Vilja stöðva Rússa í Donbas Samúel Karl Ólason skrifar 13. júní 2022 12:17 Úkraínskir hermenn nærri Lysychansk. Getty/Marcus Yam Baráttan um Donbas gæti haft gífurleg áhrif á framvindu innrásar Rússa í Úkraínu. Harðir bardagar hafa geisað þar frá því innrásin hófst í febrúar en Rússar vonast til að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur og Úkraínumenn reyna að draga máttinn úr hermönnum Rússlands. Í greiningu AP fréttaveitunnar segir að beri Rússar sigur úr bítum gætu þeir sigrað stóran hluta af bestu hermönnum Úkraínu í héraðinu. Það gæti gert Rússum kleift að ná frekari landsvæði af Úkraínu og þvinga ráðamenn í Kænugarði til að viðurkenna landvinninga þeirra. Rússar hafa beint sjónum sínum að allri strandlengju Úkraínu við Svartahaf og þar á meðal borgir eins og Odessa. Rússneskir hermenn sóttu að henni í upphafi innrásarinnar en voru stöðvaðir við Mykolaiv. Úkraínumenn gætu aftur á móti stöðvað sókn Rússa og dregið verulega úr getu þeirra til lengri tíma. Rússar hafa hingað til virst eiga við manneklu að stríða og hafa átt í erfiðleikum með að fylla upp í raðir sínar, eins og farið er lauslega yfir hér neðar í Vaktinni. Það að stöðva Rússa gæti gert Úkraínumönnum kleift að gera umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum og reka þá á brott frá hernumdum svæðum. Til þess þyrftu Úkraínumenn þó áframhaldandi stuðning og vopnasendingar frá bandamönnum sínum í Vesturlöndum. Með allt stórskotaliðið á einum stað Eins og flestir vita ef til vill, þá einbeittu Rússar sér að Donbas í austurhluta Úkraínu eftir að sókn þeirra að Kænugarði misheppnaðist. Í austri búa Rússar yfir auknum yfirburðum og mun styttri birgðaleiðum sem auðveldar er fyrir þá að verja. Þá hafa Rússar reitt sig mun meira á stórskotalið en áður og beita yfirburðum sínum þar með því að vekja varnir Úkraínumanna verulega áður en þeir sækja fram. Þetta hefur skilað Rússum árangri, þó þeir hafi sótt tiltölulega hægt fram með þessum hætti. Einn sérfræðingur sem blaðamaður AP ræddi við sagði Rússa hafa hópað saman öllu sínu stórskotaliði á einu svæði til að brjóta sér leið í gegnum varnir Úkraínumanna. Það gerðu þeir með því að jafna allt sem á vegi þeirra væri við jörðu og sækja fram yfir rústirnar. Reyna að halda aftur af Rússum Forsvarsmenn Úkraínumanna hafa lýst aðstæðum í Donbas sem verulega erfiðum og segjast vera að missa allt að tvö hundruð hermenn á dag. Markmið þeirra eru þó skýr. Þeir vilja halda aftur af Rússum eins lengi og þeir geta og í millitíðinni þjálfa upp fleiri hermenn og fá frekari vopnasendingar frá Vesturlöndum. Það vonast Úkraínumenn til að muni gera þeim mögulegt að reka Rússa á brott. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Framvinda innrásarinnar veltur á baráttunni um Donbas Úkraínumenn hafa náð að opna tvær leiðir, í gegnum Rúmeníu og Pólland, þar sem þeir flytja korn sem hefur setið í höfnum landsins síðan innrás Rússa hófst. 13. júní 2022 07:45 Aðeins ein brú eftir inn í Severodonetsk Harðir bardagar hafa haldið áfram í úkraínsku borginni Severodonetsk og segir héraðsstjórinn Serhiy Haidai ljóst að Rússar séu nú að reyna að einangra borgina að fullu og ná þar yfirráðum. Volodomir Selenskí Úkraínuforseti segir að nú sé barist um hvern einasta metra í borginni. 13. júní 2022 07:13 Veitti innsýn í lífið í Rússlandi þessa dagana Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, segir að í Moskvu gangi lífið sinn vanagang fyrir íbúa borgarinnar. Þó sé ljóst að viðskiptaþvinganir bíti og að eftirlit með borgurum hafi verið hert. 12. júní 2022 15:03 Opna McDonald's aftur í Rússlandi undir nýju nafni Veitingastaðir McDonald‘s í Rússlandi voru opnaðir á nýjan leik í morgun eftir að stórfyrirtækið yfirgaf landið fyrr í vor vegna innrásarinnar í Úkraínu. Litlar breytingar hafa verið gerðar á veitingastöðunum eða matnum sem seldur er þar. 12. júní 2022 09:50 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira
Í greiningu AP fréttaveitunnar segir að beri Rússar sigur úr bítum gætu þeir sigrað stóran hluta af bestu hermönnum Úkraínu í héraðinu. Það gæti gert Rússum kleift að ná frekari landsvæði af Úkraínu og þvinga ráðamenn í Kænugarði til að viðurkenna landvinninga þeirra. Rússar hafa beint sjónum sínum að allri strandlengju Úkraínu við Svartahaf og þar á meðal borgir eins og Odessa. Rússneskir hermenn sóttu að henni í upphafi innrásarinnar en voru stöðvaðir við Mykolaiv. Úkraínumenn gætu aftur á móti stöðvað sókn Rússa og dregið verulega úr getu þeirra til lengri tíma. Rússar hafa hingað til virst eiga við manneklu að stríða og hafa átt í erfiðleikum með að fylla upp í raðir sínar, eins og farið er lauslega yfir hér neðar í Vaktinni. Það að stöðva Rússa gæti gert Úkraínumönnum kleift að gera umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum og reka þá á brott frá hernumdum svæðum. Til þess þyrftu Úkraínumenn þó áframhaldandi stuðning og vopnasendingar frá bandamönnum sínum í Vesturlöndum. Með allt stórskotaliðið á einum stað Eins og flestir vita ef til vill, þá einbeittu Rússar sér að Donbas í austurhluta Úkraínu eftir að sókn þeirra að Kænugarði misheppnaðist. Í austri búa Rússar yfir auknum yfirburðum og mun styttri birgðaleiðum sem auðveldar er fyrir þá að verja. Þá hafa Rússar reitt sig mun meira á stórskotalið en áður og beita yfirburðum sínum þar með því að vekja varnir Úkraínumanna verulega áður en þeir sækja fram. Þetta hefur skilað Rússum árangri, þó þeir hafi sótt tiltölulega hægt fram með þessum hætti. Einn sérfræðingur sem blaðamaður AP ræddi við sagði Rússa hafa hópað saman öllu sínu stórskotaliði á einu svæði til að brjóta sér leið í gegnum varnir Úkraínumanna. Það gerðu þeir með því að jafna allt sem á vegi þeirra væri við jörðu og sækja fram yfir rústirnar. Reyna að halda aftur af Rússum Forsvarsmenn Úkraínumanna hafa lýst aðstæðum í Donbas sem verulega erfiðum og segjast vera að missa allt að tvö hundruð hermenn á dag. Markmið þeirra eru þó skýr. Þeir vilja halda aftur af Rússum eins lengi og þeir geta og í millitíðinni þjálfa upp fleiri hermenn og fá frekari vopnasendingar frá Vesturlöndum. Það vonast Úkraínumenn til að muni gera þeim mögulegt að reka Rússa á brott.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Framvinda innrásarinnar veltur á baráttunni um Donbas Úkraínumenn hafa náð að opna tvær leiðir, í gegnum Rúmeníu og Pólland, þar sem þeir flytja korn sem hefur setið í höfnum landsins síðan innrás Rússa hófst. 13. júní 2022 07:45 Aðeins ein brú eftir inn í Severodonetsk Harðir bardagar hafa haldið áfram í úkraínsku borginni Severodonetsk og segir héraðsstjórinn Serhiy Haidai ljóst að Rússar séu nú að reyna að einangra borgina að fullu og ná þar yfirráðum. Volodomir Selenskí Úkraínuforseti segir að nú sé barist um hvern einasta metra í borginni. 13. júní 2022 07:13 Veitti innsýn í lífið í Rússlandi þessa dagana Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, segir að í Moskvu gangi lífið sinn vanagang fyrir íbúa borgarinnar. Þó sé ljóst að viðskiptaþvinganir bíti og að eftirlit með borgurum hafi verið hert. 12. júní 2022 15:03 Opna McDonald's aftur í Rússlandi undir nýju nafni Veitingastaðir McDonald‘s í Rússlandi voru opnaðir á nýjan leik í morgun eftir að stórfyrirtækið yfirgaf landið fyrr í vor vegna innrásarinnar í Úkraínu. Litlar breytingar hafa verið gerðar á veitingastöðunum eða matnum sem seldur er þar. 12. júní 2022 09:50 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira
Vaktin: Framvinda innrásarinnar veltur á baráttunni um Donbas Úkraínumenn hafa náð að opna tvær leiðir, í gegnum Rúmeníu og Pólland, þar sem þeir flytja korn sem hefur setið í höfnum landsins síðan innrás Rússa hófst. 13. júní 2022 07:45
Aðeins ein brú eftir inn í Severodonetsk Harðir bardagar hafa haldið áfram í úkraínsku borginni Severodonetsk og segir héraðsstjórinn Serhiy Haidai ljóst að Rússar séu nú að reyna að einangra borgina að fullu og ná þar yfirráðum. Volodomir Selenskí Úkraínuforseti segir að nú sé barist um hvern einasta metra í borginni. 13. júní 2022 07:13
Veitti innsýn í lífið í Rússlandi þessa dagana Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, segir að í Moskvu gangi lífið sinn vanagang fyrir íbúa borgarinnar. Þó sé ljóst að viðskiptaþvinganir bíti og að eftirlit með borgurum hafi verið hert. 12. júní 2022 15:03
Opna McDonald's aftur í Rússlandi undir nýju nafni Veitingastaðir McDonald‘s í Rússlandi voru opnaðir á nýjan leik í morgun eftir að stórfyrirtækið yfirgaf landið fyrr í vor vegna innrásarinnar í Úkraínu. Litlar breytingar hafa verið gerðar á veitingastöðunum eða matnum sem seldur er þar. 12. júní 2022 09:50