Stórleikir í Laugardal og á Selfossi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2022 13:30 Selfoss fær Val í heimsókn á meðan Breiðablik mætir Þrótti Reykjavík. Vísir/Diego Níunda umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta fer fram í kvöld. Tveir stórleikir eru á dagskrá og þá verða herlegheitin gerð upp í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 22.00 í kvöld. Íslandsmeistarar Vals keyra suður fyrir fjall og mæta Selfyssingum. Heimaliðið tapaði naumlega á Kópavogsvelli í síðustu umferð og þarf að taka stig, eitt eða fleiri, af gestunum í dag ætli liðið sér ekki að missa efstu fjögur lið deildarinnar fram úr sér. Valur hefur átt erfitt með lið utan höfuðborgarsvæðisins til þessa á leiktíðinni en liðið tapaði nokkuð óvænt 2-1 fyrir Þór/KA á Akureyri í annarri umferð og þá gerði liðið nýverið 1-1 jafntefli við ÍBV á Hlíðarenda. Nú er spurning hvort Selfyssingar ætli sér að vera með Þór/KA og ÍBV í flokki eða Keflavík sem steinlá 3-0 gegn Íslandsmeisturunum. Með sigri gæti Selfoss farið alla leið upp í 2. sæti deildarinnar þar sem Þróttur Reykjavík tekur á móti bikarmeisturum Breiðabliks í Laugardalnum. Sem stendur situr Þróttur sæti ofar með stigi meira en liðin eru í 3. og 4. sæti deildarinnar. Blikar flakka á milli þess að geta varla skorað í að raða inn mörkum. Það er framan af sumri allavega en liðið lét eitt mark duga er Selfoss mætti á Kópavogsvöll í síðustu umferð. Hildur Antonsdóttir – sem er óvænt farin að spila fremst – skoraði glæsilegt mark og tryggði Breiðabliki 1-0 sigur í skemmtilegum leik. Breiðablik er með jafnbestu vörn deildarinnar ásamt toppliði Vals og ljóst að ef Blikar vinna sinn leik í kvöld ásamt því að Selfoss taki stig af Val að þá er toppbaráttan í Bestu deild kvenna búin að opnast upp á gátt. Aðeins eru fjórir dagar síðan Breiðablik og Þróttur Reykjavík áttust við síðast en liðin mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins þann 10. júní. Líkt og í úrslitaleiknum á síðasta tímabili var það Breiðablik sem hafði betur. Einhverstaðar segir að ómögulegt sé að vinna tvo leiki í röð ef lið nokkuð jöfn að styrkleika mætast í deild og bikar án þess að spila leik þar á milli. Það er nú Blika að afsanna þá kenningu. 9. umferð Bestu deildar kvenna.Bestu mörkin Svona lítur 9. umferð Bestu deildar kvenna út en stórleikurinn á Selfossi er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þar á undan er leikur Aftureldingar og ÍBV sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Allir leikir eru svo sýndir beint á rás Bestu deildarinnar á Stöð2.is. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tengdar fréttir „Fyrsta skipti í langan tíma sem þú sérð ekki Val og Breiðablik tróna tvö á toppnum“ Mikil spenna ríkir fyrir 9. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Ásamt því að fara yfir komandi umferð ræddi Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, aðeins íslenska kvenna landsliðið en gestir hennar að þessu sinni eiga samtals að baki 217 A-landsleiki. 13. júní 2022 11:00 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals keyra suður fyrir fjall og mæta Selfyssingum. Heimaliðið tapaði naumlega á Kópavogsvelli í síðustu umferð og þarf að taka stig, eitt eða fleiri, af gestunum í dag ætli liðið sér ekki að missa efstu fjögur lið deildarinnar fram úr sér. Valur hefur átt erfitt með lið utan höfuðborgarsvæðisins til þessa á leiktíðinni en liðið tapaði nokkuð óvænt 2-1 fyrir Þór/KA á Akureyri í annarri umferð og þá gerði liðið nýverið 1-1 jafntefli við ÍBV á Hlíðarenda. Nú er spurning hvort Selfyssingar ætli sér að vera með Þór/KA og ÍBV í flokki eða Keflavík sem steinlá 3-0 gegn Íslandsmeisturunum. Með sigri gæti Selfoss farið alla leið upp í 2. sæti deildarinnar þar sem Þróttur Reykjavík tekur á móti bikarmeisturum Breiðabliks í Laugardalnum. Sem stendur situr Þróttur sæti ofar með stigi meira en liðin eru í 3. og 4. sæti deildarinnar. Blikar flakka á milli þess að geta varla skorað í að raða inn mörkum. Það er framan af sumri allavega en liðið lét eitt mark duga er Selfoss mætti á Kópavogsvöll í síðustu umferð. Hildur Antonsdóttir – sem er óvænt farin að spila fremst – skoraði glæsilegt mark og tryggði Breiðabliki 1-0 sigur í skemmtilegum leik. Breiðablik er með jafnbestu vörn deildarinnar ásamt toppliði Vals og ljóst að ef Blikar vinna sinn leik í kvöld ásamt því að Selfoss taki stig af Val að þá er toppbaráttan í Bestu deild kvenna búin að opnast upp á gátt. Aðeins eru fjórir dagar síðan Breiðablik og Þróttur Reykjavík áttust við síðast en liðin mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins þann 10. júní. Líkt og í úrslitaleiknum á síðasta tímabili var það Breiðablik sem hafði betur. Einhverstaðar segir að ómögulegt sé að vinna tvo leiki í röð ef lið nokkuð jöfn að styrkleika mætast í deild og bikar án þess að spila leik þar á milli. Það er nú Blika að afsanna þá kenningu. 9. umferð Bestu deildar kvenna.Bestu mörkin Svona lítur 9. umferð Bestu deildar kvenna út en stórleikurinn á Selfossi er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þar á undan er leikur Aftureldingar og ÍBV sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Allir leikir eru svo sýndir beint á rás Bestu deildarinnar á Stöð2.is.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tengdar fréttir „Fyrsta skipti í langan tíma sem þú sérð ekki Val og Breiðablik tróna tvö á toppnum“ Mikil spenna ríkir fyrir 9. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Ásamt því að fara yfir komandi umferð ræddi Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, aðeins íslenska kvenna landsliðið en gestir hennar að þessu sinni eiga samtals að baki 217 A-landsleiki. 13. júní 2022 11:00 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Sjá meira
„Fyrsta skipti í langan tíma sem þú sérð ekki Val og Breiðablik tróna tvö á toppnum“ Mikil spenna ríkir fyrir 9. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Ásamt því að fara yfir komandi umferð ræddi Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, aðeins íslenska kvenna landsliðið en gestir hennar að þessu sinni eiga samtals að baki 217 A-landsleiki. 13. júní 2022 11:00