„Viðbjóðslegt“ hótel sem Play bauð strandaglópum í París Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júní 2022 21:49 Sprungur voru í guggum og um alla veggi og virtust myglaðar, að sögn farþega sem þáðu gistinguna. aðsend Það var engin lúxussvíta sem beið farþega sem þáðu hótelgistingu frá Play í París í dag. „Algjör horbjóður“ raunar, samkvæmt einum þeirra farþega sem Vísir náði tali af. Flugfélagið aflýsti ferð sinni frá París til Íslands og bauð farþegum sínum þrjá kosti í kjölfarið; hótelgistingu og fyrsta far heim, seinkun heimferðar eða endurgreiðslu. „Við þurftum að skipta um hótel, þetta var bara horbjóður. Þegar við mættum var úldinn matur fyrir utan hótelið og allt út í flugum í móttökunni og ógeðsleg lykt,“ segir Ásmundur Einarsson, einn farþeganna sem hafði þegið hótelgistinguna. Hann hafði verið í helgarferð í París ásamt kærustu sinni, Grétu Skúladóttur. Úldinn matur tók á móti gestum á hótelinu sem Play útvegaði.aðsend Þegar komið var inn í hótelherbergið mættu þeim pöddur, mygla og vond lykt. „Það voru sprungur í öllum veggjum og gluggakistum sem voru augljóslega rakar og myglaðar, það var eitthvað brúnt og grænt að koma út úr sprungunum. Klósettið var síðan svona hálf stærð af kamri þar sem sturtan var líka,“ segir Gréta. „Ég er alveg hundrað prósent viss um að það hafi verið pöddur í rúminu líka. Við vorum þarna í svona 10 mínútur max, um leið og við löbbuðum inn fórum við strax að leita að öðru hóteli.“ „Mögulega er hentugt að geta sturtað sig á meðan maður er á klósettinu" sögðu strandaglóparnir, en þau voru handviss um að pöddur leyndust í rúminu að auki.aðsend Hverfið sem hótelið er á heitir Montreuil en þau Ásmundur og Gréta segja það ekki hafa verið álitlegt og þau hafi verið hrædd um að vera rænd nokkrum sinnum á meðan stuttri dvöl þeirra stóð. Litlar og lélegar upplýsingar Ásmundur og Gréta áttu bókað flug klukkan tíu að frönskum tíma nú í kvöld en tilkynning um að fluginu yrði aflýst barst þeim klukkan eitt í dag – án neinna viðbótarupplýsinga um hvenær næsta flug yrði. Eftir að hafa gengið lengi á eftir upplýsingum hafi þau loks fengið staðfest að flugið verði klukkan 12:30 á morgun, þriðjudag. „Við fengum síðan sendan link þar sem við gátum valið úr þremur hótelum og völdum bara það sem leit skást út, ég get varla ímyndað mér hvernig hin hótelin eru, myndirnar voru allavega verri en hótelið sem við enduðum á,“ segir parið að lokum en ferðin þeirra til Parísar hafði heppnast vel að öðru leyti. Play hefur komið því á framfæri við fréttastofu að þau harmi atvikið og það sé til skoðunar. Þau bendi á að önnur hótel hafi staðið til boða og Play sé öll af vilja gerð og reyni eftir fremsta megni að hafa glaða farþega. Fréttin hefur verið uppfærð Ferðalög Frakkland Play Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Við þurftum að skipta um hótel, þetta var bara horbjóður. Þegar við mættum var úldinn matur fyrir utan hótelið og allt út í flugum í móttökunni og ógeðsleg lykt,“ segir Ásmundur Einarsson, einn farþeganna sem hafði þegið hótelgistinguna. Hann hafði verið í helgarferð í París ásamt kærustu sinni, Grétu Skúladóttur. Úldinn matur tók á móti gestum á hótelinu sem Play útvegaði.aðsend Þegar komið var inn í hótelherbergið mættu þeim pöddur, mygla og vond lykt. „Það voru sprungur í öllum veggjum og gluggakistum sem voru augljóslega rakar og myglaðar, það var eitthvað brúnt og grænt að koma út úr sprungunum. Klósettið var síðan svona hálf stærð af kamri þar sem sturtan var líka,“ segir Gréta. „Ég er alveg hundrað prósent viss um að það hafi verið pöddur í rúminu líka. Við vorum þarna í svona 10 mínútur max, um leið og við löbbuðum inn fórum við strax að leita að öðru hóteli.“ „Mögulega er hentugt að geta sturtað sig á meðan maður er á klósettinu" sögðu strandaglóparnir, en þau voru handviss um að pöddur leyndust í rúminu að auki.aðsend Hverfið sem hótelið er á heitir Montreuil en þau Ásmundur og Gréta segja það ekki hafa verið álitlegt og þau hafi verið hrædd um að vera rænd nokkrum sinnum á meðan stuttri dvöl þeirra stóð. Litlar og lélegar upplýsingar Ásmundur og Gréta áttu bókað flug klukkan tíu að frönskum tíma nú í kvöld en tilkynning um að fluginu yrði aflýst barst þeim klukkan eitt í dag – án neinna viðbótarupplýsinga um hvenær næsta flug yrði. Eftir að hafa gengið lengi á eftir upplýsingum hafi þau loks fengið staðfest að flugið verði klukkan 12:30 á morgun, þriðjudag. „Við fengum síðan sendan link þar sem við gátum valið úr þremur hótelum og völdum bara það sem leit skást út, ég get varla ímyndað mér hvernig hin hótelin eru, myndirnar voru allavega verri en hótelið sem við enduðum á,“ segir parið að lokum en ferðin þeirra til Parísar hafði heppnast vel að öðru leyti. Play hefur komið því á framfæri við fréttastofu að þau harmi atvikið og það sé til skoðunar. Þau bendi á að önnur hótel hafi staðið til boða og Play sé öll af vilja gerð og reyni eftir fremsta megni að hafa glaða farþega. Fréttin hefur verið uppfærð
Ferðalög Frakkland Play Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira