Fá grænt ljós á frekari geimskot frá Texas Samúel Karl Ólason skrifar 14. júní 2022 14:52 Starship-geimfar á skotpalli í Texas. AP/SpaceX Verkfræðingar og vísindamenn SpaceX mega halda áfram tilraunum sínum með geimfarið Starship í Suður-Flórída. Tilraunirnar voru stöðvaðar á meðan umhverfismat fór fram. Framkvæmd matsins dróst verulega á langinn. Þrátt fyrir að leyfi hafi fengist til að halda tilraunum áfram fylgja leyfinu ýmiss skilyrði. Starfsmenn SpaceX munu þurfa að framfylgja tæplega áttatíu skilyrðum til að draga úr áhrifum þróunarvinnunnar á umhverfið og íbúa í Texas. Meðal þess sem þarf að gera er að gera sérfræðingum kleift að vakta dýralíf og gróður á svæðinu og láta íbúa vita af öllu sem mun hafa áhrif á þá, eins og háværum tilraunum og tilraunaskotum. Starfsmenn SpaceX munu einnig þurfa að tryggja að allt brak sé hreinsað upp og breyta ljóskösturum á svæðinu þannig að þeir hafi minni áhrif á dýralífið á svæðinu á næturnar. One step closer to the first orbital flight test of Starship https://t.co/MEcQ6gST6Q pic.twitter.com/jxqEsM62gc— SpaceX (@SpaceX) June 13, 2022 Næsta skref í þróun geimfarsins er að senda það á braut um jörðu og er vonast til þess að það væri hægt á næstunni. Forsvarsmenn fyrirtækisins vilja einnig fara í mikla uppbyggingu í Texas og gera skotpallinn þar að einum af þeim stærstu í Bandaríkjunum, samkvæmt frétt Ars Technica. Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur gert samning við SpaceX um að lenda geimförum á tunglinu á komandi árum. Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Ekki er útlit fyrir að SpaceX muni geta skotið Starship á loft frá Flórída, því forsvarsmenn NASA hafa krafið yfirmenn SpaceX um skýringar á því hvernig hægt væri að tryggja aðra skotpalla við Kennedy-geimmiðstöðina í Flórída, sem eru mikilvægir rekstri Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Reuters sagði frá því í gær að það gæti tekið marga mánuði að ganga frá því máli. Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Elon Musk, eigandi SpaceX hefur áður sagt að Starship eigi í raun að vera eins og flugvélar. Hægt verði að stíga um borð í geimfar hér á Íslandi og lenda svo í Japan skömmu seinna. Þar eigi einungis að þurfa að dæla eldsneyti á geimfarið og fljúga því eitthvað annað. Bandaríkin SpaceX Geimurinn Tækni Tunglið Mars Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Þrátt fyrir að leyfi hafi fengist til að halda tilraunum áfram fylgja leyfinu ýmiss skilyrði. Starfsmenn SpaceX munu þurfa að framfylgja tæplega áttatíu skilyrðum til að draga úr áhrifum þróunarvinnunnar á umhverfið og íbúa í Texas. Meðal þess sem þarf að gera er að gera sérfræðingum kleift að vakta dýralíf og gróður á svæðinu og láta íbúa vita af öllu sem mun hafa áhrif á þá, eins og háværum tilraunum og tilraunaskotum. Starfsmenn SpaceX munu einnig þurfa að tryggja að allt brak sé hreinsað upp og breyta ljóskösturum á svæðinu þannig að þeir hafi minni áhrif á dýralífið á svæðinu á næturnar. One step closer to the first orbital flight test of Starship https://t.co/MEcQ6gST6Q pic.twitter.com/jxqEsM62gc— SpaceX (@SpaceX) June 13, 2022 Næsta skref í þróun geimfarsins er að senda það á braut um jörðu og er vonast til þess að það væri hægt á næstunni. Forsvarsmenn fyrirtækisins vilja einnig fara í mikla uppbyggingu í Texas og gera skotpallinn þar að einum af þeim stærstu í Bandaríkjunum, samkvæmt frétt Ars Technica. Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur gert samning við SpaceX um að lenda geimförum á tunglinu á komandi árum. Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Ekki er útlit fyrir að SpaceX muni geta skotið Starship á loft frá Flórída, því forsvarsmenn NASA hafa krafið yfirmenn SpaceX um skýringar á því hvernig hægt væri að tryggja aðra skotpalla við Kennedy-geimmiðstöðina í Flórída, sem eru mikilvægir rekstri Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Reuters sagði frá því í gær að það gæti tekið marga mánuði að ganga frá því máli. Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Elon Musk, eigandi SpaceX hefur áður sagt að Starship eigi í raun að vera eins og flugvélar. Hægt verði að stíga um borð í geimfar hér á Íslandi og lenda svo í Japan skömmu seinna. Þar eigi einungis að þurfa að dæla eldsneyti á geimfarið og fljúga því eitthvað annað.
Bandaríkin SpaceX Geimurinn Tækni Tunglið Mars Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira