Segir umræðuna á samfélagsmiðlum ósanngjarna Samúel Karl Ólason skrifar 13. júní 2022 14:32 Amber Heard í dómsal í Virginíu. AP/Evelyn Hockstein Leikkonan Amber Heard segir að samfélagsmiðlar hafi leikið sig grátt varðandi réttarhöld í meiðyrðamáli Johnny Depps, fyrrverandi eiginmanns hennar, gegn henni. Hún var nýverið dæmd til að greiða Depp tæpa tvo milljarða króna í skaðabætur. „Jafnvel einhver sem er sannfærður um að ég eigi allt þetta hatur og napuryrðin skilin, jafnvel þó þú haldir að ég sé að ljúga, þá getur þú ekki horft í augun á mér og sagt að samfélagsmiðlar hafi verið mér sanngjarnir. Þú getur ekki sagt mér að þú haldir að þetta hafi verið sanngjarnt,“ segir Heard í fyrstu ummælum sínum um réttarhöldin. Þetta segir Heard í viðtali við Today Show vestanhafs sem sýnt verður í bútum í vikunni. Depp stefndi Heard fyrir meiðyrði og krafðist fimmtíu milljóna dala í miskabætur, sem samsvarar um 6,5 milljörðum íslenskra króna. Stefnan beinist að grein sem Heard skrifaði og birtist í Washington Post árið 2018 þar sem hún sagðist vera orðin táknmynd þeirra sem hafi lifað við heimilisofbeldi. Heard var dæmd til að greiða honum tíu milljónir dala í miskabætur og fimm milljónir dala í refsibætur. Heard mun þó aðeins þurfa að greiða honum 350 þúsund dali í refsibætur þar sem það er hámark refsibóta í Virginíu, þar sem málaferlin fóru fram. Ítarlega má lesa um niðurstöður kviðdómenda hér að neðan. Stuðningurinn við Depp var yfirgnæfandi á samfélagsmiðlum. Kviðdómendum í umræddu máli var skipað að lesa ekki um réttarhöldin og skoða ekki færslur og myndbönd á samfélagsmiðlum um þau. Kviðdómendur voru þó ekki einangraðir á nokkurn hátt. Sjá einnig: Örlög Depp og Heard í höndum kviðdóms eftir sjónvarpsviðburð aldarinnar Heard segir lögmenn sína sannfærða um að kviðdómendur hafi orðið fyrir áhrifum frá samfélagsmiðlum. Annað sé ómögulegt. Heard sagðist þó að einhverju leyti skilja af hverju kviðdómendur komust að þeirri niðurstöðu sem varð raunin. „Hann er elskaður persónuleiki og fólki finnst það þekkja hann. hann er frábær leikari.“ Deilur Johnny Depp og Amber Heard Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Heard ætlar að áfrýja Amber Heard ætlar að áfrýja dómi í máli Johnny Depp á hendur henni. Í gær var hún fundin sek um meiðyrði í garð hans og dæmd til að greiða fyrrverandi eiginmanni sínum fimmtán milljónir dollara. 2. júní 2022 15:51 Lögmenn Depps saumuðu að Heard í vitnastúkunni Réttarhöld í meiðyrðamáli bandaríska leikarans Johnny Depp á hendur fyrrverandi eiginkonu sinni, bandarísku leikkonunni Amber Heard, héldu áfram í dag. Þar var Heard borin þungum sökum af lögmannateymi Depps, meðal annars um að hafa barið hann og breytt ljósmyndum til að sýna fram á ofbeldi hans gegn henni. 17. maí 2022 23:33 „Ég hugsaði, svona mun ég deyja“ Amber Heard brast nokkrum sinnum í grát í réttarsal vestanhafs í dag er hún lýsti mörgum meintum árásum Johnnys Depp, fyrrverandi eiginmanns hennar. Hún sakaði hann meðal annars um að hafa kýlt sig í andlitið og nauðga sér með flösku. 5. maí 2022 23:53 Segist ekki getað lifað með því að fólk haldi hann beita heimilisofbeldi Leikarinn Johnny Depp segist ekki hafa getað lifað með því að fólk héldi að hann beitti heimilisofbeldi. Þess vegna hafi hann ákveðið að stefna Amber Heard fyrrverandi eiginkonu sinni fyrir ærumeiðingar, eftir að hún sakaði hann um að hafa beitt sig ofbeldi. 20. apríl 2022 13:49 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira
„Jafnvel einhver sem er sannfærður um að ég eigi allt þetta hatur og napuryrðin skilin, jafnvel þó þú haldir að ég sé að ljúga, þá getur þú ekki horft í augun á mér og sagt að samfélagsmiðlar hafi verið mér sanngjarnir. Þú getur ekki sagt mér að þú haldir að þetta hafi verið sanngjarnt,“ segir Heard í fyrstu ummælum sínum um réttarhöldin. Þetta segir Heard í viðtali við Today Show vestanhafs sem sýnt verður í bútum í vikunni. Depp stefndi Heard fyrir meiðyrði og krafðist fimmtíu milljóna dala í miskabætur, sem samsvarar um 6,5 milljörðum íslenskra króna. Stefnan beinist að grein sem Heard skrifaði og birtist í Washington Post árið 2018 þar sem hún sagðist vera orðin táknmynd þeirra sem hafi lifað við heimilisofbeldi. Heard var dæmd til að greiða honum tíu milljónir dala í miskabætur og fimm milljónir dala í refsibætur. Heard mun þó aðeins þurfa að greiða honum 350 þúsund dali í refsibætur þar sem það er hámark refsibóta í Virginíu, þar sem málaferlin fóru fram. Ítarlega má lesa um niðurstöður kviðdómenda hér að neðan. Stuðningurinn við Depp var yfirgnæfandi á samfélagsmiðlum. Kviðdómendum í umræddu máli var skipað að lesa ekki um réttarhöldin og skoða ekki færslur og myndbönd á samfélagsmiðlum um þau. Kviðdómendur voru þó ekki einangraðir á nokkurn hátt. Sjá einnig: Örlög Depp og Heard í höndum kviðdóms eftir sjónvarpsviðburð aldarinnar Heard segir lögmenn sína sannfærða um að kviðdómendur hafi orðið fyrir áhrifum frá samfélagsmiðlum. Annað sé ómögulegt. Heard sagðist þó að einhverju leyti skilja af hverju kviðdómendur komust að þeirri niðurstöðu sem varð raunin. „Hann er elskaður persónuleiki og fólki finnst það þekkja hann. hann er frábær leikari.“
Deilur Johnny Depp og Amber Heard Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Heard ætlar að áfrýja Amber Heard ætlar að áfrýja dómi í máli Johnny Depp á hendur henni. Í gær var hún fundin sek um meiðyrði í garð hans og dæmd til að greiða fyrrverandi eiginmanni sínum fimmtán milljónir dollara. 2. júní 2022 15:51 Lögmenn Depps saumuðu að Heard í vitnastúkunni Réttarhöld í meiðyrðamáli bandaríska leikarans Johnny Depp á hendur fyrrverandi eiginkonu sinni, bandarísku leikkonunni Amber Heard, héldu áfram í dag. Þar var Heard borin þungum sökum af lögmannateymi Depps, meðal annars um að hafa barið hann og breytt ljósmyndum til að sýna fram á ofbeldi hans gegn henni. 17. maí 2022 23:33 „Ég hugsaði, svona mun ég deyja“ Amber Heard brast nokkrum sinnum í grát í réttarsal vestanhafs í dag er hún lýsti mörgum meintum árásum Johnnys Depp, fyrrverandi eiginmanns hennar. Hún sakaði hann meðal annars um að hafa kýlt sig í andlitið og nauðga sér með flösku. 5. maí 2022 23:53 Segist ekki getað lifað með því að fólk haldi hann beita heimilisofbeldi Leikarinn Johnny Depp segist ekki hafa getað lifað með því að fólk héldi að hann beitti heimilisofbeldi. Þess vegna hafi hann ákveðið að stefna Amber Heard fyrrverandi eiginkonu sinni fyrir ærumeiðingar, eftir að hún sakaði hann um að hafa beitt sig ofbeldi. 20. apríl 2022 13:49 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira
Heard ætlar að áfrýja Amber Heard ætlar að áfrýja dómi í máli Johnny Depp á hendur henni. Í gær var hún fundin sek um meiðyrði í garð hans og dæmd til að greiða fyrrverandi eiginmanni sínum fimmtán milljónir dollara. 2. júní 2022 15:51
Lögmenn Depps saumuðu að Heard í vitnastúkunni Réttarhöld í meiðyrðamáli bandaríska leikarans Johnny Depp á hendur fyrrverandi eiginkonu sinni, bandarísku leikkonunni Amber Heard, héldu áfram í dag. Þar var Heard borin þungum sökum af lögmannateymi Depps, meðal annars um að hafa barið hann og breytt ljósmyndum til að sýna fram á ofbeldi hans gegn henni. 17. maí 2022 23:33
„Ég hugsaði, svona mun ég deyja“ Amber Heard brast nokkrum sinnum í grát í réttarsal vestanhafs í dag er hún lýsti mörgum meintum árásum Johnnys Depp, fyrrverandi eiginmanns hennar. Hún sakaði hann meðal annars um að hafa kýlt sig í andlitið og nauðga sér með flösku. 5. maí 2022 23:53
Segist ekki getað lifað með því að fólk haldi hann beita heimilisofbeldi Leikarinn Johnny Depp segist ekki hafa getað lifað með því að fólk héldi að hann beitti heimilisofbeldi. Þess vegna hafi hann ákveðið að stefna Amber Heard fyrrverandi eiginkonu sinni fyrir ærumeiðingar, eftir að hún sakaði hann um að hafa beitt sig ofbeldi. 20. apríl 2022 13:49