi leiki á að sé í góðu lagi. „Við verðum því bara að taka þetta högg og skoða þetta í hörgul. Hlutirnir fara stundum á annan veg en maður myndi vilja.“ Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavík síðdegis Neytendur Tengdar fréttir „Viðbjóðslegt“ hótel sem Play bauð strandaglópum í París Það var engin lúxussvíta sem beið farþega sem þáðu hótelgistingu frá Play í París í dag. „Algjör horbjóður“ raunar, samkvæmt einum þeirra farþega sem Vísir náði tali af. Flugfélagið aflýsti ferð sinni frá París til Íslands og bauð farþegum sínum þrjá kosti í kjölfarið; hótelgistingu og fyrsta far heim, seinkun heimferðar eða endurgreiðslu. 13. júní 2022 21:49 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Flugfélagið hefur ekki átt sjö dagana sæla en fréttir af aflýstum ferðum og lítt geðslegu hóteli hafa einkennt umfjöllun um flugfélagið í fjölmiðlum síðustu daga. Farþegar sem Vísir náði tali í gær lýstu hótelinu sem viðbjóði og sögðu pöddur, myglu og vond lykt hafa tekið á móti þeim. „Ég er bara sammála þessu fólki sem var á þessu hræðilega hóteli í París, þetta er auðvitað algjörlega óboðlegt,“ sagði Birgir Jónsson í Reykjavík síðdegis í dag. Ástæðu tafa á flugumferð segir Birgir vera villumeldingu um eldsneytisskort sem kom upp í flugi Play. Það hafi orðið til þess að kallað var út neyðarstig og vélin tekin úr umferð. „Þetta hefur keðjuverkandi áhrif á önnur flug en umsvifin okkar hafa aukist mikið á síðustu vikum, þannig þegar ein flugvél dettur út verða tafir og þá verður bara að redda málunum. Þetta tilfelli í París er afleiðing af því. Það eru ákveðin hótel gefa sig út fyrir svona þjónustu, að hýsa fólk sem lendir í töfum hjá flugfélögum.“ Hann segir myndirnar sem birtust í fjölmiðlum ekki vera þær sömu og birtust flugfélaginu á netinu við bókun. „Þannig ég er algjörlega sammála, þetta er bara viðbjóðslegt. En þegar hlutirnir fara svona í skrúfuna er ekkert hægt að gera nema að biðjast afsökunar og læra af þessu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Birgi í spilaranum hér að neðan. Upplýsingagjöf gagnrýnd Birgir var jafnframt spurður út í upplýsingagjöf flugfélaganna en tugir kvartana hafa borist Neytendasamtökunum síðustu daga eftir óvenju mikið af aflýsingum á flugferðum. Breki Karlsson, Formaður samtakanna sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að flugfélögin sleppi því oft að upplýsa fólk um fullan rétt sinn á skaðabótum sem sé mun meiri en flestir átti sig á. Birgir segir Play kynna farþegum Evrópureglugerð, sem kveði á um skaðabótaskyldu flugfélaga, í öllum skilaboðum sem send eru vegna aflýstra ferða. „Þetta eru fleiri hundruð evra sem við þurfum að borga hverjum farþega, sem bætist við kostnaðinn við töfina, hótelið og þess háttar. Ég held að flest heiðarleg fyrirtæki séu ekki að reyna að koma sér undan þessu.“ Hann segir erfiðara að veita farþegum upplýsingar en margir halda. Fugfélagið hafi ekki alltaf tiltækar upplýsingar um farþega. „Ef fólk hefur keypt þjónustu í gegnum ferðaskrifstofur eða önnur fyrirtæki er ekki víst að við séum með netfangið hjá því fólki." Birgir ítrekar að lokum að grunnurinn að töfunum séu öryggismál. Ekki sé hægt að hafa flugvél í umferð sem vafi leiki á að sé í góðu lagi. „Við verðum því bara að taka þetta högg og skoða þetta í hörgul. Hlutirnir fara stundum á annan veg en maður myndi vilja.“
Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavík síðdegis Neytendur Tengdar fréttir „Viðbjóðslegt“ hótel sem Play bauð strandaglópum í París Það var engin lúxussvíta sem beið farþega sem þáðu hótelgistingu frá Play í París í dag. „Algjör horbjóður“ raunar, samkvæmt einum þeirra farþega sem Vísir náði tali af. Flugfélagið aflýsti ferð sinni frá París til Íslands og bauð farþegum sínum þrjá kosti í kjölfarið; hótelgistingu og fyrsta far heim, seinkun heimferðar eða endurgreiðslu. 13. júní 2022 21:49 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
„Viðbjóðslegt“ hótel sem Play bauð strandaglópum í París Það var engin lúxussvíta sem beið farþega sem þáðu hótelgistingu frá Play í París í dag. „Algjör horbjóður“ raunar, samkvæmt einum þeirra farþega sem Vísir náði tali af. Flugfélagið aflýsti ferð sinni frá París til Íslands og bauð farþegum sínum þrjá kosti í kjölfarið; hótelgistingu og fyrsta far heim, seinkun heimferðar eða endurgreiðslu. 13. júní 2022 21:49