Segir að Selenskí hafi ekki viljað hlusta í aðdraganda innrásarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júní 2022 08:14 Joe Biden er forseti Bandaríkjanna. AP Photo/Evan Vucci Joe Biden, forseti Bandaríkjanna segir að Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, hafi ekki viljað hlusta á aðvaranir um að Rússar væru að safna liði í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu. Fréttaveita AP greinir frá og segir að Biden hafi látið ummælin falla á fjáröflunarviðburði Demókrataflokksins. Þar sagði hann að þrátt fyrir að bandarískar njósnastofnanir hefðu safnað saman gögnum um að Rússar væru að safna liði á landamærum Rússlands og Úkraínum, hafi Úkraínuforseti ekki viljað hlusta á aðvaranir þess efnis. „Það hefur ekkert þessu líkt átt sér stað frá seinni heimsstyrjöldinni. Ég veit að margir töldu að ég væri að ýkja, en ég viss að við hefðum gögnin til að styðja þetta,“ sagði Biden. Var hann þar að vísa til mats bandarískra njósna- og herstofnana um að Vladímir Pútín Rússlandsforseti ætlaði sér að ráðast inn í Úkraínu. „Það var enginn vafi á því,“ sagði Biden. „Og Selenskí vildi ekki heyra minnst á það.“ Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu.Ukrainian Presidential Press Office via AP Í frétt AP segir einnig að þrátt fyrir að margir hafi dáðst að viðbrögðum Selenskís við innrásina hafi skortur á undirbúningi í Úkraínu í aðdraganda innrásarinnar verið gagnrýndur. Þar kemur einnig fram að Selenskí hafi ekki látið í ljós mikla ánægju opinberlega þegar embættismenn Bandaríkjastjórnar töluðu um að miklar líkur væru innrás Rússa í aðdraganda átakanna. Er þar vitnað í að Selenskí hafi haft áhyggjur af því að stöðug umræða um innrásarógn myndi hafa slæmt áhrif á efnahag Úkraínu. Bandaríkin Joe Biden Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Úkraínumenn segja skotfærin brátt á þrotum og setja traust sitt á Vesturlönd Yfirmaður í úkraínska hernum segir að framganga Úkraínumanna í stríðinu sé algjörlega háð því hvað Vesturlöndin láti þeim í té. Hann útilokar ekki að Rússar geri hlé á stríðinu til að reyna að sannfæra Vesturlönd um að slaka á viðskiptaþvingunum. 11. júní 2022 00:00 Varnarmálaráðherrar í Reykjavík: Samstíga um að Úkraína verði að vinna stríðið Varnarmálaráðherrar norður Evrópu sögðu á fundi í Reykjavík í dag algera samstöðu ríkja um að Putin verði að tapa stríðinu í Úkraínu. Varnarmálaráðherra Lettlands segir vestræna leiðtoga ekki eiga að velta fyrir sér hvernig Putin líði og undirbúa sig fyrir langt stríð. 8. júní 2022 19:27 Rússar skilja eftir sig 100 daga slóð dauða og eyðileggingar Rússneska innrásarliðið í Úkraínu hefur skilið eftir sig dauða og eyðileggingu í norður-, austur- og suðurhluta landsins á þeim hundrað dögum sem liðnir eru frá því innrásin hófst. Síðustu daga og vikur hafa Rússar látið stórskotum og eldflaugum rigna yfir borgir og bæi í Donbashéraði. 3. júní 2022 19:12 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira
Fréttaveita AP greinir frá og segir að Biden hafi látið ummælin falla á fjáröflunarviðburði Demókrataflokksins. Þar sagði hann að þrátt fyrir að bandarískar njósnastofnanir hefðu safnað saman gögnum um að Rússar væru að safna liði á landamærum Rússlands og Úkraínum, hafi Úkraínuforseti ekki viljað hlusta á aðvaranir þess efnis. „Það hefur ekkert þessu líkt átt sér stað frá seinni heimsstyrjöldinni. Ég veit að margir töldu að ég væri að ýkja, en ég viss að við hefðum gögnin til að styðja þetta,“ sagði Biden. Var hann þar að vísa til mats bandarískra njósna- og herstofnana um að Vladímir Pútín Rússlandsforseti ætlaði sér að ráðast inn í Úkraínu. „Það var enginn vafi á því,“ sagði Biden. „Og Selenskí vildi ekki heyra minnst á það.“ Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu.Ukrainian Presidential Press Office via AP Í frétt AP segir einnig að þrátt fyrir að margir hafi dáðst að viðbrögðum Selenskís við innrásina hafi skortur á undirbúningi í Úkraínu í aðdraganda innrásarinnar verið gagnrýndur. Þar kemur einnig fram að Selenskí hafi ekki látið í ljós mikla ánægju opinberlega þegar embættismenn Bandaríkjastjórnar töluðu um að miklar líkur væru innrás Rússa í aðdraganda átakanna. Er þar vitnað í að Selenskí hafi haft áhyggjur af því að stöðug umræða um innrásarógn myndi hafa slæmt áhrif á efnahag Úkraínu.
Bandaríkin Joe Biden Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Úkraínumenn segja skotfærin brátt á þrotum og setja traust sitt á Vesturlönd Yfirmaður í úkraínska hernum segir að framganga Úkraínumanna í stríðinu sé algjörlega háð því hvað Vesturlöndin láti þeim í té. Hann útilokar ekki að Rússar geri hlé á stríðinu til að reyna að sannfæra Vesturlönd um að slaka á viðskiptaþvingunum. 11. júní 2022 00:00 Varnarmálaráðherrar í Reykjavík: Samstíga um að Úkraína verði að vinna stríðið Varnarmálaráðherrar norður Evrópu sögðu á fundi í Reykjavík í dag algera samstöðu ríkja um að Putin verði að tapa stríðinu í Úkraínu. Varnarmálaráðherra Lettlands segir vestræna leiðtoga ekki eiga að velta fyrir sér hvernig Putin líði og undirbúa sig fyrir langt stríð. 8. júní 2022 19:27 Rússar skilja eftir sig 100 daga slóð dauða og eyðileggingar Rússneska innrásarliðið í Úkraínu hefur skilið eftir sig dauða og eyðileggingu í norður-, austur- og suðurhluta landsins á þeim hundrað dögum sem liðnir eru frá því innrásin hófst. Síðustu daga og vikur hafa Rússar látið stórskotum og eldflaugum rigna yfir borgir og bæi í Donbashéraði. 3. júní 2022 19:12 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira
Úkraínumenn segja skotfærin brátt á þrotum og setja traust sitt á Vesturlönd Yfirmaður í úkraínska hernum segir að framganga Úkraínumanna í stríðinu sé algjörlega háð því hvað Vesturlöndin láti þeim í té. Hann útilokar ekki að Rússar geri hlé á stríðinu til að reyna að sannfæra Vesturlönd um að slaka á viðskiptaþvingunum. 11. júní 2022 00:00
Varnarmálaráðherrar í Reykjavík: Samstíga um að Úkraína verði að vinna stríðið Varnarmálaráðherrar norður Evrópu sögðu á fundi í Reykjavík í dag algera samstöðu ríkja um að Putin verði að tapa stríðinu í Úkraínu. Varnarmálaráðherra Lettlands segir vestræna leiðtoga ekki eiga að velta fyrir sér hvernig Putin líði og undirbúa sig fyrir langt stríð. 8. júní 2022 19:27
Rússar skilja eftir sig 100 daga slóð dauða og eyðileggingar Rússneska innrásarliðið í Úkraínu hefur skilið eftir sig dauða og eyðileggingu í norður-, austur- og suðurhluta landsins á þeim hundrað dögum sem liðnir eru frá því innrásin hófst. Síðustu daga og vikur hafa Rússar látið stórskotum og eldflaugum rigna yfir borgir og bæi í Donbashéraði. 3. júní 2022 19:12