Af hverju skiptir kvennasáttmálinn máli? Rut Einarsdóttir skrifar 14. júní 2022 08:01 Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans). Nefndin undirbýr nú fund þar sem fulltrúar íslenska ríkisins munu sitja fyrir svörum um framkvæmd Kvennasáttmálans. Ísland hefur trónað á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) síðustu ár og má því segja að Ísland standi öðrum þjóðum framar þegar kemur að jafnrétti kynjanna, enda hæla stjórnvöld sér oft af því á alþjóðavettvangi. En hvað þýðir það í stóra samhenginu? Þýðir það ekki að við þurfum að vera öðrum þjóðum fyrirmynd og passa að viðhalda og bæta jafnrétti hér á landi á sama tíma og við styðjum við aðrar þjóðir? Ísland undirritaði Kvennasáttmálann árið 1980, en hann var ekki fullgiltur af Alþingi fyrr en 1985 eftir mikinn þrýsting frá kvennasamtökum. Með fullgildingu skuldbinda íslensk stjórnvöld sig til þess að fara eftir sáttmálanum bæði við lagagerð og þegar mál fara fyrir dómstóla. Nú erum við vissulega með sterk jafnréttislög á Íslandi en samningurinn hefur þó ekki verið að fullu innleiddur í íslenska löggjöf. Þrátt fyrir að dómstólar eigi að horfa til alþjóðlegra sáttmála þegar dómar eru felldir, þá sjáum við það ítrekað að það virðist gleymast og eingöngu sé farið eftir íslenskum lögum, sem ekki eru jafn sterk og kvennasáttmálinn þegar kemur að mismunun gagnvart konum. Sem dæmi um það má nefna þá gagnrýni sem við setjum fram í skuggaskýrslunni sem nú hefur verið send til CEDAW nefndarinnar. Í 5. gr. sáttmálans kemur m.a. fram að aðildarríkin skuli gera allar viðeigandi ráðstafanir til að breyta félagslegum og menningarlegum hegðunarvenjum karla og kvenna með það fyrir augum að takast megi að uppræta fordóma og venjur sem byggjast á hugmyndinni um vanmátt eða ofurmátt annars hvort kynsins eða á viðteknum hlutverkum karla og kvenna. Enn er náms- og starfsval kynjanna kynbundið hér á landi. Ábyrgð á heimilum og börnum er enn oft á herðum kvenna og hér ríkja enn ákveðnar hugmyndir um það hvað hvoru kyni um sig leyfist, sem m.a. birtast í starfs- og námsvali. Það þarf samstillt átak stjórnvalda til þess að bæta úr þessu. Til þess þarf t.d. að gera kynjafræði að skyldufagi á öllum skólastigum, eins og kemur fram í skuggaskýrslunni. Í 6. gr. sáttmálans er áhersla á að koma í veg fyrir mansal og vændi sem hefur fengið mjög aukið vægi á síðustu árum, en þrátt fyrir það eru ekki nægileg úrræði fyrir konur í vændi eða sem lenda í mansali. Samkvæmt Eurostat hefur vændi aukist gríðarlega á árunum 2016-2019 á Íslandi, en þrátt fyrir það er ekki nægilegt fjármagn hjá lögreglu til þess að rannsaka mansal á konum, eða til að aðstoða þær sem lenda í því. Samtökin hvetja því stjórnvöld í skuggaskýrslunni m.a. Til að auka fjármagn til lögreglunnar til þess að rannsaka þetta og koma í veg fyrir mansal á Íslandi, sem og við köllum eftir auknu fjármagni til þess að styðja við þolendur. Það er ekki einungis mikilvægt fyrir jafnrétti á Íslandi að sáttmálinn sé innleiddur að fullu hérlendis, heldur skiptir það einnig máli á alþjóðaskala. Við höfum ekki náð jafnrétti fyrr en jafnrétti hefur verið náð alls staðar. Reglulega fá íslenskar kvennahreyfingar gagnrýni fyrir að vera of kröfuharðar, því jafnrétti er mun verra í öðrum löndum og megum við því prísa okkur sælar hérlendis. Þar komum við að ábyrgð Íslands sem það land sem trónar á toppi allra lista yfir kynjajafnrétti í löndum. Með því að innleiða kvennasáttmálann í íslensk lög sýnum við í verki að við virðum alþjóðaskuldbindingar, tökum jafnrétti kynjanna alvarlega og styðjum um leið við það að styrkja jafnrétti á heimsmælikvarða því það er mikilvægt að það sé samræmi í lögum um jafnrétti á milli landa. Því fleiri lönd sem innleiða sáttmálann, því nær erum við að ná jafnrétti. Framkvæmd Íslands á Kvennasáttmálanum verður tekin fyrir á fundi nefndarinnar í Genf í febrúar 2023. Í skyggaskýrslu samtakanna er bent á hvað betur má fara í starfi íslenska ríkisins til að útrýma mismunun gagnvart konum og hafa þau því enn tækifæri til þess að gera betur áður en staða Íslands gagnvart sáttmálanum verður tekin fyrir í febrúar. Mun fulltrúi samtakanna sem skrifuðu skuggaskýrsluna einnig ávarpa undirbúningsnefnd fundarins þann 4.júlí þar sem farið verður ítarlegar í þau atriði sem fram koma í skuggaskýrslu samtakanna. Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans). Nefndin undirbýr nú fund þar sem fulltrúar íslenska ríkisins munu sitja fyrir svörum um framkvæmd Kvennasáttmálans. Ísland hefur trónað á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) síðustu ár og má því segja að Ísland standi öðrum þjóðum framar þegar kemur að jafnrétti kynjanna, enda hæla stjórnvöld sér oft af því á alþjóðavettvangi. En hvað þýðir það í stóra samhenginu? Þýðir það ekki að við þurfum að vera öðrum þjóðum fyrirmynd og passa að viðhalda og bæta jafnrétti hér á landi á sama tíma og við styðjum við aðrar þjóðir? Ísland undirritaði Kvennasáttmálann árið 1980, en hann var ekki fullgiltur af Alþingi fyrr en 1985 eftir mikinn þrýsting frá kvennasamtökum. Með fullgildingu skuldbinda íslensk stjórnvöld sig til þess að fara eftir sáttmálanum bæði við lagagerð og þegar mál fara fyrir dómstóla. Nú erum við vissulega með sterk jafnréttislög á Íslandi en samningurinn hefur þó ekki verið að fullu innleiddur í íslenska löggjöf. Þrátt fyrir að dómstólar eigi að horfa til alþjóðlegra sáttmála þegar dómar eru felldir, þá sjáum við það ítrekað að það virðist gleymast og eingöngu sé farið eftir íslenskum lögum, sem ekki eru jafn sterk og kvennasáttmálinn þegar kemur að mismunun gagnvart konum. Sem dæmi um það má nefna þá gagnrýni sem við setjum fram í skuggaskýrslunni sem nú hefur verið send til CEDAW nefndarinnar. Í 5. gr. sáttmálans kemur m.a. fram að aðildarríkin skuli gera allar viðeigandi ráðstafanir til að breyta félagslegum og menningarlegum hegðunarvenjum karla og kvenna með það fyrir augum að takast megi að uppræta fordóma og venjur sem byggjast á hugmyndinni um vanmátt eða ofurmátt annars hvort kynsins eða á viðteknum hlutverkum karla og kvenna. Enn er náms- og starfsval kynjanna kynbundið hér á landi. Ábyrgð á heimilum og börnum er enn oft á herðum kvenna og hér ríkja enn ákveðnar hugmyndir um það hvað hvoru kyni um sig leyfist, sem m.a. birtast í starfs- og námsvali. Það þarf samstillt átak stjórnvalda til þess að bæta úr þessu. Til þess þarf t.d. að gera kynjafræði að skyldufagi á öllum skólastigum, eins og kemur fram í skuggaskýrslunni. Í 6. gr. sáttmálans er áhersla á að koma í veg fyrir mansal og vændi sem hefur fengið mjög aukið vægi á síðustu árum, en þrátt fyrir það eru ekki nægileg úrræði fyrir konur í vændi eða sem lenda í mansali. Samkvæmt Eurostat hefur vændi aukist gríðarlega á árunum 2016-2019 á Íslandi, en þrátt fyrir það er ekki nægilegt fjármagn hjá lögreglu til þess að rannsaka mansal á konum, eða til að aðstoða þær sem lenda í því. Samtökin hvetja því stjórnvöld í skuggaskýrslunni m.a. Til að auka fjármagn til lögreglunnar til þess að rannsaka þetta og koma í veg fyrir mansal á Íslandi, sem og við köllum eftir auknu fjármagni til þess að styðja við þolendur. Það er ekki einungis mikilvægt fyrir jafnrétti á Íslandi að sáttmálinn sé innleiddur að fullu hérlendis, heldur skiptir það einnig máli á alþjóðaskala. Við höfum ekki náð jafnrétti fyrr en jafnrétti hefur verið náð alls staðar. Reglulega fá íslenskar kvennahreyfingar gagnrýni fyrir að vera of kröfuharðar, því jafnrétti er mun verra í öðrum löndum og megum við því prísa okkur sælar hérlendis. Þar komum við að ábyrgð Íslands sem það land sem trónar á toppi allra lista yfir kynjajafnrétti í löndum. Með því að innleiða kvennasáttmálann í íslensk lög sýnum við í verki að við virðum alþjóðaskuldbindingar, tökum jafnrétti kynjanna alvarlega og styðjum um leið við það að styrkja jafnrétti á heimsmælikvarða því það er mikilvægt að það sé samræmi í lögum um jafnrétti á milli landa. Því fleiri lönd sem innleiða sáttmálann, því nær erum við að ná jafnrétti. Framkvæmd Íslands á Kvennasáttmálanum verður tekin fyrir á fundi nefndarinnar í Genf í febrúar 2023. Í skyggaskýrslu samtakanna er bent á hvað betur má fara í starfi íslenska ríkisins til að útrýma mismunun gagnvart konum og hafa þau því enn tækifæri til þess að gera betur áður en staða Íslands gagnvart sáttmálanum verður tekin fyrir í febrúar. Mun fulltrúi samtakanna sem skrifuðu skuggaskýrsluna einnig ávarpa undirbúningsnefnd fundarins þann 4.júlí þar sem farið verður ítarlegar í þau atriði sem fram koma í skuggaskýrslu samtakanna. Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar