Risarnir gætu mæst tólf sinnum á einni leiktíð Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2022 17:01 Real Madrid og Barcelona mættust í undanúrslitum EuroLeague í Belgrad þar sem Madridingar höfðu betur. Getty/Tolga Adanali Í kvöld hefst einvígið um spænska meistaratitilinn í körfubolta og jafnvel mestu antisportistar gætu giskað á hvaða tvö lið mætast þar. Real Madrid og Barcelona hafa haft eins konar einokunarstöðu í spænskum körfubolta um langt árabil enda tvö af allra bestu liðum Evrópu. Þau hefja enn eitt einvígi sitt í kvöld klukkan 19, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Úr því að ljóst er að annað liðið verður spænskur meistari þá liggur fyrir að þessi tvö lið hafa þar með unnið 34 af 39 bikurum sem í boði hafa verið síðustu 13 leiktíðir á Spáni. Barcelona er ríkjandi meistari eftir sigur á Real Madrid í fyrra, og leita þarf aftur til ársins 2006 til að finna úrslitaeinvígi þar sem hvorugt liðið tók þátt. Unnið 34 af 39 titlum Frá árinu 2010 hafa aðeins Valencia (2017) og Baskonia (2010 og 2020) orðið Spánarmeistarar fyrir utan Barcelona og Real. Hinir tveir titlarnir sem önnur lið hafa unnið síðan þá voru í ofurbikarnum, sem Valencia vann árið 2017 og Gran Canaria 2016. Sem sagt, 34 titlar til Barcelona og Real en fimm til annarra á síðustu 13 árum. Risarnir tveir hafa þegar mæst í sjö El Clásico leikjum á þessari leiktíð og fari einvígið nú í oddaleik gætu rimmurnar því orðið alls tólf á einni leiktíð. Real Madrid vann þegar liðin mættust í undanúrslitaleik EuroLeague í síðasta mánuði og í ofurbikarnum en Barcelona hefur unnið hina fimm leikina, meðal annars báða deildarleikina, og er því með heimavallarréttinn. Úrslitaeinvígið: Mánudagur, 13. júní: Barcelona - Real Madrid Miðvikudagur, 15. júní: Barcelona - Real Madrid Föstudagur, 17. júní: Real Madrid - Barcelona *Sunnudagur, 19. júní: Real Madrid - Barcelona *Miðvikudagur, 22. júní: Barcelona - Real Madrid *Ef til þarf Fyrsti leikur einvígis Barcelona og Real Madrid hefst klukkan 19 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Sjá meira
Real Madrid og Barcelona hafa haft eins konar einokunarstöðu í spænskum körfubolta um langt árabil enda tvö af allra bestu liðum Evrópu. Þau hefja enn eitt einvígi sitt í kvöld klukkan 19, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Úr því að ljóst er að annað liðið verður spænskur meistari þá liggur fyrir að þessi tvö lið hafa þar með unnið 34 af 39 bikurum sem í boði hafa verið síðustu 13 leiktíðir á Spáni. Barcelona er ríkjandi meistari eftir sigur á Real Madrid í fyrra, og leita þarf aftur til ársins 2006 til að finna úrslitaeinvígi þar sem hvorugt liðið tók þátt. Unnið 34 af 39 titlum Frá árinu 2010 hafa aðeins Valencia (2017) og Baskonia (2010 og 2020) orðið Spánarmeistarar fyrir utan Barcelona og Real. Hinir tveir titlarnir sem önnur lið hafa unnið síðan þá voru í ofurbikarnum, sem Valencia vann árið 2017 og Gran Canaria 2016. Sem sagt, 34 titlar til Barcelona og Real en fimm til annarra á síðustu 13 árum. Risarnir tveir hafa þegar mæst í sjö El Clásico leikjum á þessari leiktíð og fari einvígið nú í oddaleik gætu rimmurnar því orðið alls tólf á einni leiktíð. Real Madrid vann þegar liðin mættust í undanúrslitaleik EuroLeague í síðasta mánuði og í ofurbikarnum en Barcelona hefur unnið hina fimm leikina, meðal annars báða deildarleikina, og er því með heimavallarréttinn. Úrslitaeinvígið: Mánudagur, 13. júní: Barcelona - Real Madrid Miðvikudagur, 15. júní: Barcelona - Real Madrid Föstudagur, 17. júní: Real Madrid - Barcelona *Sunnudagur, 19. júní: Real Madrid - Barcelona *Miðvikudagur, 22. júní: Barcelona - Real Madrid *Ef til þarf Fyrsti leikur einvígis Barcelona og Real Madrid hefst klukkan 19 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitaeinvígið: Mánudagur, 13. júní: Barcelona - Real Madrid Miðvikudagur, 15. júní: Barcelona - Real Madrid Föstudagur, 17. júní: Real Madrid - Barcelona *Sunnudagur, 19. júní: Real Madrid - Barcelona *Miðvikudagur, 22. júní: Barcelona - Real Madrid *Ef til þarf
Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Sjá meira