Hvunndags hetjan Auður spyr hvað Drottinn sé að drolla Heimir Már Pétursson skrifar 10. júní 2022 20:31 Auður Haralds hafði vart undan að árita nýjust bók sína Hvað er Drottinn að drolla fyrir utan Melabúðina í dag. Stöð 2/Arnar Hvunndags hetjan eftir Auði Haralds setti allt á annan endan í þjóðfélaginu þegar hún kom út fyrir fjörutíu og þremur árum og seldist í bílförmum. Hljótt hefur verið um höfundinn undanfarin fimmtán ár á ritvellinum en nú er Auður óvænt komin með nýja bók sem rauk út við Melabúðina í dag. Þegar Hvunndags hetjan eftir Auði Haralds kom út árið 1979 varð hún metsölubók á augabragði og vakti miklar umræður í þjóðfélaginu. Í dag, rúmlega fjörutíu árum síðar, sat höfundurinn fyrir utan Melabúðina, hverju sætir? „Við fundum svona bók og okkur datt í huga að gefa hana út,“ segir Auður á milli þess sem hún selur og áritar nýju bókina. En þú skrifaðir hana er það ekki? „Jú, en það er ægilega langt síðan. Tuttugu, kannski tuttugu og fimm ár,“ segir Auður. Bókin var birt á sínum tíma sem einhvers konar framhaldssaga á netinu fyrir tilstuðlan Hrafns Jökulssonar en hefur ekki birst á prenti fyrr en nú. Þótt Auður hafi gefið út tólf bækur hefur ekki komið stór skáldsaga frá henni frá því Ung, feig, há og ljóshærð kom út árið 1987. Auður veltir meðal annars fyrir sér í bókinni hvers vegna ekkert gerist þegar fólk liggur á bæn. Það haldi bara áfram að steindrepast.Stöð 2/Arnar Þegar Valdís Óskarsdóttir kvikmyndaklippari vinkona Auðar fór að spyrjast fyrir um söguna sem birtist á netinu varð Auður að viðurkenna að hún vissi ekkert um hvernig mætti nálgast hana. Nú þakkar hún Hrafni fyrir að hafa grafið handritið upp aftur á Netinu. „Og ég las hana og var alveg undrandi. Fannst þetta verulega góð bók. Ég kannaðist hins vegar ekkert við hana. Búin að gleyma öllu sem stóð í henni,“ segir höfundurinn. Og Auður var ekki ein um að finnast bókin góð sem Forlagið hefur nú gefið út undir titlinum "Hvað er Drottinn að drolla." „Hvernig stendur á því að Drottinn kemur ekki og reddar hlutunum þegar fólk er liggjandi á bæn, trúir þessu alveg. Svo gerist bara ekkert. Það heldur bara áfram að steindrepast. Það er það sem við höfum hér,“ segir Auður. Þannig að þetta eru vonbrigðin með að vera ekki bænheyrður? „Bara þessi setning. Nei þetta eru skammir, þetta eru skammir í rauninni,“ segir Auður stríðin en bækur hennar einkennast oft af hárfínni og meinfyndinni hæðni og samfélagsrýni. Undirtitill Hvunndags hetjunnar á sínum tíma var "þrjár öruggar aðferðir til að eignast óskilgetin börn." Bókin var í raun mikil og bráðfyndin ádeila á stöðu kvenna og karlaveldið en langt á undan Me Too byltingunni og kannski einn af undanförum hennar. „Ég veit það ekki, hef ekki pælt í því. Mér finnst bara undarlegt hvað þessi Me Too bylting er seint á ferðinni. Mér finnst að hún hefði átt að koma miklu, miklu, miklu fyrr,“ sagði Auður Haralds fyrir utan Melabúðina í dag þar sem árituð eintök af „Hvað er Drottinn að drolla“ runnu út eins og heitar lummur. Bókmenntir Reykjavík Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Þegar Hvunndags hetjan eftir Auði Haralds kom út árið 1979 varð hún metsölubók á augabragði og vakti miklar umræður í þjóðfélaginu. Í dag, rúmlega fjörutíu árum síðar, sat höfundurinn fyrir utan Melabúðina, hverju sætir? „Við fundum svona bók og okkur datt í huga að gefa hana út,“ segir Auður á milli þess sem hún selur og áritar nýju bókina. En þú skrifaðir hana er það ekki? „Jú, en það er ægilega langt síðan. Tuttugu, kannski tuttugu og fimm ár,“ segir Auður. Bókin var birt á sínum tíma sem einhvers konar framhaldssaga á netinu fyrir tilstuðlan Hrafns Jökulssonar en hefur ekki birst á prenti fyrr en nú. Þótt Auður hafi gefið út tólf bækur hefur ekki komið stór skáldsaga frá henni frá því Ung, feig, há og ljóshærð kom út árið 1987. Auður veltir meðal annars fyrir sér í bókinni hvers vegna ekkert gerist þegar fólk liggur á bæn. Það haldi bara áfram að steindrepast.Stöð 2/Arnar Þegar Valdís Óskarsdóttir kvikmyndaklippari vinkona Auðar fór að spyrjast fyrir um söguna sem birtist á netinu varð Auður að viðurkenna að hún vissi ekkert um hvernig mætti nálgast hana. Nú þakkar hún Hrafni fyrir að hafa grafið handritið upp aftur á Netinu. „Og ég las hana og var alveg undrandi. Fannst þetta verulega góð bók. Ég kannaðist hins vegar ekkert við hana. Búin að gleyma öllu sem stóð í henni,“ segir höfundurinn. Og Auður var ekki ein um að finnast bókin góð sem Forlagið hefur nú gefið út undir titlinum "Hvað er Drottinn að drolla." „Hvernig stendur á því að Drottinn kemur ekki og reddar hlutunum þegar fólk er liggjandi á bæn, trúir þessu alveg. Svo gerist bara ekkert. Það heldur bara áfram að steindrepast. Það er það sem við höfum hér,“ segir Auður. Þannig að þetta eru vonbrigðin með að vera ekki bænheyrður? „Bara þessi setning. Nei þetta eru skammir, þetta eru skammir í rauninni,“ segir Auður stríðin en bækur hennar einkennast oft af hárfínni og meinfyndinni hæðni og samfélagsrýni. Undirtitill Hvunndags hetjunnar á sínum tíma var "þrjár öruggar aðferðir til að eignast óskilgetin börn." Bókin var í raun mikil og bráðfyndin ádeila á stöðu kvenna og karlaveldið en langt á undan Me Too byltingunni og kannski einn af undanförum hennar. „Ég veit það ekki, hef ekki pælt í því. Mér finnst bara undarlegt hvað þessi Me Too bylting er seint á ferðinni. Mér finnst að hún hefði átt að koma miklu, miklu, miklu fyrr,“ sagði Auður Haralds fyrir utan Melabúðina í dag þar sem árituð eintök af „Hvað er Drottinn að drolla“ runnu út eins og heitar lummur.
Bókmenntir Reykjavík Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira