Navalní skyndilega færður í annað hámarksöryggisfangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2022 22:23 Navalní í fjarfundarbúnaði í réttarsal í Moskvu í maí. AP/Alexander Zemlianitsjenkó Rússnesk yfirvöld færðu Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, skyndilega úr fangelsinu þar sem hann hefur verið vistaður í hámarksöryggisfanganýlendu enn fjær Moskvu. Navalní afplánar nú ellefu og hálfs árs fangelsisdóm sem hann hlaut. Þegar lögmenn hans mættu í fangelsið í Pokrov þar sem honum hefur verið haldið til þessa var þeim sagt að enginn fangi með því nafni væri þar. „Hvar Alexei er nú og í hvaða fanganýlendu honum er haldið vitum við ekki,“ sagði Leonid Volkov, starfsmannastjóri Navalní, í skilaboðum á samfélagsmiðlinum Telegram. Reuters-fréttastofan segir að síðar hafi samtök sem gæta réttinda fanga veitt þær upplýsingar að Navalní hefði verið færður í aðra fanganýlendu í Melekhovo nærri Vladímír, um 250 kílómetra austur af Moskvu. Dómstóll dæmdi Navalní í níu ára fangelsi fyrir fjársvik og vanvirðingu við réttinn í mars. Hann segir ásakanirnar uppspuna og átyllu fyrir stjórnvöld til að læsa hann á bak við lás og slá eins lengi og hægt er. Áður hafði hann verið dæmdur til að afplána tveggja og hálfs árs dóm fyrir að brjóta skilorð. Það gerði hann með því að láta rússnesk yfirvöld ekki vita af sér á meðan hann lá í dái eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri árið 2020. Navalní hefur sakað Vladímír Pútín forseta um að skipa fyrir um tilræðið. Þá hafa stjórnvöld í Kreml gengið á milli bols og höfuðs á stjórnmálasamtökum Navalní. Létu þau lýsa samtök hans gegn spillingu ólögleg öfgasamtök. Sá úrskurður leiddi til þess að fyrrverandi starfsmenn samtakanna gátu ekki boðið sig fram í kosningum. Margir bandamenn hans hafa séð sér þann kost vænstan að flýja land. Navalní sagði á dögunum að hann hefði verið ákærður enn eina ferðina, nú fyrir að stofna öfgasamtök og hvetja til haturs á stjórnvöldum. Hann gæti því átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisdóm til viðbótar. Mál Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Fangelsisvistin lengd um níu ár og Navalní færður í hámarksöryggisfangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hefur verið dæmdur í níu ára fangelsi og verður færður í hámarksöryggisfangelsi. Hann var í morgun dæmdur sekur um stórfellt fjármálamisferli í tengslum við samtök hans gegn spillingu í Rússlandi sem yfirvöld hafa skilgreint sem öfgasamtök. 22. mars 2022 13:10 Navalní fundinn sekur um fjármálamisferli Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní, einn helsti gagnrýnandi Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, var í morgun fundinn sekur um stórfellt fjármálamisferli. 22. mars 2022 08:00 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Sjá meira
Navalní afplánar nú ellefu og hálfs árs fangelsisdóm sem hann hlaut. Þegar lögmenn hans mættu í fangelsið í Pokrov þar sem honum hefur verið haldið til þessa var þeim sagt að enginn fangi með því nafni væri þar. „Hvar Alexei er nú og í hvaða fanganýlendu honum er haldið vitum við ekki,“ sagði Leonid Volkov, starfsmannastjóri Navalní, í skilaboðum á samfélagsmiðlinum Telegram. Reuters-fréttastofan segir að síðar hafi samtök sem gæta réttinda fanga veitt þær upplýsingar að Navalní hefði verið færður í aðra fanganýlendu í Melekhovo nærri Vladímír, um 250 kílómetra austur af Moskvu. Dómstóll dæmdi Navalní í níu ára fangelsi fyrir fjársvik og vanvirðingu við réttinn í mars. Hann segir ásakanirnar uppspuna og átyllu fyrir stjórnvöld til að læsa hann á bak við lás og slá eins lengi og hægt er. Áður hafði hann verið dæmdur til að afplána tveggja og hálfs árs dóm fyrir að brjóta skilorð. Það gerði hann með því að láta rússnesk yfirvöld ekki vita af sér á meðan hann lá í dái eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri árið 2020. Navalní hefur sakað Vladímír Pútín forseta um að skipa fyrir um tilræðið. Þá hafa stjórnvöld í Kreml gengið á milli bols og höfuðs á stjórnmálasamtökum Navalní. Létu þau lýsa samtök hans gegn spillingu ólögleg öfgasamtök. Sá úrskurður leiddi til þess að fyrrverandi starfsmenn samtakanna gátu ekki boðið sig fram í kosningum. Margir bandamenn hans hafa séð sér þann kost vænstan að flýja land. Navalní sagði á dögunum að hann hefði verið ákærður enn eina ferðina, nú fyrir að stofna öfgasamtök og hvetja til haturs á stjórnvöldum. Hann gæti því átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisdóm til viðbótar.
Mál Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Fangelsisvistin lengd um níu ár og Navalní færður í hámarksöryggisfangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hefur verið dæmdur í níu ára fangelsi og verður færður í hámarksöryggisfangelsi. Hann var í morgun dæmdur sekur um stórfellt fjármálamisferli í tengslum við samtök hans gegn spillingu í Rússlandi sem yfirvöld hafa skilgreint sem öfgasamtök. 22. mars 2022 13:10 Navalní fundinn sekur um fjármálamisferli Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní, einn helsti gagnrýnandi Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, var í morgun fundinn sekur um stórfellt fjármálamisferli. 22. mars 2022 08:00 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Sjá meira
Fangelsisvistin lengd um níu ár og Navalní færður í hámarksöryggisfangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hefur verið dæmdur í níu ára fangelsi og verður færður í hámarksöryggisfangelsi. Hann var í morgun dæmdur sekur um stórfellt fjármálamisferli í tengslum við samtök hans gegn spillingu í Rússlandi sem yfirvöld hafa skilgreint sem öfgasamtök. 22. mars 2022 13:10
Navalní fundinn sekur um fjármálamisferli Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní, einn helsti gagnrýnandi Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, var í morgun fundinn sekur um stórfellt fjármálamisferli. 22. mars 2022 08:00