Úkraínumenn segja skotfærin brátt á þrotum og setja traust sitt á Vesturlönd Smári Jökull Jónsson skrifar 11. júní 2022 00:00 Úkraínskir hermenn ræða saman á meðan bardagi við Rússa geisar við Severodonetsk í Luhansk héraðinu. Vísir/AP Yfirmaður í úkraínska hernum segir að framganga Úkraínumanna í stríðinu sé algjörlega háð því hvað Vesturlöndin láti þeim í té. Hann útilokar ekki að Rússar geri hlé á stríðinu til að reyna að sannfæra Vesturlönd um að slaka á viðskiptaþvingunum. Þetta kemur fram í máli Vadym Skibitsky, yfirmanns í úkraínska hernum sem skrifað er um í grein í The Guardian. Hann segir að Úkraína sé nú að tapa fyrir Rússum og séu algjörlega háðir því að fá vopn frá Vesturlöndum eigi þeir að halda rússneska hernum í skefjum. „Þetta er stórskotastríð núna. Við erum að tapa hvað stóru vopnin varðar, við erum með eitt á móti hverjum tíu til fimmtán hjá Rússum. Félagar okkar í vestri hafa gefið okkur um 10% af því sem þeir eiga.“ Fyrr í dag hrósaði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, Bretum fyrir þeirra stuðning en ítrekaði bón sína um að fá meira af vopnum. Þetta sagði hann þegar Ben Wallace utanríkisráðherra Bretlands kom í óvænta heimsókn til Úkraínu. „Orð breytast í gjörðir. Það er munurinn á sambandi Úkraínu við Breta og síðan við aðrar þjóðir,“ sagði Selenskí í myndbandsyfirlýsingu. Gætu gert hlé til að plata Vesturlönd Skibitsky segir að Úkraínumenn noti 5-6000 skotfæri á hverjum degi úr stærstu vopnum sínum og að skotfærin séu brátt á þrotum. Hann ítrekaði þörfina á langdrægum flaugum til að geta eyðilagt búnað Rússa. Búist er við að Úkraínumenn útbúi lista yfir hvað þeir telja sig þurfa fyrir fund NATO í Brussel þann 15.júní. Skibitsky sagði ennfremur að þvinganir kæmu í veg fyrir að Rússar gætu framleitt langdrægnr flaugar í flýti. „Við höfum tekið eftir að Rússar eru að beita færri eldflaugaárásum og að þeir hafa verið að nota H-22 flaugar sem eru gamlar flaugar frá því í Sovétríkjunum á áttunda áratug síðustu aldar.“ Hann segir að Rússar nýti sér eldflaugakerfi þar sem þeir geta skotið flaugum hvert sem er í Úkraínu án þess að fara úr rússneskri lofthelgi. Úkraínski herinn telur að Rússar geti haldið áfram stríðsrekstri með svipuðum hætti í ár í viðbót án þess að framleiða ný vopn. Skibitsky vill ekki útiloka möguleikann á því að Rússar geri hlé á árásum sínum í tilraun til að sannfæra Vesturlönd um að slaka á þvingunum sínum. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Fleiri fréttir Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Sjá meira
Þetta kemur fram í máli Vadym Skibitsky, yfirmanns í úkraínska hernum sem skrifað er um í grein í The Guardian. Hann segir að Úkraína sé nú að tapa fyrir Rússum og séu algjörlega háðir því að fá vopn frá Vesturlöndum eigi þeir að halda rússneska hernum í skefjum. „Þetta er stórskotastríð núna. Við erum að tapa hvað stóru vopnin varðar, við erum með eitt á móti hverjum tíu til fimmtán hjá Rússum. Félagar okkar í vestri hafa gefið okkur um 10% af því sem þeir eiga.“ Fyrr í dag hrósaði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, Bretum fyrir þeirra stuðning en ítrekaði bón sína um að fá meira af vopnum. Þetta sagði hann þegar Ben Wallace utanríkisráðherra Bretlands kom í óvænta heimsókn til Úkraínu. „Orð breytast í gjörðir. Það er munurinn á sambandi Úkraínu við Breta og síðan við aðrar þjóðir,“ sagði Selenskí í myndbandsyfirlýsingu. Gætu gert hlé til að plata Vesturlönd Skibitsky segir að Úkraínumenn noti 5-6000 skotfæri á hverjum degi úr stærstu vopnum sínum og að skotfærin séu brátt á þrotum. Hann ítrekaði þörfina á langdrægum flaugum til að geta eyðilagt búnað Rússa. Búist er við að Úkraínumenn útbúi lista yfir hvað þeir telja sig þurfa fyrir fund NATO í Brussel þann 15.júní. Skibitsky sagði ennfremur að þvinganir kæmu í veg fyrir að Rússar gætu framleitt langdrægnr flaugar í flýti. „Við höfum tekið eftir að Rússar eru að beita færri eldflaugaárásum og að þeir hafa verið að nota H-22 flaugar sem eru gamlar flaugar frá því í Sovétríkjunum á áttunda áratug síðustu aldar.“ Hann segir að Rússar nýti sér eldflaugakerfi þar sem þeir geta skotið flaugum hvert sem er í Úkraínu án þess að fara úr rússneskri lofthelgi. Úkraínski herinn telur að Rússar geti haldið áfram stríðsrekstri með svipuðum hætti í ár í viðbót án þess að framleiða ný vopn. Skibitsky vill ekki útiloka möguleikann á því að Rússar geri hlé á árásum sínum í tilraun til að sannfæra Vesturlönd um að slaka á þvingunum sínum.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Fleiri fréttir Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Sjá meira