Óskaði eftir kynferðislegum myndum og sendi typpamynd til barns á Snapchat Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2022 15:34 Brotin sem tíunduð eru í ákæru voru framin árið 2020. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða fangelsi og greiðslu 400 þúsund króna í bætur fyrir brot gegn barnaverndarlögum og brot gegn blygðunarsemi eftir að hafa beðið tvo einstaklinga um kynferðislegar myndir og sent þeim typpamyndir á Snapchat. Fullnustu refsingarinnar skal frestað og hún niður falla að liðnum tveimur árum. Þá er maðurinn dæmdur til að greiða rúmlega tvær milljónir króna vegna málsvarnalauna skipaðs verjanda, þóknunar réttargæslumanns og annars sakarkostnaðar. Brotin áttu sér stað árið 2020 en í fyrsta ákærulið segir að maðurinn hafi í gegnum einkaskilaboð á Snapchat, beðið unga stúlku um kynferðislegar myndir og sent henni mynd af berum getnaðarlim sínum og þannig sært blygðunarsemi hennar og sýndi henni ósiðlegt athæfi. Í öðrum ákæruliðnum segir að hann hafi brotið gegn blygðunarsemi með því að hafa í einkaskilaboðum á Snapchat sett sig í samband við notanda og viðhaft kynferðislegt tal, beðið um kynferðislegar myndir og sent mynd af berum getnaðarlim sínum. Sagðist notandinn í því tilviki hafa verið 14-15 ára stúlka. Maðurinn var sömuleiðis ákærður fyrir kynferðisbrot með því að haft í vörslu sinni tvo farsíma sem sýndu 85 ljósmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Hafði hann aflað þeirra í samskiptum við aðila a samfélagsmiðlunum Kik og Snapchat á árunum 2018 til 2020. Lögregla lagði hald á símana við húsleit á heimili mannsins. Maðurinn játaði sök í málinu, en í dómi segir að hann hafi ekki átt sakaferil að baki. Dómsmál Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Sjá meira
Fullnustu refsingarinnar skal frestað og hún niður falla að liðnum tveimur árum. Þá er maðurinn dæmdur til að greiða rúmlega tvær milljónir króna vegna málsvarnalauna skipaðs verjanda, þóknunar réttargæslumanns og annars sakarkostnaðar. Brotin áttu sér stað árið 2020 en í fyrsta ákærulið segir að maðurinn hafi í gegnum einkaskilaboð á Snapchat, beðið unga stúlku um kynferðislegar myndir og sent henni mynd af berum getnaðarlim sínum og þannig sært blygðunarsemi hennar og sýndi henni ósiðlegt athæfi. Í öðrum ákæruliðnum segir að hann hafi brotið gegn blygðunarsemi með því að hafa í einkaskilaboðum á Snapchat sett sig í samband við notanda og viðhaft kynferðislegt tal, beðið um kynferðislegar myndir og sent mynd af berum getnaðarlim sínum. Sagðist notandinn í því tilviki hafa verið 14-15 ára stúlka. Maðurinn var sömuleiðis ákærður fyrir kynferðisbrot með því að haft í vörslu sinni tvo farsíma sem sýndu 85 ljósmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Hafði hann aflað þeirra í samskiptum við aðila a samfélagsmiðlunum Kik og Snapchat á árunum 2018 til 2020. Lögregla lagði hald á símana við húsleit á heimili mannsins. Maðurinn játaði sök í málinu, en í dómi segir að hann hafi ekki átt sakaferil að baki.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Sjá meira